Sturgeon segir Skota ekki láta stjórnarskrá Bretlands aftra sér Heimir Már Pétursson skrifar 13. október 2017 20:00 Forsætisráðherra Skotlands segir Skota ekki láta takmarkanir stjórnarskrár Bretlands aftra sér í samskiptum við önnur ríki. Hún gagnrýnir hvernig stjórnvöld í Lundúnum hafa staðið að viðræðum um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu og segir þau hafa staðið illa að innflytjendamálum. Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra, eða forsætisráðherra Skotlands, er ein fjölmargra gesta á Hringborði Norðurslóða, Arctic Circle, sem fram fer um helgina í Hörpu. Hún flutti ávarp á þinginu í morgun og svaraði síðan nokkrum spurningum frá Ólafi Ragnari Grimssyni formanni Hringborðsins og gestum í sal. En fyrst slóu forsetinn fyrrverandi og forsætisráðherrann á létta strengi. Ólafur Ragnar sagði: „Ég vil byrja á að segja að það er hálfgert vandamál á Íslandi að nota þennan titil "First Minister" því á íslensku höfum við bara einn titil sem samsvarar og það er forsætisráðherra.“ Sturgeon var snögg upp á lagið og svaraði: „Það dugar alveg,“ og uppskar mikinn hlátur frá fullum sal í Silfurbergi Hörpu. Ólafur Ragnar spurði Sturgeon síðan út í stjórnarskrárlega stöðu Skota í Bretlandi því hún talaði á köflum og kæmi fram í samskiptum við leiðtoga annarra ríkja eins og Skotland væri nú þegar sjálfstætt ríki. „Það er næstum eins og stjórnarskrárleg staða ykkar skipti ekki máli því svo margt af því sem þið getið gert er nú þegar í ykkar höndum,“ sagði Ólafur Ragnar sem er ekki bara fyrrverandi forseti heldur einnig fyrrverandi prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Þetta er athyglisverð spurning. Ég lít svo á að við eigum að reyna að leggja eins mikið af mörkum og við mögulega getum til heimsins, burtséð frá stjórnarskrárlegum takmörkunum sem á okkur hvíla,“ sagði Sturgeon. Skorska stjórnin gerði það meðal annars í loftlagsmálum þar sem um helmingur allrar raforku í landinu kæmi frá grænni raforkuframleiðslu. Þá stæðu Skotar sjálfstætt að alls kyns alþjóðlegri aðstoð við önnur ríki í Afríku. „Við leyfum ekki stjórnarskránni að takmarka okkur þegar við mögulega komumst hjá því og ég er mjög áfjáð í að athuga svið þar sem við getum dýpkað og styrkt framlag okkar,“ sagði skorski forsætisráðherrann. Það væri hins vegar barnalegt að ætla að Skotar geti litið framhjá stjórnarskrárlegri stöðu sinni, sem væri augljós nú þegar Bretar væru á leið út úr Evrópusambandinu gegn vilja meirihluta Skota. En innflytjendamál og réttur fólks frá öðrum evrópusambandsríkjum í Bretlandi hafa verið ofarlega í samningaviðræðum Breta og Evrópusambandsins. Í viðtali við Stöð 2 lýsti hún áhyggjum sínum af þeim málum.Hvernig höndlar ríkisstjórnin það að þínu mati?„Afar illa. Ríkisstjórn Bretlands gæti lofað þeim sem búa nú þegar í Bretlandi að þeir fái að vera um kyrrt en hún hefur ekki gert það. Það er grimmilegt gagnvart þeim sem hafa komið sér fyrir og stofnað fjölskyldu í Bretlandi. Það eru líka Bretar í öðrum löndum eins og Spáni, Portúgal, Frakklandi, sem vilja líka vita hver réttindi þeirra verða,“ segir Sturgeon. Viðtalið við Sturgen verður birt í heild sinni í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu á morgun. Þátturinn hefst klukkan 12:20 og er í opinni dagskrá og beinni útsendingu bæði á Stöð 2 og á Vísi. Bretland Ólafur Ragnar Grímsson Skotland Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Sjá meira
Forsætisráðherra Skotlands segir Skota ekki láta takmarkanir stjórnarskrár Bretlands aftra sér í samskiptum við önnur ríki. Hún gagnrýnir hvernig stjórnvöld í Lundúnum hafa staðið að viðræðum um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu og segir þau hafa staðið illa að innflytjendamálum. Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra, eða forsætisráðherra Skotlands, er ein fjölmargra gesta á Hringborði Norðurslóða, Arctic Circle, sem fram fer um helgina í Hörpu. Hún flutti ávarp á þinginu í morgun og svaraði síðan nokkrum spurningum frá Ólafi Ragnari Grimssyni formanni Hringborðsins og gestum í sal. En fyrst slóu forsetinn fyrrverandi og forsætisráðherrann á létta strengi. Ólafur Ragnar sagði: „Ég vil byrja á að segja að það er hálfgert vandamál á Íslandi að nota þennan titil "First Minister" því á íslensku höfum við bara einn titil sem samsvarar og það er forsætisráðherra.“ Sturgeon var snögg upp á lagið og svaraði: „Það dugar alveg,“ og uppskar mikinn hlátur frá fullum sal í Silfurbergi Hörpu. Ólafur Ragnar spurði Sturgeon síðan út í stjórnarskrárlega stöðu Skota í Bretlandi því hún talaði á köflum og kæmi fram í samskiptum við leiðtoga annarra ríkja eins og Skotland væri nú þegar sjálfstætt ríki. „Það er næstum eins og stjórnarskrárleg staða ykkar skipti ekki máli því svo margt af því sem þið getið gert er nú þegar í ykkar höndum,“ sagði Ólafur Ragnar sem er ekki bara fyrrverandi forseti heldur einnig fyrrverandi prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Þetta er athyglisverð spurning. Ég lít svo á að við eigum að reyna að leggja eins mikið af mörkum og við mögulega getum til heimsins, burtséð frá stjórnarskrárlegum takmörkunum sem á okkur hvíla,“ sagði Sturgeon. Skorska stjórnin gerði það meðal annars í loftlagsmálum þar sem um helmingur allrar raforku í landinu kæmi frá grænni raforkuframleiðslu. Þá stæðu Skotar sjálfstætt að alls kyns alþjóðlegri aðstoð við önnur ríki í Afríku. „Við leyfum ekki stjórnarskránni að takmarka okkur þegar við mögulega komumst hjá því og ég er mjög áfjáð í að athuga svið þar sem við getum dýpkað og styrkt framlag okkar,“ sagði skorski forsætisráðherrann. Það væri hins vegar barnalegt að ætla að Skotar geti litið framhjá stjórnarskrárlegri stöðu sinni, sem væri augljós nú þegar Bretar væru á leið út úr Evrópusambandinu gegn vilja meirihluta Skota. En innflytjendamál og réttur fólks frá öðrum evrópusambandsríkjum í Bretlandi hafa verið ofarlega í samningaviðræðum Breta og Evrópusambandsins. Í viðtali við Stöð 2 lýsti hún áhyggjum sínum af þeim málum.Hvernig höndlar ríkisstjórnin það að þínu mati?„Afar illa. Ríkisstjórn Bretlands gæti lofað þeim sem búa nú þegar í Bretlandi að þeir fái að vera um kyrrt en hún hefur ekki gert það. Það er grimmilegt gagnvart þeim sem hafa komið sér fyrir og stofnað fjölskyldu í Bretlandi. Það eru líka Bretar í öðrum löndum eins og Spáni, Portúgal, Frakklandi, sem vilja líka vita hver réttindi þeirra verða,“ segir Sturgeon. Viðtalið við Sturgen verður birt í heild sinni í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu á morgun. Þátturinn hefst klukkan 12:20 og er í opinni dagskrá og beinni útsendingu bæði á Stöð 2 og á Vísi.
Bretland Ólafur Ragnar Grímsson Skotland Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Sjá meira