Í alvöru? Ólafur Stephensen skrifar 13. október 2017 13:30 Elín M. Stefánsdóttir, bóndi og stjórnarkona í Auðhumlu, móðurfélagi Mjólkursamsölunnar, skrifar grein um tollvernd á búvörum á Vísi í dag og skammar framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Hún segist fyrir nokkrum vikum hafa heyrt viðtal við framkvæmdastjórann á Rás 1, „ þar sem hann sagði að „…ef tollar verða ekki felldir niður af matvælum á Íslandi erum við á sama stað og Norður-Kórea.“! Í alvöru?,“ spyr Elín og kannski ekki að furða. Svo heldur hún áfram: „Ég er nokkuð viss um að Yeonmi Park sem kom til landsins á dögunum og íbúar Norður-Kóreu séu honum ekki sammála. Þeir myndu sjálfsagt fegnir vilja skipta fengju þeir val. Í Norður-Kóreu eru framin margvísleg mannréttindabrot. Mér finnst framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gera lítið úr þeim hörmungum sem íbúar Norður-Kóreu þurfa að þola með svona ummælum. Er það brot á mannréttindum að hafa tollvernd á matvælum sem við getum framleitt hér? Í alvöru?“ Til glöggvunar fyrir lesendur, sem kunna að vera sammála Elínu í ályktunum hennar um það hvernig framkvæmdastjóri FA geri lítið úr hörmungum Norður-Kóreubúa skal upplýst að tollvernd var bara alls ekki til umræðu í þættinum á Rás 1, nánar tiltekið Vikulokunum 26. ágúst síðastliðinn. Þar var rætt um fiskeldi og áhættuna af erfðablöndun og fisksjúkdómum vegna sjókvíaeldis. Framkvæmdastjóri FA setti það mál í samhengi við umræðuna um áhættu vegna innflutnings á matvörum, m.a. í tenglsum við fípróníl-hneykslið á meginlandi Evrópu. Svo sagði framkvæmdastjórinn (þegar 8 mínútur og 23 sekúndur voru liðnar af þættinum): „Áhættan er einhver. Það eru til tæki til að stýra henni með eftirliti, tilkynningakerfi og svo framvegis. En ef við ætlum að útiloka áhættuna þá erum við augljóslega að missa af einhverjum tækifærum. Ef við ætlum að útiloka áhættuna á að hingað berist nokkurn tímann einhver matur með eiturefnum utan úr heimi eða eitthvert dýra- eða sýklasmit eða eitthvað slíkt, þá náttúrlega bara hættum við innflutningi og verðum Norður-Kórea og missum fyrir vikið af mjög stórum efnahagslegum tækifærum. Það þarf alltaf að vega þetta og meta og ég hef á tilfinningunni að varðandi fiskeldið sé þessi umræða bara ekkert búin.“ Svo mörg voru þau orð. Tollvernd var ekki til umræðu. Elín hefur kolrangt eftir undirrituðum og dregur bandvitlausar ályktanir af orðum sem aldrei voru sögð. Með öðrum orðum rangfærslur og útúrsnúningar. Það er óhætt að spyrja hvort þetta séu í alvöru vinnubrögðin sem fólk sem gegnir ábyrgðarstöðum í samtökum bænda vill viðhafa þegar það fjallar um landbúnaðinn. Við svona greinarhöfunda er engin leið að eiga orðastað, annan en að reyna að leiðrétta bullið.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Tengdar fréttir Er tollvernd á pari við mannréttindabrot? Hver er munurinn á vernd og réttindum? Spyr sá sem ekki veit. Ég hefði haldið að ef ég banna barninu mínu að fá nammi á laugardögum væri ég að vernda það fyrir þeirri óhollustu sem sykur er, en kannski er ég að brjóta á mannréttindum þess? 13. október 2017 10:00 Já, í alvöru Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) var snöggur að svara en innihaldið var fremur rýrt. Að vernda lífríki sitt er göfugt og verðugt markmið. Ekki er hægt að líkja því við ástandið í Norður-Kóreu þar sem framin eru mannréttindabrot. 13. október 2017 16:30 Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Elín M. Stefánsdóttir, bóndi og stjórnarkona í Auðhumlu, móðurfélagi Mjólkursamsölunnar, skrifar grein um tollvernd á búvörum á Vísi í dag og skammar framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Hún segist fyrir nokkrum vikum hafa heyrt viðtal við framkvæmdastjórann á Rás 1, „ þar sem hann sagði að „…ef tollar verða ekki felldir niður af matvælum á Íslandi erum við á sama stað og Norður-Kórea.“! Í alvöru?,“ spyr Elín og kannski ekki að furða. Svo heldur hún áfram: „Ég er nokkuð viss um að Yeonmi Park sem kom til landsins á dögunum og íbúar Norður-Kóreu séu honum ekki sammála. Þeir myndu sjálfsagt fegnir vilja skipta fengju þeir val. Í Norður-Kóreu eru framin margvísleg mannréttindabrot. Mér finnst framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gera lítið úr þeim hörmungum sem íbúar Norður-Kóreu þurfa að þola með svona ummælum. Er það brot á mannréttindum að hafa tollvernd á matvælum sem við getum framleitt hér? Í alvöru?“ Til glöggvunar fyrir lesendur, sem kunna að vera sammála Elínu í ályktunum hennar um það hvernig framkvæmdastjóri FA geri lítið úr hörmungum Norður-Kóreubúa skal upplýst að tollvernd var bara alls ekki til umræðu í þættinum á Rás 1, nánar tiltekið Vikulokunum 26. ágúst síðastliðinn. Þar var rætt um fiskeldi og áhættuna af erfðablöndun og fisksjúkdómum vegna sjókvíaeldis. Framkvæmdastjóri FA setti það mál í samhengi við umræðuna um áhættu vegna innflutnings á matvörum, m.a. í tenglsum við fípróníl-hneykslið á meginlandi Evrópu. Svo sagði framkvæmdastjórinn (þegar 8 mínútur og 23 sekúndur voru liðnar af þættinum): „Áhættan er einhver. Það eru til tæki til að stýra henni með eftirliti, tilkynningakerfi og svo framvegis. En ef við ætlum að útiloka áhættuna þá erum við augljóslega að missa af einhverjum tækifærum. Ef við ætlum að útiloka áhættuna á að hingað berist nokkurn tímann einhver matur með eiturefnum utan úr heimi eða eitthvert dýra- eða sýklasmit eða eitthvað slíkt, þá náttúrlega bara hættum við innflutningi og verðum Norður-Kórea og missum fyrir vikið af mjög stórum efnahagslegum tækifærum. Það þarf alltaf að vega þetta og meta og ég hef á tilfinningunni að varðandi fiskeldið sé þessi umræða bara ekkert búin.“ Svo mörg voru þau orð. Tollvernd var ekki til umræðu. Elín hefur kolrangt eftir undirrituðum og dregur bandvitlausar ályktanir af orðum sem aldrei voru sögð. Með öðrum orðum rangfærslur og útúrsnúningar. Það er óhætt að spyrja hvort þetta séu í alvöru vinnubrögðin sem fólk sem gegnir ábyrgðarstöðum í samtökum bænda vill viðhafa þegar það fjallar um landbúnaðinn. Við svona greinarhöfunda er engin leið að eiga orðastað, annan en að reyna að leiðrétta bullið.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Er tollvernd á pari við mannréttindabrot? Hver er munurinn á vernd og réttindum? Spyr sá sem ekki veit. Ég hefði haldið að ef ég banna barninu mínu að fá nammi á laugardögum væri ég að vernda það fyrir þeirri óhollustu sem sykur er, en kannski er ég að brjóta á mannréttindum þess? 13. október 2017 10:00
Já, í alvöru Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) var snöggur að svara en innihaldið var fremur rýrt. Að vernda lífríki sitt er göfugt og verðugt markmið. Ekki er hægt að líkja því við ástandið í Norður-Kóreu þar sem framin eru mannréttindabrot. 13. október 2017 16:30
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun