Umfjöllun og viðtöl: KR - Belfius 67-88 | Erfitt verkefni bíður KR í Belgíu Anton Ingi Leifsson skrifar 19. september 2017 21:30 Jón Arnór tekur skot í kvöld. KR lék í hvítu eins og sjá má. vísir/eyþór KR er í erfiðum málum fyrir síðari leikinn gegn Belfious Mons-Hainaut í Evrópubikarnum í körfubolta eftir 21 stigs tap í fyrri leik liðanna í kvöld, 67-88. Leikið var í DHL-höllinni, en liðin mætast aftur eftir viku ytra. KR byrjaði leikinn ágætlega; fínt flæði var í sóknarleiknum, varnarleikurinn nokkuð góður og þeir voru að frákasta vel. Belgarnir voru með mjög stóran og sterkan mann undir körfunni sem KR-ingarnar voru að ráða ágætlega við. Staðan 19-17 gestunum í vil eftir fyrsta leikhluta. KR byrjaði annan leikhluta ekki vel og Belgarnir breyttu stöðunni úr 19-19 í 27-19, sér í vil og létu ekki af þeirri forystu fyrir hlé. Heimamenn voru á köflum of villtir, en þeir hittu lítið sem ekkert úr þriggja stiga. Gestirnir fjórum stigum yfir í leikhlé 35-31. Það var því að duga eða drepast fyrir heimamenn í síðari hálfleik ætluðu þeir sér með góð úrslit til Belgíu í síðari leiknum sem fer fram eftir viku. Þeir byrjuðu vel, en svo kom svakalegur kafli Belfius sem skoruð fimmtán stig í röð; breyttu stöðunni úr 48-47 í 48-62. Þeir leiddu svo 65-52 eftir þriðja leikhlutann. Gestirnir héldu svo bara forystunni í fjórða leikhlutanum og unnu að lokum nokkuð þægilegan sigur, 88-67. Það verður því erfitt verkefni sem bíður KR í Belgíu í næstu viku.Afhverju vann Belfius? Belfius er einfaldlega bara með hörkulið. Þeir voru nokkuð rólegir í fyrsta leikhluta, en í öðrum leikhluta var eins og þeir hafi stigið á bensíngjöfina og spýtt aðeins í lófana. Í síðari hálfleik stóðust þeir áhlaup heimamanna og áttu frábæran kafla í þriðja leikhluta sem gerði út um leikinn. Þeir hittu einnig ótrúlega úr sínum þriggja stiga skotum. Gestirnir eru með nokkra frábæra leikmenn innan sinna raða og þá helst Tre Demps sem fór algjörlega á kostum. Nokkuð þétt og gott lið, en KR var þó að skapa sér helling af opnum tækifærum sem þeir einfaldlega nýttu sér bara ekki. Dýrt gegn eins góðu liði og Belfius er.Hverjir stóðu uppúr? Jalen Jenkins spilaði sinn fyrsta leik fyrir KR, en hann spilaði vel - sérstaklega í fyrri hálfleik. Hann skoraði að endingu 22 stig, tók 16 fráköst og KR leitaði mikið til hans. Jón Arnór kom næstur með 15 stig. Tre Demps var frábær í liði Belfius og oft á tíðum rölti hann bara í gegnum vörn KR og lagði boltann ofan í. Hann skoraði 27 stig, en Garton Green lagði einnig sín lóð á vogaskálarnar. Hann endaði með 23 stig.Hvað gekk illa? Þriggja stiga hittni KR-inga í fyrri hálfleik var afleit, en þeir hittu einungis úr þremur þriggja stiga skotum úr 19 tilraunum. Sumir hverjir voru nokkuð opnir og eins gott lið og KR á að gera betur. Á tímum var sóknarleikurinn of óagaður og stirður, en það mun væntanlega koma með tíð og tíma enda fyrsti alvöru leikur KR þetta tímabilið. Liðið brotnaði svo illa á mikilvægum tíma í síðari hálfleik.Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur eftir viku, en þá verður að duga eða drepast fyrir fjórfalda Íslandsmeistara KR. Þeir þurfa að eiga algjöran stjörnuleik þar og hitta á rúmlega frábæran dag til að slá sterkt belgískt lið úr keppni. Jón Arnór: Hræðileg stemning á leiknumvísir/eyþórJón Arnór Stefánsson, einn af lykilmönnum KR, sendi stuðningsmönnum liðsins tóninn eftir tapið. „Þetta var bara ekki nægilega gott. Það er örugglega auðveldlega hægt að kenna mörgu um, en við vorum bara ekki nægilega góðir í okkar aðgerðum,” sagði Jón Arnór í samtali við Vísi í leikslok. „Við töpuðum of mörgum boltum klaufalega. Við vorum langt frá okkar besta í dag, en mér fannst líka bara vera léleg stemning á leiknum. Mér fannst þetta ekki nægilega gott.” Stúkan í kvöld var nokkuð þéttsetinn, en ekki heyrðist mikið frá henni. Jón Arnór var mjög ósáttur með stemninguna og lét heyra í sér. „Við vorum að spila Evrópuleik, stúkan er dauf og hræðileg stemning á leiknum og hjá okkur væntanlega líka. Ég er ekki ánægður með það og ef við ætlum að vinna fimmta titilinn í röð þá verðum við að fá góðan stuðning.” „Fólkið er mjög góðu vant og það þarf aðeins að hrista upp í þessu. Það þarf betri stuðning og það þarf ekki bara að fagna körfum; það er hægt að garga okkur í gang og gefa okkur búst því við þurfum á því að halda eins og önnur lið.” Sóknarleikur KR var oft á tíðum stirður og óagaður. Aðspurður hvort leikur liðsins hafi verið stirður svaraði hann ákveðinn: „Þetta var bara lélegt. Við spiluðum ekki okkar besta leik og áttum fá svör gegn þeirra sóknarleik. Þeir voru að keyra mikið að körfunni og hittu öllu fyrir utan. Þeir sprengu þetta bara upp þegar þeir vildu og á sama tíma vorum við skrefinu á eftir.” „Við vorum heldur ekki nógu agaðir og vel stilltir í vörninni. Við erum búnir að vera stutt saman og við munum auðvitað bæta okkur leik, en það er bara vika í Belgíu. Við þurfum að bæta okkar leik og slípa okkur varnar- og sóknarlega,” en er þetta einvígi búið? „Þetta er erfitt. Við ætlum að fara til Belgíu og gera betur. Við erum að fara inn í langt tímabil hér heima og að berjast um titla. Við erum að koma okkur í gang og við erum hér til að bæta okkur. Við munum fyrst og fremst nýta þessa leiki í það,” sagði ákveðinn Jón Arnór að lokum. Finnur Freyr: Gerðum heiðarlega tilraun til þess að koma til bakaFinnur sá sína menn lúta í gras í kvöld.vísir/valli„Það var 15-0 kafli undir lok þriðja leikhluta þar sem við rennum á rassinn,” sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, í samtali við Vísi í leikslok. „Við missum þá of langt fram úr okkur, en reyndum að gera heiðarlega tilraun til þess að koma til baka. Það þurfti mikið að ganga upp,” en stirðleiki sóknarleiksins kom Finni ekkert á óvart: „Eðlilega. Við erum búnir að æfa í viku eftir sumarið. Það eru margir sem kunna sín hlutverk, en Jenskins er nýr og hann gerði virkilega vel í dag. Við vorum að ná mikið af skotum í kringum hann, hvort sem það var hann eða einhver annar.” „Það var aðallega varnarleikurinn sem varð okkur að falli í dag. Við gáfum of mikið af auðveldum skotum og vorum ekki nægilega nálægt þeim. Við sættum okkur við það að láta þá skjóta fyrir utan og þeir bara nýttu sér það.” Belgarnir litu virkilega vel út og sérstaklega þeir Demps og Green sem voru að hitta úr öllum stöðum vallarins, þá sérstaklega fyrir utan þriggja stiga línuna. Voru Belgarnir betri en Finnur bjóst við? „Bæði og. Við vissum að Demps væri öflugur skorari, Green var aðeins betri skotmaður en við bjuggumst við. Við vissum að þetta væri gott lið og við vorum í vandræðum með íþróttamennskuna þeirra í síðari hálfleik.” „Þeir eru langir og þeir eru hraðir. Ef við töpuðum boltanum þá voru þeir fljótir að refsa okkur í hraðaupphlaupunum. Ef við ætlum að eiga möguleika í svona íþróttalið verðum við að hugsa vel um boltann.” Ljóst er að verkefnið verður ærið fyrir KR, en Finnur segir að hann lifi í voninni. „Já, fjandinn hafi það. Við sýndum það í 25 mínútur að við getum vel spilað við þetta lið. Miðað við að þetta er annar leikur okkar á tímabilinu þá var margt mjög jákvætt.” „Við förum til Belgíu og undirbúum okkur vel fyrir það. Við sjáum hvernig leikurinn þróast. Við byrjum á að fara út til þess að vinna og svo sjáum við þegar líður á leikinn hversu mikill munurinn verður,” sagði kokhraustur fjórfaldur Íslandsmeistari, Finnur Freyr, í leikslok. Íslenski körfuboltinn
KR er í erfiðum málum fyrir síðari leikinn gegn Belfious Mons-Hainaut í Evrópubikarnum í körfubolta eftir 21 stigs tap í fyrri leik liðanna í kvöld, 67-88. Leikið var í DHL-höllinni, en liðin mætast aftur eftir viku ytra. KR byrjaði leikinn ágætlega; fínt flæði var í sóknarleiknum, varnarleikurinn nokkuð góður og þeir voru að frákasta vel. Belgarnir voru með mjög stóran og sterkan mann undir körfunni sem KR-ingarnar voru að ráða ágætlega við. Staðan 19-17 gestunum í vil eftir fyrsta leikhluta. KR byrjaði annan leikhluta ekki vel og Belgarnir breyttu stöðunni úr 19-19 í 27-19, sér í vil og létu ekki af þeirri forystu fyrir hlé. Heimamenn voru á köflum of villtir, en þeir hittu lítið sem ekkert úr þriggja stiga. Gestirnir fjórum stigum yfir í leikhlé 35-31. Það var því að duga eða drepast fyrir heimamenn í síðari hálfleik ætluðu þeir sér með góð úrslit til Belgíu í síðari leiknum sem fer fram eftir viku. Þeir byrjuðu vel, en svo kom svakalegur kafli Belfius sem skoruð fimmtán stig í röð; breyttu stöðunni úr 48-47 í 48-62. Þeir leiddu svo 65-52 eftir þriðja leikhlutann. Gestirnir héldu svo bara forystunni í fjórða leikhlutanum og unnu að lokum nokkuð þægilegan sigur, 88-67. Það verður því erfitt verkefni sem bíður KR í Belgíu í næstu viku.Afhverju vann Belfius? Belfius er einfaldlega bara með hörkulið. Þeir voru nokkuð rólegir í fyrsta leikhluta, en í öðrum leikhluta var eins og þeir hafi stigið á bensíngjöfina og spýtt aðeins í lófana. Í síðari hálfleik stóðust þeir áhlaup heimamanna og áttu frábæran kafla í þriðja leikhluta sem gerði út um leikinn. Þeir hittu einnig ótrúlega úr sínum þriggja stiga skotum. Gestirnir eru með nokkra frábæra leikmenn innan sinna raða og þá helst Tre Demps sem fór algjörlega á kostum. Nokkuð þétt og gott lið, en KR var þó að skapa sér helling af opnum tækifærum sem þeir einfaldlega nýttu sér bara ekki. Dýrt gegn eins góðu liði og Belfius er.Hverjir stóðu uppúr? Jalen Jenkins spilaði sinn fyrsta leik fyrir KR, en hann spilaði vel - sérstaklega í fyrri hálfleik. Hann skoraði að endingu 22 stig, tók 16 fráköst og KR leitaði mikið til hans. Jón Arnór kom næstur með 15 stig. Tre Demps var frábær í liði Belfius og oft á tíðum rölti hann bara í gegnum vörn KR og lagði boltann ofan í. Hann skoraði 27 stig, en Garton Green lagði einnig sín lóð á vogaskálarnar. Hann endaði með 23 stig.Hvað gekk illa? Þriggja stiga hittni KR-inga í fyrri hálfleik var afleit, en þeir hittu einungis úr þremur þriggja stiga skotum úr 19 tilraunum. Sumir hverjir voru nokkuð opnir og eins gott lið og KR á að gera betur. Á tímum var sóknarleikurinn of óagaður og stirður, en það mun væntanlega koma með tíð og tíma enda fyrsti alvöru leikur KR þetta tímabilið. Liðið brotnaði svo illa á mikilvægum tíma í síðari hálfleik.Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur eftir viku, en þá verður að duga eða drepast fyrir fjórfalda Íslandsmeistara KR. Þeir þurfa að eiga algjöran stjörnuleik þar og hitta á rúmlega frábæran dag til að slá sterkt belgískt lið úr keppni. Jón Arnór: Hræðileg stemning á leiknumvísir/eyþórJón Arnór Stefánsson, einn af lykilmönnum KR, sendi stuðningsmönnum liðsins tóninn eftir tapið. „Þetta var bara ekki nægilega gott. Það er örugglega auðveldlega hægt að kenna mörgu um, en við vorum bara ekki nægilega góðir í okkar aðgerðum,” sagði Jón Arnór í samtali við Vísi í leikslok. „Við töpuðum of mörgum boltum klaufalega. Við vorum langt frá okkar besta í dag, en mér fannst líka bara vera léleg stemning á leiknum. Mér fannst þetta ekki nægilega gott.” Stúkan í kvöld var nokkuð þéttsetinn, en ekki heyrðist mikið frá henni. Jón Arnór var mjög ósáttur með stemninguna og lét heyra í sér. „Við vorum að spila Evrópuleik, stúkan er dauf og hræðileg stemning á leiknum og hjá okkur væntanlega líka. Ég er ekki ánægður með það og ef við ætlum að vinna fimmta titilinn í röð þá verðum við að fá góðan stuðning.” „Fólkið er mjög góðu vant og það þarf aðeins að hrista upp í þessu. Það þarf betri stuðning og það þarf ekki bara að fagna körfum; það er hægt að garga okkur í gang og gefa okkur búst því við þurfum á því að halda eins og önnur lið.” Sóknarleikur KR var oft á tíðum stirður og óagaður. Aðspurður hvort leikur liðsins hafi verið stirður svaraði hann ákveðinn: „Þetta var bara lélegt. Við spiluðum ekki okkar besta leik og áttum fá svör gegn þeirra sóknarleik. Þeir voru að keyra mikið að körfunni og hittu öllu fyrir utan. Þeir sprengu þetta bara upp þegar þeir vildu og á sama tíma vorum við skrefinu á eftir.” „Við vorum heldur ekki nógu agaðir og vel stilltir í vörninni. Við erum búnir að vera stutt saman og við munum auðvitað bæta okkur leik, en það er bara vika í Belgíu. Við þurfum að bæta okkar leik og slípa okkur varnar- og sóknarlega,” en er þetta einvígi búið? „Þetta er erfitt. Við ætlum að fara til Belgíu og gera betur. Við erum að fara inn í langt tímabil hér heima og að berjast um titla. Við erum að koma okkur í gang og við erum hér til að bæta okkur. Við munum fyrst og fremst nýta þessa leiki í það,” sagði ákveðinn Jón Arnór að lokum. Finnur Freyr: Gerðum heiðarlega tilraun til þess að koma til bakaFinnur sá sína menn lúta í gras í kvöld.vísir/valli„Það var 15-0 kafli undir lok þriðja leikhluta þar sem við rennum á rassinn,” sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, í samtali við Vísi í leikslok. „Við missum þá of langt fram úr okkur, en reyndum að gera heiðarlega tilraun til þess að koma til baka. Það þurfti mikið að ganga upp,” en stirðleiki sóknarleiksins kom Finni ekkert á óvart: „Eðlilega. Við erum búnir að æfa í viku eftir sumarið. Það eru margir sem kunna sín hlutverk, en Jenskins er nýr og hann gerði virkilega vel í dag. Við vorum að ná mikið af skotum í kringum hann, hvort sem það var hann eða einhver annar.” „Það var aðallega varnarleikurinn sem varð okkur að falli í dag. Við gáfum of mikið af auðveldum skotum og vorum ekki nægilega nálægt þeim. Við sættum okkur við það að láta þá skjóta fyrir utan og þeir bara nýttu sér það.” Belgarnir litu virkilega vel út og sérstaklega þeir Demps og Green sem voru að hitta úr öllum stöðum vallarins, þá sérstaklega fyrir utan þriggja stiga línuna. Voru Belgarnir betri en Finnur bjóst við? „Bæði og. Við vissum að Demps væri öflugur skorari, Green var aðeins betri skotmaður en við bjuggumst við. Við vissum að þetta væri gott lið og við vorum í vandræðum með íþróttamennskuna þeirra í síðari hálfleik.” „Þeir eru langir og þeir eru hraðir. Ef við töpuðum boltanum þá voru þeir fljótir að refsa okkur í hraðaupphlaupunum. Ef við ætlum að eiga möguleika í svona íþróttalið verðum við að hugsa vel um boltann.” Ljóst er að verkefnið verður ærið fyrir KR, en Finnur segir að hann lifi í voninni. „Já, fjandinn hafi það. Við sýndum það í 25 mínútur að við getum vel spilað við þetta lið. Miðað við að þetta er annar leikur okkar á tímabilinu þá var margt mjög jákvætt.” „Við förum til Belgíu og undirbúum okkur vel fyrir það. Við sjáum hvernig leikurinn þróast. Við byrjum á að fara út til þess að vinna og svo sjáum við þegar líður á leikinn hversu mikill munurinn verður,” sagði kokhraustur fjórfaldur Íslandsmeistari, Finnur Freyr, í leikslok.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti