„Músin kom í salatið af völdum manna sem vilja okkur eitthvað illt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2017 12:54 Báðum stöðum Fresco við Suðurlandsbraut var lokað um tíma á sunnudaginn á meðan Heilbrigðiseftirlitið tók út staðina. Ekkert athugavert fannst við skoðunina. Vísir/Daníel Einar Ásgeirsson, einn eigenda og stjórnarformaður Fresco, segi algjörlega útilokað að músarungi sem karlmaður um þrítugt segist hafa fundið í salati sem hann keypti hjá Fresco, hafi verið í salatinu þegar maðurinn yfirgaf staðinn. Frétt Morgunblaðsins af málinu í morgun hefur vakið mikla athygli en veitingastaðurinn sem lá undir grun var ekki nafngreindur. Í framhaldinu sór veitingastaðurinn Local, sem sérhæfir sig í salötum, af sér öll tengsl við málið. Óhætt er að segja að Einari hjá Fresco hafi verið mikið niðri fyrir þegar blaðaðmaður náði af honum tali í hádeginu. „Það kemur einhver strákur, kaupir hjá okkur salat og tekur það með sér. Síðan kemur þetta í ljós,“ segir Einar og er ekki skemmt. Hann hefur verið í veitingabransanum í á fjórða áratug en hann á Fresco og rekur ásamt sonum sínum tveimur. „Okkur er tjáð að strákurinn hafi farið með salatið á vinnustaðinn sinn og þar kemur þetta í ljós.“Ekkert nagdýravandamál Einar segir þá ítrekað hafa reynt að ná í manninn, sem er samkvæmt upplýsingum Einars um þrítugt, síðan á sunnudag en án árangurs. Aftur á móti hafi móðir hans hringt í Fresco og hellt úr skálum reiði sinnar. Engin leið hafi verið að ræða við hana sem fullyrti að sonurinn hefði þurft að leita á bráðamóttöku vegna músarinnar. „Við könnuðum það og þar kannaðist enginn við málið.“ Lögreglunni var tilkynnt um málið á sunnudaginn sem gerði Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur viðvart. Eftirlitið mætti á Fresco á Suðurlandsbraut samdægurs. Einar segir hafa verið sjálfsagt mál að aðstoða eftirlitið. Staðnum hafi verið lokað um tíma á meðan öllu salati var fargað en músin átti að hafa fundist í spínatsalati. „Heilbrigðiseftirlitið tók út staðinn en fann ekkert athugavert. Hér var allt til fyrirmyndar,“ segir Einar. Einar segir þá feðga hafa leitað til birgja Fresco hvað spínatið varði, Inness, og það verið athugað hvort möguleiki væri á að músarunginn hefði komið erlendis frá. Það hafi verið talið útilokað. Krufning á músinni stendur yfir til að komast að því hvort hún sé innlend eða erlend. Einar hefur marga fjöruna sopið í veitingageiranum frá 1985 þegar hann hóf rekstur.Frétt Morgunblaðsins í dag sem hefur vakið mikla athygli.Aleigan í veitingastöðunum „Ég hef verið með marga veitingastaði og var mikið í pizzunum í gamla daga, seldi um 400 þúsund pizzur á ári. Maður er ýmsu vanur,“ segir Einar. Þannig hafi til dæmis komið upp að pizzukaupendur hafi reynt að troða alls kyns drasli undir ostinn til að reyna að kría út fría pizzu. „Þetta getur ekki gerst á neinum veitingastað. Allavega aldrei hjá okkur. Það er ekki fræðilegur möguleiki.“ Hann segir að auðvitað sé fræðilegur möguleiki að bjalla, fluga eða annað pínulítið komist í salat. En músarungi? Ekki fræðilegur. „Salat er þvegið, fer í klakabað, er umpakkað mörgum sinnum,“ segir Einar og leggur mikla áherslu á allt ferlið til að koma í veg fyrir að meira segja minnstu skordýr geti sloppið í gegn. „Við erum alveg brjálaðir feðgarnir. Aleiga strákanna minna liggur í þessum stöðum og það á að taka okkur af lífi fyrir eitthvað sem við eigum ekki skilið.“ Hann segir þá vera að skoða rétt sinn og leita ráða, hvort ekki þurfi að fara fram lögreglurannsókn á málinu. „Hvað var í gangi? Við verðum að komast til botns í þessu svo við lendum ekki í þessu aftur,“ segir Einar. „Músin kom í salatið af völdum manna sem vilja okkur eitthvað illt.“Spínatið innkallað í varúðarskyni Óskar Ísfeld Sigurðsson hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir í samtali við Vísi að bráðabrigðaniðurstöður bendi til þess að um húsamús sé að ræða. Unnið sé eftir þeirri tilgátu að hún gæti hafa borist til landsins í spínatpokum og hafi bæði veitingahúsaeigendurnir og innflytjendurnir verið hjálplegir við þá rannsókn. Inness hefur innkallað allt spínat sem kom til landsins í sömu sendingu og spínatið sem fór til Fresco. Óskar leggur áherslu á að eftirlitið sé að vinna í náinni samvinnu við fyrirtækin út frá fyrrnefndri tilgátu. Fyrirtækin hafi tekið góðan þátt í því. Í fyrstu hafi verið velt fyrir sér hvort músin hefði getað verið í rómansalati. Það sé hins vegar skorið svo smátt að það sé útilokað því þá hefði sést á músinni. Því sé nú unnið með tilgátuna að músin hafi verið í spínatinu.Hann minnir á að við allt matvælaeftirlit sé lögð áhersla á að allt salat sé þvegið því búasti megi við því að svona matvælum fylgi sandur, mold og steinar. Dæmi séu um að nagdýrshlutar eða nagdýr hafi fundist. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Einar Ásgeirsson, einn eigenda og stjórnarformaður Fresco, segi algjörlega útilokað að músarungi sem karlmaður um þrítugt segist hafa fundið í salati sem hann keypti hjá Fresco, hafi verið í salatinu þegar maðurinn yfirgaf staðinn. Frétt Morgunblaðsins af málinu í morgun hefur vakið mikla athygli en veitingastaðurinn sem lá undir grun var ekki nafngreindur. Í framhaldinu sór veitingastaðurinn Local, sem sérhæfir sig í salötum, af sér öll tengsl við málið. Óhætt er að segja að Einari hjá Fresco hafi verið mikið niðri fyrir þegar blaðaðmaður náði af honum tali í hádeginu. „Það kemur einhver strákur, kaupir hjá okkur salat og tekur það með sér. Síðan kemur þetta í ljós,“ segir Einar og er ekki skemmt. Hann hefur verið í veitingabransanum í á fjórða áratug en hann á Fresco og rekur ásamt sonum sínum tveimur. „Okkur er tjáð að strákurinn hafi farið með salatið á vinnustaðinn sinn og þar kemur þetta í ljós.“Ekkert nagdýravandamál Einar segir þá ítrekað hafa reynt að ná í manninn, sem er samkvæmt upplýsingum Einars um þrítugt, síðan á sunnudag en án árangurs. Aftur á móti hafi móðir hans hringt í Fresco og hellt úr skálum reiði sinnar. Engin leið hafi verið að ræða við hana sem fullyrti að sonurinn hefði þurft að leita á bráðamóttöku vegna músarinnar. „Við könnuðum það og þar kannaðist enginn við málið.“ Lögreglunni var tilkynnt um málið á sunnudaginn sem gerði Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur viðvart. Eftirlitið mætti á Fresco á Suðurlandsbraut samdægurs. Einar segir hafa verið sjálfsagt mál að aðstoða eftirlitið. Staðnum hafi verið lokað um tíma á meðan öllu salati var fargað en músin átti að hafa fundist í spínatsalati. „Heilbrigðiseftirlitið tók út staðinn en fann ekkert athugavert. Hér var allt til fyrirmyndar,“ segir Einar. Einar segir þá feðga hafa leitað til birgja Fresco hvað spínatið varði, Inness, og það verið athugað hvort möguleiki væri á að músarunginn hefði komið erlendis frá. Það hafi verið talið útilokað. Krufning á músinni stendur yfir til að komast að því hvort hún sé innlend eða erlend. Einar hefur marga fjöruna sopið í veitingageiranum frá 1985 þegar hann hóf rekstur.Frétt Morgunblaðsins í dag sem hefur vakið mikla athygli.Aleigan í veitingastöðunum „Ég hef verið með marga veitingastaði og var mikið í pizzunum í gamla daga, seldi um 400 þúsund pizzur á ári. Maður er ýmsu vanur,“ segir Einar. Þannig hafi til dæmis komið upp að pizzukaupendur hafi reynt að troða alls kyns drasli undir ostinn til að reyna að kría út fría pizzu. „Þetta getur ekki gerst á neinum veitingastað. Allavega aldrei hjá okkur. Það er ekki fræðilegur möguleiki.“ Hann segir að auðvitað sé fræðilegur möguleiki að bjalla, fluga eða annað pínulítið komist í salat. En músarungi? Ekki fræðilegur. „Salat er þvegið, fer í klakabað, er umpakkað mörgum sinnum,“ segir Einar og leggur mikla áherslu á allt ferlið til að koma í veg fyrir að meira segja minnstu skordýr geti sloppið í gegn. „Við erum alveg brjálaðir feðgarnir. Aleiga strákanna minna liggur í þessum stöðum og það á að taka okkur af lífi fyrir eitthvað sem við eigum ekki skilið.“ Hann segir þá vera að skoða rétt sinn og leita ráða, hvort ekki þurfi að fara fram lögreglurannsókn á málinu. „Hvað var í gangi? Við verðum að komast til botns í þessu svo við lendum ekki í þessu aftur,“ segir Einar. „Músin kom í salatið af völdum manna sem vilja okkur eitthvað illt.“Spínatið innkallað í varúðarskyni Óskar Ísfeld Sigurðsson hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir í samtali við Vísi að bráðabrigðaniðurstöður bendi til þess að um húsamús sé að ræða. Unnið sé eftir þeirri tilgátu að hún gæti hafa borist til landsins í spínatpokum og hafi bæði veitingahúsaeigendurnir og innflytjendurnir verið hjálplegir við þá rannsókn. Inness hefur innkallað allt spínat sem kom til landsins í sömu sendingu og spínatið sem fór til Fresco. Óskar leggur áherslu á að eftirlitið sé að vinna í náinni samvinnu við fyrirtækin út frá fyrrnefndri tilgátu. Fyrirtækin hafi tekið góðan þátt í því. Í fyrstu hafi verið velt fyrir sér hvort músin hefði getað verið í rómansalati. Það sé hins vegar skorið svo smátt að það sé útilokað því þá hefði sést á músinni. Því sé nú unnið með tilgátuna að músin hafi verið í spínatinu.Hann minnir á að við allt matvælaeftirlit sé lögð áhersla á að allt salat sé þvegið því búasti megi við því að svona matvælum fylgi sandur, mold og steinar. Dæmi séu um að nagdýrshlutar eða nagdýr hafi fundist.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira