Bíó og sjónvarp

Undir trénu aðsóknarmesta kvikmyndin á Íslandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Edda Björgvins fer á kostum í Undir trénu.
Edda Björgvins fer á kostum í Undir trénu.
18.000 manns hafa séð kvikmyndina Undir trénu sem hefur fengið lofsamlegar viðtökur bæði gagnrýnenda og áhorfenda.

Alls sáu um það bil 10.000 manns myndina í síðast liðinni viku og er þetta með betri opnununum á íslenskri bíómynd á undanförnum árum.

„Ef maður miðar þessar tölur við opnunarhelgina á minni fyrstu mynd, Á annan veg, þá er þetta auðvitað hundraföldun ef ekki þúsundföldun í aðsókn. Þá komu ekki nema 167 manns þannig að þetta er gríðarleg framför,” segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri og hlær.

„Að öllu gamni slepptu þá er greinilegt að myndin er að höfða til breiðs hóps, bæði hér heima og erlendis og algjörlega frábær viðbrögð sem við höfum verið að fá og greinilegt að myndin hreyfir virkilega við fólki.”






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.