Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu gaf út yfirlýsingu í gær þar sem viðskiptaþvinganir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í garð einræðisríkisins eru fordæmdar. „Þær eru grimmilegar, ósiðlegar og ómannúðlegar.“ Þá segir að þvinganirnar séu til einskis. Frekari þvinganir muni leiða til þess að Norður-Kórea setji meiri kraft í kjarnorkuáætlun sína, en vegna hennar var þvingununum komið á.
Yfirlýsingin er afdráttarlaus. Fram kemur meðal annars að tilgangur þvingananna hafi verið að „útrýma“ norðurkóresku þjóðinni og ríkisstjórninni. Þvinganirnar ganga út á að hamla olíuflutningum til og frá ríkinu og að banna viðskipti með norðurkóreskar textílvörur.
Segja þvinganir til einskis
Þórgnýr Einar Albertsson skrifar

Mest lesið

Frans páfi er látinn
Erlent






Gripu innbrotsþjófa glóðvolga
Innlent


Hvernig er nýr páfi valinn?
Erlent
