Leigubílstjórar vara við skuggahliðum skutlara Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. maí 2017 22:31 Skutlara-síðan á Facebook telur hátt í 35 þúsund manns, en þar er boðið upp á far gegn gjaldi. vísir/stefán Ólöglegur leigubílaakstur færist sífellt í aukana og er ástæðan fyrst og fremst Facebook-síðan Skutlarar sem telur hátt í 35 þúsund manns, segja leigubílstjórar. Margar skuggahliðar fylgi þeirri starfsemi og að grípa þurfi til aðgerða áður en illa fer. Leigubílstjórar standa fyrir málþingi á morgun þar sem fjallað verður um ólöglegan akstur hér á landi. Ástgeir Þorsteinsson er á meðal þeirra sem munu halda erindi á ráðstefnunni, en hann segist afar áhyggjufullur yfir þróun mála. Lögregla sýni þessu málefni lítinn sem engan áhuga og því sé umræðna þörf. „Við höfum verið að berjast við lögregluna um að gera eitthvað í þessum málum en það gengur ekkert. Mér finnst þeir bara ekki hafa neinn áhuga á því,“ segir Ástgeir.Fíkniefnasala fylgifiskur Hann segir fjölmargar hættur geta fylgt ólöglegum leiguakstri. „Það getur allt gerst og það eru dæmi um slys og hvað eina. Fólk hefur verið rænt, það eru dæmi um að menn séu undir áhrifum og velti bílnum og farþegar slasist og það er bara svo margt í þessu.“ Þá séu skutlararnir oftar en ekki próflausir eða undir áhrifum. Fíkniefna- og áfengissala sé jafnframt algeng í bílunum. „Þarna eru oft á ferðinni dæmdir afbrotamenn, próflausir einstaklingar og jafnvel fólk undir áhrifum. Við vitum ekkert um þetta enda er ekkert eftirlit. Þá er verið að bjóða upp á áfengi, það er verið að bjóða upp á fíkniefni. Það vita þetta allir sem vilja vita.“ Aðspurður um hvers vegna fólk leiti í auknum mæli í ólöglegan akstur segir Ástgeir: „Ég held að fólk haldi oft að þetta sé svo miklu ódýrara. En það er ekki svo. Það heldur oft að þegar það er hægt að gera þetta öðruvísi en löglegt þá eigi það alltaf að vera ódýrara. Ég held að fólk skoði þetta ekki almennt.“Viljum ekki vita af börnunum í hættulegum aðstæðum Ástgeir tekur jafnframt fram að aukinn ólöglegur akstur hafi ekki haft teljandi áhrif á starfsemi leigubíla. Ástæða málþingsins sé fyrst og fremst að vekja athygli á þessum málum. „Þetta vissulega tekur frá okkur einhverja vinnu, það gefur auga leið, en það er ekki aðalmálið. Við viljum í fyrsta lagi að þetta sé stöðvað því við eigum flest börn og jafnvel barnabörn og við viljum ekki vita af þeim í svona aðstæðum,“ segir Ástgeir. Málþingið verður haldið á Grand hótel klukkan 14 á morgun og er opið öllum. Tengdar fréttir Ásmundur segir leigubílstjóra þarfasta þjóninn og vill loka Skutlarahópnum "Er ekki nóg að við ætlum fylla hér allar verslanir af brennivíni heldur er boðið upp á heimsendingarþjónustu allar helgar heim til fólks.“ 10. mars 2016 11:20 Langþreyttir á skutlurum: „Menn með litla Heiðrúnu í skottinu“ Leigubílstjórar eru leiðir á að ekkert sé gert í málefnum sem tengjast ólöglegum Facebook-hópum þar sem boðið er upp á skutl. 29. mars 2016 10:11 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Ólöglegur leigubílaakstur færist sífellt í aukana og er ástæðan fyrst og fremst Facebook-síðan Skutlarar sem telur hátt í 35 þúsund manns, segja leigubílstjórar. Margar skuggahliðar fylgi þeirri starfsemi og að grípa þurfi til aðgerða áður en illa fer. Leigubílstjórar standa fyrir málþingi á morgun þar sem fjallað verður um ólöglegan akstur hér á landi. Ástgeir Þorsteinsson er á meðal þeirra sem munu halda erindi á ráðstefnunni, en hann segist afar áhyggjufullur yfir þróun mála. Lögregla sýni þessu málefni lítinn sem engan áhuga og því sé umræðna þörf. „Við höfum verið að berjast við lögregluna um að gera eitthvað í þessum málum en það gengur ekkert. Mér finnst þeir bara ekki hafa neinn áhuga á því,“ segir Ástgeir.Fíkniefnasala fylgifiskur Hann segir fjölmargar hættur geta fylgt ólöglegum leiguakstri. „Það getur allt gerst og það eru dæmi um slys og hvað eina. Fólk hefur verið rænt, það eru dæmi um að menn séu undir áhrifum og velti bílnum og farþegar slasist og það er bara svo margt í þessu.“ Þá séu skutlararnir oftar en ekki próflausir eða undir áhrifum. Fíkniefna- og áfengissala sé jafnframt algeng í bílunum. „Þarna eru oft á ferðinni dæmdir afbrotamenn, próflausir einstaklingar og jafnvel fólk undir áhrifum. Við vitum ekkert um þetta enda er ekkert eftirlit. Þá er verið að bjóða upp á áfengi, það er verið að bjóða upp á fíkniefni. Það vita þetta allir sem vilja vita.“ Aðspurður um hvers vegna fólk leiti í auknum mæli í ólöglegan akstur segir Ástgeir: „Ég held að fólk haldi oft að þetta sé svo miklu ódýrara. En það er ekki svo. Það heldur oft að þegar það er hægt að gera þetta öðruvísi en löglegt þá eigi það alltaf að vera ódýrara. Ég held að fólk skoði þetta ekki almennt.“Viljum ekki vita af börnunum í hættulegum aðstæðum Ástgeir tekur jafnframt fram að aukinn ólöglegur akstur hafi ekki haft teljandi áhrif á starfsemi leigubíla. Ástæða málþingsins sé fyrst og fremst að vekja athygli á þessum málum. „Þetta vissulega tekur frá okkur einhverja vinnu, það gefur auga leið, en það er ekki aðalmálið. Við viljum í fyrsta lagi að þetta sé stöðvað því við eigum flest börn og jafnvel barnabörn og við viljum ekki vita af þeim í svona aðstæðum,“ segir Ástgeir. Málþingið verður haldið á Grand hótel klukkan 14 á morgun og er opið öllum.
Tengdar fréttir Ásmundur segir leigubílstjóra þarfasta þjóninn og vill loka Skutlarahópnum "Er ekki nóg að við ætlum fylla hér allar verslanir af brennivíni heldur er boðið upp á heimsendingarþjónustu allar helgar heim til fólks.“ 10. mars 2016 11:20 Langþreyttir á skutlurum: „Menn með litla Heiðrúnu í skottinu“ Leigubílstjórar eru leiðir á að ekkert sé gert í málefnum sem tengjast ólöglegum Facebook-hópum þar sem boðið er upp á skutl. 29. mars 2016 10:11 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Ásmundur segir leigubílstjóra þarfasta þjóninn og vill loka Skutlarahópnum "Er ekki nóg að við ætlum fylla hér allar verslanir af brennivíni heldur er boðið upp á heimsendingarþjónustu allar helgar heim til fólks.“ 10. mars 2016 11:20
Langþreyttir á skutlurum: „Menn með litla Heiðrúnu í skottinu“ Leigubílstjórar eru leiðir á að ekkert sé gert í málefnum sem tengjast ólöglegum Facebook-hópum þar sem boðið er upp á skutl. 29. mars 2016 10:11