Öll umgjörð sýningarinnar var falleg og rómantísk með lotfbelgi fljótandi í bakgrunninum með orðunum „Dior Sauvage“ rituð á þeim. Sýningin var fyrsta Cruise sýning nýja listræna stjórnandans Maria Grazia Chiuri og má með sanni segja að henni hafi tekist vel til í þessari frumraun sinni. Vel heppnuð sýning þar sem andrúmsloftið og kúrekaleg klæðin voru einstaklega falleg.







