THAAD-kerfið greindi eldflaug Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2017 16:09 Þetta er í fyrsta sinn síðan THAAD-kerfið var virkt sem það greinir eldflaug. Vísir/AFP Eldflaugaþróun Norður-Kóreu er á meiri hraða en nágrannar þeirra í suðri höfðu gert ráð fyrir. Nú á sunnudaginn skaut einræðisríkið eldflaug á loft, sem THAAD-kerfið svokallaða greindi og er það í fyrsta sinn sem það gerist, en það var gangsett þann 1. maí. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði um nýjasta tilraunaskotið í dag og krafðist þess að Norður-Kórea hætti eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum sínum. Han Min-koo, varnarmálaráðherra Suður-Kóreu greindi þingmönnum í dag frá nýjustu vendingum og sagði tilraunaskot Norður-Kóreu á sunnudaginn hafa heppnast. Hann sagði þá eldflaug vera nýja gerð af eldflaugum sem ítrekað hefði misheppnast að skjóta á loft. Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa eldflaugar og kjarnorkuvopn sem þeir geta notað til mögulegra árása á Bandaríkin. Þeir segja vopnaþróun sína þó alfarið í varnarskyni gegn árásargirni Bandaríkjanna. Þeir segja tilraunaskotið á sunnudaginn sýna fram á að þeir hafi þróað eldflaug sem gæti borið kjarnorkuvopn. Öryggisráðið sendi í dag frá sér samhljóma yfirlýsingu um að nauðsynlegt væri að minnka spennu á svæðinu og að Norður-Kórea hætti viðleitni sinni við að koma upp kjarnorkuvopnum. Til greina kemur að herða enn frekar viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Þvingunum var fyrst beitt árið 2006 og hafa þær verið hertar mjög síðan vegna fimm kjarnorkusprenginga í tilraunaskyni og vegna tveggja tilraunaskota langdrægna eldflauga. Norður-Kóreu hefur að undanförnu hótað sjöttu tilraunasprengingunni. Norður-Kórea Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Eldflaugaþróun Norður-Kóreu er á meiri hraða en nágrannar þeirra í suðri höfðu gert ráð fyrir. Nú á sunnudaginn skaut einræðisríkið eldflaug á loft, sem THAAD-kerfið svokallaða greindi og er það í fyrsta sinn sem það gerist, en það var gangsett þann 1. maí. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði um nýjasta tilraunaskotið í dag og krafðist þess að Norður-Kórea hætti eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum sínum. Han Min-koo, varnarmálaráðherra Suður-Kóreu greindi þingmönnum í dag frá nýjustu vendingum og sagði tilraunaskot Norður-Kóreu á sunnudaginn hafa heppnast. Hann sagði þá eldflaug vera nýja gerð af eldflaugum sem ítrekað hefði misheppnast að skjóta á loft. Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa eldflaugar og kjarnorkuvopn sem þeir geta notað til mögulegra árása á Bandaríkin. Þeir segja vopnaþróun sína þó alfarið í varnarskyni gegn árásargirni Bandaríkjanna. Þeir segja tilraunaskotið á sunnudaginn sýna fram á að þeir hafi þróað eldflaug sem gæti borið kjarnorkuvopn. Öryggisráðið sendi í dag frá sér samhljóma yfirlýsingu um að nauðsynlegt væri að minnka spennu á svæðinu og að Norður-Kórea hætti viðleitni sinni við að koma upp kjarnorkuvopnum. Til greina kemur að herða enn frekar viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Þvingunum var fyrst beitt árið 2006 og hafa þær verið hertar mjög síðan vegna fimm kjarnorkusprenginga í tilraunaskyni og vegna tveggja tilraunaskota langdrægna eldflauga. Norður-Kóreu hefur að undanförnu hótað sjöttu tilraunasprengingunni.
Norður-Kórea Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira