Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 24-29 | Valsmenn komnir í lykilstöðu Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. maí 2017 23:00 Anton Rúnarsson skoraði sex mörk fyrir Val. vísir/eyþór Valsmenn stigu risaskref í átt að Íslandsmeistaratitlinum með 29-24 sigri á FH í Kaplakrika í kvöld en með sigri á heimavelli fimmtudaginn kemur verða Valsmenn krýndir Íslandsmeistarar. Valsmenn höfðu frumkvæðið nánast allan leikinn og með öflugum varnarleik og löngum en árangursríkum sóknum héldu Valsmenn andstæðingum sínum í fínni fjarlægð allan leikinn. Með varnarleiknum kom markvarslan hjá Valsmönnum en hjá FH komst hún aldrei á flug og áttu Hafnfirðingar fá svör og þurfa því að vinna í Valsheimilinu á nýjan leik til þess að koma þessu í oddaleik. Deildarmeistarar FH höfðu jafnað metin með þriggja marka sigri í Valsheimilinu á dögunum eftir sigur Vals í Kaplakrika miðvikudeginum áður. Fyrri hálfleikur í kvöld var kaflaskiptur, bæði lið tóku langa kafla þar sem liðunum gekk bölvanlega að skora en Valsmenn voru þó ívið sterkari og héldu frumkvæðinu. Gestirnir náðu um tíma fjögurra marka forskoti en FH-ingar komust inn í leikinn á ný og gátu jafnað metin skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks tveimur mönnum fleiri en þess í stað voru það Valsmenn sem bættu við. Leiddu þeir 12-14 í hálfleik en í upphafi seinni hálfleiks gekk liðunum illa að halda fullu liði inn á og skiptust liðin á mörkum á þessum tímapunkti. Náði FH að koma muninum niður í eitt mark í stöðunni 15-16 en Valsmenn breyttu því í fjögurra marka forskot með góðri rispu en FH-ingar náðu aldrei að brúa það bil. Á þeim tímapunkti var Sigurður Ólafsson í marki Valsmanna að taka gríðarlega mikilvæga bolta og kom í veg fyrir öll áhlaup FH en fyrir hvert mark FH náði Valur að lauma inn marki, oft eftir fráköst eða langar sóknir sem virtust vera að renna út. Fór svo að Valsmenn fögnuðu að lokum þessum fimm marka sigri og eru komnir með ilminn af meistaratitlinum en þeir þurfa sigur gegn FH á fimmtudaginn til að tryggja sér titilinn. FH-ingar voru einfaldlega alltaf að eltast við gestina í kvöld og tæknifeilar á báðum endum vallarins kostuðu liðið. Á löngum köflum skorti að leikmenn væru tilbúnir að taka af skarið í sóknarleiknum en varnarlega misstu þeir of oft einbeitinguna á lokasekúndum sókna Valsmanna. Þeir hafa þó sýnt það áður að þeir geta farið í hvaða höll sem er og fagnað sigri og gæti það því vel talið líklegt að það þurfi oddaleik til að knýja fram úrslit í þessu einvígi tveggja bestu liða landsins.Mörk FH (víti): Ásbjörn Friðriksson 5 (4) Einar Rafn Eiðsson 5 Arnar Freyr Ársælsson 4 Óðinn Þór Ríkharðsson 3 Gísli Þorgeir Kristjánsson 3 Jóhann Karl Reynisson 2 Ágúst Birgisson 1 Ísak Rafnsson 1Varin skot (víti): Birkir Fannar Bragason 9 (0/1) Ágúst Elí Björgvinsson 0 (0/1)Mörk Vals (víti): Anton Rúnarsson 6 Sveinn Aron Sveinsson 5 Orri Freyr Gíslason 3 Ólafur Ægir Ólafsson 3 Heiðar Þór Aðalsteinsson 3 Alexander Örn Júlíusson 3 Atli Már Báruson 2 Ýmir Örn Gíslason 1 Vignir Stefánsson 1 Sveinn José Rivera 1 Atli Karl Bachmann 1Varin skot (víti): Sigurður Ingiberg Ólafsson 7 (0/2) Hlynur Morthens 7 (0/2) Guðlaugur: Spilum yfirleitt best þegar mest á reynirÓskar Bjarni og Guðlaugur, þjálfarateymi Vals, að gefa sínum mönnum skipanir í kvöld.Vísir/Eyþór„Þetta er auðvitað ofboðslega góð staða en það er enn nóg eftir, við þurfum að vinna einn leik til viðbótar og við verðum klárir á fimmtudaginn,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfari Valsmanna, sáttur þegar sigurinn var í höfn. „Við komum inn í þetta einvígi ekki með heimavallarréttinn og við vissum alltaf að við myndum þurfa að vinna einhvern leik hérna í Kaplakrika. Því miður töpuðum við á heimavelli en núna er það í okkar höndum að klára þetta á heimavelli.“ Reynsla Valsmanna af stórum leikjum í vetur hefur reynst liðinu dýrmæt. „Ég held að við séum að njóta góðs af því að við höfum verið að spila alla þessa stóru leiki eftir áramót. Okkur líður vel þegar spennustigið er hátt og við spilum yfirleitt best þegar mest á reynir.“ Valsmenn leiddu stærstan hluta leiksins og var sigurinn verðskuldaður. „Við náðum frumkvæðinu snemma fyrri hálfleiks og stýrðum leiknum en FH er með það gott lið að alltaf þegar við slökuðum á refsuðu þeir okkur með áhlaupi. Við náðum að halda sjó og spila grunnatriðin vel sem skiluðu þessum sigri.“ Framundan er heimaleikur þar sem sigur þýðir að Valsmenn eru Íslandsmeistarar. „Það er pressa í öllum þessum leikjum, við fáum möguleika til að klára þetta á heimavelli á fimmtudaginn og við viljum klára þetta þar.“ Ásbjörn: Áttum kannski ekkert annað skilið út úr þessum leikÁsbjörn nýtti öll vítaköst sín í leiknum í kvöld en hér skorar hún einu af þeim.Vísir/Eyþór„Mér fannst við flottir fyrstu tíu mínúturnar en við hleypum Valsmönnum í forskot þegar við erum að fara illa með góð færi,“ sagði Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, svekktur að leikslokum. „Við áttum í erfiðleikum með að brúa þennan mun það sem eftir lifði leiksins, alltaf þegar við vorum að saxa á forskotið þá setja þeir mörk á mikilvægum stundum.“ Ásbjörn sagði FH-inga geta gert betur á báðum endum vallarins. „Það stóðum vörnina ekki nægilega vel í dag og við vorum bara klaufar í sókninni. Það var kannski lýsandi fyrir okkar leik hversu vel þeir ná að nýta sér það og kannski áttum við ekkert annað skilið úr þessum leik,“ sagði Ásbjörn og hélt áfram: „Þú skapar þér þína eigin heppni og þetta er oft svona í þessum leikjum, stöngin inn eða út. Við þurfum bara að mæta til leiks á fimmtudaginn og spila betur en í dag.“ Framundan er hreinræktaður úrslitaleikur fyrir FH. „Við vitum hvað við getum og við þurfum að mæta fullir sjálftrausts á fimmtudaginn, við vitum að við getum unnið þá og við erum búnir að koma okkur í þessa stöðu. Það er gott að þessi leikur sé strax á fimmtudaginn því við fáum strax tækifæri til að svara fyrir þetta og það væri geggjað að fá oddaleik hérna á sunnudaginn.“ Anton: Aðrir leikmenn þurftu að stíga upp og vinna þetta stríðAnton ræðst til atlögu í kvöld.Vísir/Eyþór„Þetta var mjög mikilvægur sigur og staðan er vissulega góð en þetta er ekki búið enn,“ sagði Anton Rúnarsson, leikmaður Vals, hógvær í viðtölum eftir leik. „Við söknuðum Josip í dag en þá vissum við að það þyrftu bara aðrir leikmenn að stíga upp og vinna þetta stríð sem heldur áfram á fimmtudaginn.“ Anton sagði leikmenn vera orðna vana því að spila jafn stóra leiki og þessa. „Við erum nokkrir hérna uppaldnir Valsarar sem erum vanir því að vinna titla og það er mikið hefð fyrir því hjá félaginu. Það hefur hjálpað okkur í þessum leikjum.“ Anton tók undir að sigurinn hefði verið verðskuldaður. „Við vorum að spila vel allan leikinn og vorum með yfirhöndina nánast allan leikinn. Mér fannst eins og við vildum þetta meira og þá detta oft litlu hlutirnir fyrir manni.“24-29 (Leik lokið): Gríðarlega mikilvægur sigur Vals staðreynd og eru Valsmenn einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum eftir sannfærandi og verðskuldaðan sigur.23-28 (59. mínúta): Óskar Bjarni tekur leikhlé þegar 93 sekúndur eru eftir, FH-inga eru í maður-á mann vörn en það þarf kraftaverk til að bjarga þessu.22-28 (58. mínúta): Orri fær tvær mínútur en þetta er of seint, FH-ingar eru farnir að týnast út enda tíminn að renna út.22-27 (57. mínúta): Einar reynir að skrúfa boltann framhjá Sigga sem kastar sér á eftir boltanum og bjargar á línunni. Stuðningsmenn Valsmenn eru komnir í kóngadansinn á ný en á sama tíma eru FH-ingar á förum.22-27 (57. mínúta): Atli Már bætir við marki og stuttu síðar er það nafni hans Atli Karl eftir hraðaupphlaup. Valsmenn eru að klára þetta hérna.22-25 (56. mínúta): Aftur kemur Gísli með sjónvarpssendingu af bestu gerð en liðsfélagar hans nýta það ekki. Siggi tekur annað hraðaupphlaupsskotið frá Óðni. Kemur ekki að sök þar sem FH heldur boltanum og Einar minnkar muninn.21-25 (55. mínúta): Anton galopnar vörn FH og finnur Atla Má á línunni en Birkir tekur þetta, Valsmenn halda þó boltanum.21-25 (54. mínútur): Siggi hundóánægður með Óðinn og fer að dómaranum og lætur hann heyra það. Skot Óðins af stuttu færi fór í andlitið á Sigurði en það var sem betur fer ekki fast.21-25 (54. mínúta): Þarna var Valsvörnin galopnuð. Gísli fékk auða flugbraut í gengum miðja vörnina en Orri hirðir frákastið hinumegin eftir varinn bolta hjá Birki og bætir við á ný.20-24 (53. mínúta): Enn og aftur ná Valsmenn að klára langa sókn með marki, FH-ingar missa alltaf einbeitinguna í augnablik sem hleypir Valsmönnum í gegn og þeir halda þessu góða forskoti. Halldór tekur leikhlé þegar tæplega rúmlega sjö mínútur eru eftir.19-23 (50. mínúta): Viljinn er Valsmanna! Birkir tekur skot frá Ólafi Ægi en hann rífur frákastið frá tveimur FH-ingum og klárar færið einn umkringdur FH-ingum.18-21 (48. mínúta): Aftur minnka FH-ingar muninn en þeir þurfa að fara að fá stopp í vörninni þegar það skiptir máli. Valsmenn eru oft að ná að klára vel þegar hendur dómaranna eru komnar í loft upp.17-20 (46. mínúta): Það er hiti í Gísla en Ásbjörn og Halldór Jóhann róa hann niður eftir að sá síðarnefndi minnkaði muninn af vítalínunni.16-20 (44. mínúta): Sigurður er bara búinn að múra fyrir markið. Komin með fjóra eða fimm bolta á síðustu mínútum, nú síðast fékk Óðinn að koma úr hraðaupphlaupi en Siggi las hann.16-20 (43. mínúta): Einar Rafn minnkar muninn þegar hann kemur með seinni bylgjunni en Anton svarar með þrumufleyg þegar hendur dómaranna eru komnar upp í loft. Það er byr í seglum Valsmanna þessa stundina, allt mun auðveldara fyrir þá rauðklæddu.15-19 (42. mínúta): Sigurður Ingiberg sem kom inn af bekknum í hálfleik hefur byrjað þetta af krafti og grípur hérna skot frá Einari Rafni.15-19 (41. mínúta): Halldór Jóhann, þjálfari FH, tekur annað leikhlé sitt eftir frábæran kafla Valsmanna sem kórónast af því að þegar Ágúst ætlar að koma boltanum á Óðinn í hraðaupphlaupi les Anton hann, stekkur upp og grípur boltann og keyrir á FH-vörnina sem er í engu jafnvægi og kemur engum vörnum við.15-18 (38. mínúta): Ásbjörn sér ekki þegar Alexander kemur inn af bekknum eftir brottvísun og kastar boltanum frá sér. Anton skorar í autt netið og stuðningsmannasveit Valsmanna tekur við sér og dansar kónga-dans meðfram stúkunni.15-16 (37. mínúta): Fimmta eða sjötta brottvísun seinni hálfleiksins þýðir að það er jafnt í liðunum á nýjan leik. Ágúst mætir Ými með hendurnar á lofti og fer beint í andlitið á honum. Getur lítið mótmælt þessu þótt hann reyni.14-16 (36. mínúta): Dómararnir ekki að leyfa leikmönnum að komast upp með neitt múður þessa stundina. Nú fer Alexander Örn á bekkinn fyrir að hrinda Einari í lok skotsins. Hans önnur brottvísun.14-15 (34. mínúta): Valsmenn gríðarlega ósáttir, FH-ingar taka laaaanga sókn sem tekur líklegast hátt í tvær mínútur en sækja sífellt aukakast til að tefja tímann. Þetta endar með að Einar Rafn minnkar metin beint úr aukakasti þegar Valsmenn eru allir að einblína á skytturnar.13-15 (33. mínúta): Valsmenn ekki lengi að finna glufu gegn fjórum varnarmönnum, koma boltanum á Orra á línunni sem klárar vel.13-14 (32. mínúta): Óðinn byrjar á að minnka muninn úr þröngu færi úr horninu en hinumegin fær Ísak tvær mínútur fyrir að fara með hendurnar í andlit Ólafs Ægis. Á meðan þetta er skrifað fær Arnar Freyr aðra brottvísun og eru FH-ingar því tveimur færir næstu tæplega tvær mínúturnar.12-14 (31. mínúta): Þá flauta dómarar leiksins síðari hálfleikinn á. Tekst FH-ingum að snúa leiknum sér í hag hér á heimavelli?Hálfleikstölfræði: Valsmenn eru komnir með fimm brottvísanir í röð eftir að Jóhann fékk fyrstu brottvísun leiksins og einu brottvísun FH en meira um þetta má lesa á hinum stórgóða vef HB Statz.Hálfleikstölfræði: Hjá FH dreifist markaskorunin betur, Arnar Freyr er atkvæðamestur með þrjú mörk en Óðinn, Jóhann Karl og Einar eru allir komnir með tvö. Í vörninni hefur aðeins Jóhann Birgir fengið brottvísun.Hálfleikstölfræði: Sveinn Aron hefur borið af í sóknarleiknum hjá Val með fimm mörk en Anton og Alexander eru með tvö mörk hvor. Í vörninni er Ýmir með þrjár löglegar stöðvanir en er kominn með tvær brottvísanir og þarf því að gæta sín.12-14 (Hálfleikur): Kaflaskiptum fyrri hálfleik lokið, HBStatz á Twitter bendir á að FH-ingar léku í níu mínútur án marks en Valsmenn fylgdu því eftir með sjö mínútum án marks12-14 (Hálfleikur): Klaufalegt, hleypa Antoni í skot þegar nokkrar sekúndur eru eftir eftir langa sóknarlotu Valsmanna og hafa ekki tíma til að svara. Gat í raun ekki farið betur fyrir Valsmenn sem leystu vel úr þessum lokasekúndum.12-13 (30. mínúta): Tveimur fleiri minnkar Óðinn Þór muninn fyrir FH-inga sem fara í vörn og geta með góðri vörn hér jafnað metin fyrir lok fyrri hálfleiks.11-13 (29. mínúta): Valsmenn taka leikhlé þegar tæplega ein og hálf er eftir af fyrri hálfleik. Og hvað er þetta? Valsmenn gleyma að þeir eru manni færri, Hlynur fer í markið þegar Valsmenn eru í sókn og dómararnir stöðva leik enda Valsmenn með of marga inn á vellinum. Þetta eru tvær mínútur á Hlyn. Hrikalega klaufalegt og hann virkar hálf skömmustulegur á bekknum þessi reynslumikli leikmaður.11-13 (28. mínúta): Valsmenn fara í 4-2 vörn og reyna að klippa á bæði Ásbjörn og Gísla en missa Alexander af velli með brottvísun fyrir að hanga aftaní Einari. FH-ingar eru fljótir að nýta liðsmuninn og minnka þetta í tvö mörk á ný.10-12 (26. mínúta): Manni færri stelur Heiðar Örn boltanum og kemst í hraðaupphlaup en Birgir Fannar nær að loka á hann og Arnar minnkar muninn hinumegin í staðin.9-11 (25. mínúta): FH-ingar sleppa þarna, reyna sirkús-markið sem virðist vera orðinn hluti af leikbókinni þeirra en Gísli missir boltann. Þaðan fer boltinn beint í hendur Jóhanns Karls sem klárar einn af línunni.8-11 (24. mínúta): Heimir kallar Orra og Einar Rafn til sín til að róa þá, Einar Rafn var ósáttur með bjarnarfaðmlagið sem Orri bauð upp á en Orri hafði gaman af og glotti yfir reiðiskasti Einars.8-10 (22. mínúta): Valsmenn svara um hæl, Alexander Örn nær að klára skotið þrátt fyrir brot og laumar honum í fjær.8-8 (21. mínúta): Allt annað hjá FH-ingum, þeir bíða eftir besta skotinu og eru að finna betri lausnir. Ískak klárar hraðaupphlaup og jafnar metin á ný.6-8 (19. mínúta): Valsmenn aftur komnir í 5-1 vörn með Ými framarlega til að trufla en Gísli finnur Jóhann Karl inn á línunni sem skorar með þrjá menn á bakinu.5-8 (16. mínúta): Gísli keyrir á vörnina, sækir vítakast og tvær mínútur á Ými. Ásbjörn stöðvar blæðinguna eftir fimm mörk í röð frá Valsmönnum.4-8 (16. mínúta): Jóhann Birgir fer niður eftir samskipti við Ými og leikmenn liðanna fara að kítast. Valsmönnum finnst hann hafa gert mikið úr snertingunni en Ýmir fær gult spjald og leikur heldur áfram.4-8 (15. mínúta): Eftir leikhlé kasta FH-ingar boltanum frá sér og Sveinn Aron bætir við eftir hraðaupphlaup.4-7 (13. mínúta): Halldór Jóhann kominn með leikhlésspjaldið í hendurnar. FH-ingar hafa verið að fara í óþarfa erfið skot undanfarnar mínútur en varnarleikurinn hefur verið götóttur. Sveinn Aron er kominn með þrjú mörk úr horninu.4-5 (12. mínúta): FH-ingar reyna að nýta 5-1 vörnina sem er búin að reynast Valsmönnum svo vel í vetur en gestirnir eru að finna glufur. Núna er Sveinn Aron skilinn eftir galopinn í horninu.4-4 (9. mínúta): Ussususs. Konfekt-sending yfir allan völlin frá Gísla á Arnar Frey sem kemur inn úr horninu en Hlynur les hann og tekur þriðja bolta sinn í leiknum. Hinumegin fær Vignir að koma inn úr horninu og jafnar metin.4-3 (7. mínúta): Birkir Fannar tekur annan bolta sinn í leiknum og hinumegin kemst FH yfir í fyrsta sinn í leiknum. Gísli hótar skotinu en sér um leið Óðinn einan í horninu.3-3 (6. mínúta): Gísli svífur hátt um loftin og fer í skotið sem Hlynur ræður ekki við, Sveini Aroni er vísað af velli eftir markið fyrir að hrinda Gísla í loftinu.1-2 (5. mínúta): Orri nær að klára vel eftir línusendingu frá Antoni og veiðir Jóhann Birgi af velli um leið. Jóhann fékk gult í sókninni á undan fyrir að ríghalda í Orra en nú hefur Valsmaðurinn betur.1-1 (3. mínúta): Valsmenn brjóta ísinn. Alexander Örn fær að fara upp rétt innan við punktalínuna en Einar Rafn svarar með skoti af svipuðu færi eftir langa sókn.0-0 (1. mínúta): Anton fer í erfitt skot sem fer hátt yfir, hinumegin finnur Ásbjörn stóra manninn, Ágúst, á línunni en Hlynur tekur skotið.0-0 (1. mínúta): Við erum farin af stað og það er enn nóg af sætum Valsmegin. Ákveðin vonbrigði en þeirra menn hefja leik og halda í sókn.Fyrir leik: Tíu mínútur til leiks og leikmenn halda inn til búningsklefa til að fara yfir síðustu orðin. Hér eru strobe-ljós og eitthvað fleira í þeim dúr framundan.Fyrir leik: Það er ekki að sjá að pistill Valsmanna á Facebook hafi skilað miklu. Það er orðið ansi þétt FH-megin í stúkunni en ég áætla að það séu svona 100 manns mættir í rauðu stúkuna.Fyrir leik: Vekur athygli að Josip Juric Grgic, króatíska skytta Valsmanna, er ekki á skýrslu í kvöld. Hann er í borgarlegum klæðum á bekknum, gallabuxum og stuttermabol. Hann er því líklegast meiddur en það er stórt skarð fyrir Valsmenn til að fylla.Fyrir leik: Þessi ljómandi hamborgarailmur tekur á móti gestum við innkomuna í FH-húsið. Ef einhver á grillinu er á vaktinni má senda fjóra í blaðamannastúkuna.Fyrir leik: Þá opnast flóðgáttirnar. Hálftíma fyrir leik er hleypt inn í húsið og það streymir strax í FH-stúkuna. Nokkrir mættir Valsmegin en heldur fámenna. Hér er pláss fyrir rúmlega tvö þúsund manns og við eigum von á hita.Fyrir leik: FH-ingar hafa átt þrjá bestu leikmenn einvígisins samkvæmt tölfræðikerfi HB Statz en þar er hinn sautján ára gamli Gísli Þorgeir efstur á lista. Ekki amaleg frumraun á stærsta sviðinu. Hefur Ágúst Birgisson verið öflugasti varnarmaðurinn en Gísli, Einar Rafn og Ásbjörn öflugustu sóknarmennirnir.Fyrir leik: Það verður fróðlegt að sjá mætingu stuðningsmanna Vals í kvöld en kallað var eftir fjölmenni á Facebook-síðu Valsmanna í dag eftir misgóða mætingu í fyrstu tveimur leikjunum. Stuðningsmannasveit þeirra hefur þó staðið sig með prýði.Fyrir leik: Þetta eru sigursælustu félög landsins en það er langt síðan liðin hömpuðu síðast Íslandsmeistaratitlinum. FH-ingar urðu síðast meistarar 2011 en tíu ár eru síðan Valsmenn urðu síðast meistarar, þá eftir sigur í deildarkeppninni. Síðasti titill Valsmanna eftir úrslitakeppnina kom fyrir nítján árum síðan.Fyrir leik: FH-ingar svöruðu fyrir það með sigri í Valshöllinni þar sem Gísli Þorgeir Kristjánsson fór á kostum og kom sínum mönnum yfir línuna í 28-25 sigri.Fyrir leik: Liðin hafa unnið sitt hvorn leikinn til þessa en báðir sigrarnir hafa unnist á útivelli. Valsmenn urðu fyrstir til að sigra FH í úrslitakeppninni þetta árið hér fyrir tæplega viku síðan er Valsmenn unnu 28-24 sigur.Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með okkur í beina textalýsingu frá leik þrjú á milli FH og Vals í úrslitum Olís-deildar karla úr Kaplakrika en sigurvegari leiks kvöldsins tekur risaskref í átt að titlinum Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Valsmenn stigu risaskref í átt að Íslandsmeistaratitlinum með 29-24 sigri á FH í Kaplakrika í kvöld en með sigri á heimavelli fimmtudaginn kemur verða Valsmenn krýndir Íslandsmeistarar. Valsmenn höfðu frumkvæðið nánast allan leikinn og með öflugum varnarleik og löngum en árangursríkum sóknum héldu Valsmenn andstæðingum sínum í fínni fjarlægð allan leikinn. Með varnarleiknum kom markvarslan hjá Valsmönnum en hjá FH komst hún aldrei á flug og áttu Hafnfirðingar fá svör og þurfa því að vinna í Valsheimilinu á nýjan leik til þess að koma þessu í oddaleik. Deildarmeistarar FH höfðu jafnað metin með þriggja marka sigri í Valsheimilinu á dögunum eftir sigur Vals í Kaplakrika miðvikudeginum áður. Fyrri hálfleikur í kvöld var kaflaskiptur, bæði lið tóku langa kafla þar sem liðunum gekk bölvanlega að skora en Valsmenn voru þó ívið sterkari og héldu frumkvæðinu. Gestirnir náðu um tíma fjögurra marka forskoti en FH-ingar komust inn í leikinn á ný og gátu jafnað metin skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks tveimur mönnum fleiri en þess í stað voru það Valsmenn sem bættu við. Leiddu þeir 12-14 í hálfleik en í upphafi seinni hálfleiks gekk liðunum illa að halda fullu liði inn á og skiptust liðin á mörkum á þessum tímapunkti. Náði FH að koma muninum niður í eitt mark í stöðunni 15-16 en Valsmenn breyttu því í fjögurra marka forskot með góðri rispu en FH-ingar náðu aldrei að brúa það bil. Á þeim tímapunkti var Sigurður Ólafsson í marki Valsmanna að taka gríðarlega mikilvæga bolta og kom í veg fyrir öll áhlaup FH en fyrir hvert mark FH náði Valur að lauma inn marki, oft eftir fráköst eða langar sóknir sem virtust vera að renna út. Fór svo að Valsmenn fögnuðu að lokum þessum fimm marka sigri og eru komnir með ilminn af meistaratitlinum en þeir þurfa sigur gegn FH á fimmtudaginn til að tryggja sér titilinn. FH-ingar voru einfaldlega alltaf að eltast við gestina í kvöld og tæknifeilar á báðum endum vallarins kostuðu liðið. Á löngum köflum skorti að leikmenn væru tilbúnir að taka af skarið í sóknarleiknum en varnarlega misstu þeir of oft einbeitinguna á lokasekúndum sókna Valsmanna. Þeir hafa þó sýnt það áður að þeir geta farið í hvaða höll sem er og fagnað sigri og gæti það því vel talið líklegt að það þurfi oddaleik til að knýja fram úrslit í þessu einvígi tveggja bestu liða landsins.Mörk FH (víti): Ásbjörn Friðriksson 5 (4) Einar Rafn Eiðsson 5 Arnar Freyr Ársælsson 4 Óðinn Þór Ríkharðsson 3 Gísli Þorgeir Kristjánsson 3 Jóhann Karl Reynisson 2 Ágúst Birgisson 1 Ísak Rafnsson 1Varin skot (víti): Birkir Fannar Bragason 9 (0/1) Ágúst Elí Björgvinsson 0 (0/1)Mörk Vals (víti): Anton Rúnarsson 6 Sveinn Aron Sveinsson 5 Orri Freyr Gíslason 3 Ólafur Ægir Ólafsson 3 Heiðar Þór Aðalsteinsson 3 Alexander Örn Júlíusson 3 Atli Már Báruson 2 Ýmir Örn Gíslason 1 Vignir Stefánsson 1 Sveinn José Rivera 1 Atli Karl Bachmann 1Varin skot (víti): Sigurður Ingiberg Ólafsson 7 (0/2) Hlynur Morthens 7 (0/2) Guðlaugur: Spilum yfirleitt best þegar mest á reynirÓskar Bjarni og Guðlaugur, þjálfarateymi Vals, að gefa sínum mönnum skipanir í kvöld.Vísir/Eyþór„Þetta er auðvitað ofboðslega góð staða en það er enn nóg eftir, við þurfum að vinna einn leik til viðbótar og við verðum klárir á fimmtudaginn,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfari Valsmanna, sáttur þegar sigurinn var í höfn. „Við komum inn í þetta einvígi ekki með heimavallarréttinn og við vissum alltaf að við myndum þurfa að vinna einhvern leik hérna í Kaplakrika. Því miður töpuðum við á heimavelli en núna er það í okkar höndum að klára þetta á heimavelli.“ Reynsla Valsmanna af stórum leikjum í vetur hefur reynst liðinu dýrmæt. „Ég held að við séum að njóta góðs af því að við höfum verið að spila alla þessa stóru leiki eftir áramót. Okkur líður vel þegar spennustigið er hátt og við spilum yfirleitt best þegar mest á reynir.“ Valsmenn leiddu stærstan hluta leiksins og var sigurinn verðskuldaður. „Við náðum frumkvæðinu snemma fyrri hálfleiks og stýrðum leiknum en FH er með það gott lið að alltaf þegar við slökuðum á refsuðu þeir okkur með áhlaupi. Við náðum að halda sjó og spila grunnatriðin vel sem skiluðu þessum sigri.“ Framundan er heimaleikur þar sem sigur þýðir að Valsmenn eru Íslandsmeistarar. „Það er pressa í öllum þessum leikjum, við fáum möguleika til að klára þetta á heimavelli á fimmtudaginn og við viljum klára þetta þar.“ Ásbjörn: Áttum kannski ekkert annað skilið út úr þessum leikÁsbjörn nýtti öll vítaköst sín í leiknum í kvöld en hér skorar hún einu af þeim.Vísir/Eyþór„Mér fannst við flottir fyrstu tíu mínúturnar en við hleypum Valsmönnum í forskot þegar við erum að fara illa með góð færi,“ sagði Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, svekktur að leikslokum. „Við áttum í erfiðleikum með að brúa þennan mun það sem eftir lifði leiksins, alltaf þegar við vorum að saxa á forskotið þá setja þeir mörk á mikilvægum stundum.“ Ásbjörn sagði FH-inga geta gert betur á báðum endum vallarins. „Það stóðum vörnina ekki nægilega vel í dag og við vorum bara klaufar í sókninni. Það var kannski lýsandi fyrir okkar leik hversu vel þeir ná að nýta sér það og kannski áttum við ekkert annað skilið úr þessum leik,“ sagði Ásbjörn og hélt áfram: „Þú skapar þér þína eigin heppni og þetta er oft svona í þessum leikjum, stöngin inn eða út. Við þurfum bara að mæta til leiks á fimmtudaginn og spila betur en í dag.“ Framundan er hreinræktaður úrslitaleikur fyrir FH. „Við vitum hvað við getum og við þurfum að mæta fullir sjálftrausts á fimmtudaginn, við vitum að við getum unnið þá og við erum búnir að koma okkur í þessa stöðu. Það er gott að þessi leikur sé strax á fimmtudaginn því við fáum strax tækifæri til að svara fyrir þetta og það væri geggjað að fá oddaleik hérna á sunnudaginn.“ Anton: Aðrir leikmenn þurftu að stíga upp og vinna þetta stríðAnton ræðst til atlögu í kvöld.Vísir/Eyþór„Þetta var mjög mikilvægur sigur og staðan er vissulega góð en þetta er ekki búið enn,“ sagði Anton Rúnarsson, leikmaður Vals, hógvær í viðtölum eftir leik. „Við söknuðum Josip í dag en þá vissum við að það þyrftu bara aðrir leikmenn að stíga upp og vinna þetta stríð sem heldur áfram á fimmtudaginn.“ Anton sagði leikmenn vera orðna vana því að spila jafn stóra leiki og þessa. „Við erum nokkrir hérna uppaldnir Valsarar sem erum vanir því að vinna titla og það er mikið hefð fyrir því hjá félaginu. Það hefur hjálpað okkur í þessum leikjum.“ Anton tók undir að sigurinn hefði verið verðskuldaður. „Við vorum að spila vel allan leikinn og vorum með yfirhöndina nánast allan leikinn. Mér fannst eins og við vildum þetta meira og þá detta oft litlu hlutirnir fyrir manni.“24-29 (Leik lokið): Gríðarlega mikilvægur sigur Vals staðreynd og eru Valsmenn einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum eftir sannfærandi og verðskuldaðan sigur.23-28 (59. mínúta): Óskar Bjarni tekur leikhlé þegar 93 sekúndur eru eftir, FH-inga eru í maður-á mann vörn en það þarf kraftaverk til að bjarga þessu.22-28 (58. mínúta): Orri fær tvær mínútur en þetta er of seint, FH-ingar eru farnir að týnast út enda tíminn að renna út.22-27 (57. mínúta): Einar reynir að skrúfa boltann framhjá Sigga sem kastar sér á eftir boltanum og bjargar á línunni. Stuðningsmenn Valsmenn eru komnir í kóngadansinn á ný en á sama tíma eru FH-ingar á förum.22-27 (57. mínúta): Atli Már bætir við marki og stuttu síðar er það nafni hans Atli Karl eftir hraðaupphlaup. Valsmenn eru að klára þetta hérna.22-25 (56. mínúta): Aftur kemur Gísli með sjónvarpssendingu af bestu gerð en liðsfélagar hans nýta það ekki. Siggi tekur annað hraðaupphlaupsskotið frá Óðni. Kemur ekki að sök þar sem FH heldur boltanum og Einar minnkar muninn.21-25 (55. mínúta): Anton galopnar vörn FH og finnur Atla Má á línunni en Birkir tekur þetta, Valsmenn halda þó boltanum.21-25 (54. mínútur): Siggi hundóánægður með Óðinn og fer að dómaranum og lætur hann heyra það. Skot Óðins af stuttu færi fór í andlitið á Sigurði en það var sem betur fer ekki fast.21-25 (54. mínúta): Þarna var Valsvörnin galopnuð. Gísli fékk auða flugbraut í gengum miðja vörnina en Orri hirðir frákastið hinumegin eftir varinn bolta hjá Birki og bætir við á ný.20-24 (53. mínúta): Enn og aftur ná Valsmenn að klára langa sókn með marki, FH-ingar missa alltaf einbeitinguna í augnablik sem hleypir Valsmönnum í gegn og þeir halda þessu góða forskoti. Halldór tekur leikhlé þegar tæplega rúmlega sjö mínútur eru eftir.19-23 (50. mínúta): Viljinn er Valsmanna! Birkir tekur skot frá Ólafi Ægi en hann rífur frákastið frá tveimur FH-ingum og klárar færið einn umkringdur FH-ingum.18-21 (48. mínúta): Aftur minnka FH-ingar muninn en þeir þurfa að fara að fá stopp í vörninni þegar það skiptir máli. Valsmenn eru oft að ná að klára vel þegar hendur dómaranna eru komnar í loft upp.17-20 (46. mínúta): Það er hiti í Gísla en Ásbjörn og Halldór Jóhann róa hann niður eftir að sá síðarnefndi minnkaði muninn af vítalínunni.16-20 (44. mínúta): Sigurður er bara búinn að múra fyrir markið. Komin með fjóra eða fimm bolta á síðustu mínútum, nú síðast fékk Óðinn að koma úr hraðaupphlaupi en Siggi las hann.16-20 (43. mínúta): Einar Rafn minnkar muninn þegar hann kemur með seinni bylgjunni en Anton svarar með þrumufleyg þegar hendur dómaranna eru komnar upp í loft. Það er byr í seglum Valsmanna þessa stundina, allt mun auðveldara fyrir þá rauðklæddu.15-19 (42. mínúta): Sigurður Ingiberg sem kom inn af bekknum í hálfleik hefur byrjað þetta af krafti og grípur hérna skot frá Einari Rafni.15-19 (41. mínúta): Halldór Jóhann, þjálfari FH, tekur annað leikhlé sitt eftir frábæran kafla Valsmanna sem kórónast af því að þegar Ágúst ætlar að koma boltanum á Óðinn í hraðaupphlaupi les Anton hann, stekkur upp og grípur boltann og keyrir á FH-vörnina sem er í engu jafnvægi og kemur engum vörnum við.15-18 (38. mínúta): Ásbjörn sér ekki þegar Alexander kemur inn af bekknum eftir brottvísun og kastar boltanum frá sér. Anton skorar í autt netið og stuðningsmannasveit Valsmanna tekur við sér og dansar kónga-dans meðfram stúkunni.15-16 (37. mínúta): Fimmta eða sjötta brottvísun seinni hálfleiksins þýðir að það er jafnt í liðunum á nýjan leik. Ágúst mætir Ými með hendurnar á lofti og fer beint í andlitið á honum. Getur lítið mótmælt þessu þótt hann reyni.14-16 (36. mínúta): Dómararnir ekki að leyfa leikmönnum að komast upp með neitt múður þessa stundina. Nú fer Alexander Örn á bekkinn fyrir að hrinda Einari í lok skotsins. Hans önnur brottvísun.14-15 (34. mínúta): Valsmenn gríðarlega ósáttir, FH-ingar taka laaaanga sókn sem tekur líklegast hátt í tvær mínútur en sækja sífellt aukakast til að tefja tímann. Þetta endar með að Einar Rafn minnkar metin beint úr aukakasti þegar Valsmenn eru allir að einblína á skytturnar.13-15 (33. mínúta): Valsmenn ekki lengi að finna glufu gegn fjórum varnarmönnum, koma boltanum á Orra á línunni sem klárar vel.13-14 (32. mínúta): Óðinn byrjar á að minnka muninn úr þröngu færi úr horninu en hinumegin fær Ísak tvær mínútur fyrir að fara með hendurnar í andlit Ólafs Ægis. Á meðan þetta er skrifað fær Arnar Freyr aðra brottvísun og eru FH-ingar því tveimur færir næstu tæplega tvær mínúturnar.12-14 (31. mínúta): Þá flauta dómarar leiksins síðari hálfleikinn á. Tekst FH-ingum að snúa leiknum sér í hag hér á heimavelli?Hálfleikstölfræði: Valsmenn eru komnir með fimm brottvísanir í röð eftir að Jóhann fékk fyrstu brottvísun leiksins og einu brottvísun FH en meira um þetta má lesa á hinum stórgóða vef HB Statz.Hálfleikstölfræði: Hjá FH dreifist markaskorunin betur, Arnar Freyr er atkvæðamestur með þrjú mörk en Óðinn, Jóhann Karl og Einar eru allir komnir með tvö. Í vörninni hefur aðeins Jóhann Birgir fengið brottvísun.Hálfleikstölfræði: Sveinn Aron hefur borið af í sóknarleiknum hjá Val með fimm mörk en Anton og Alexander eru með tvö mörk hvor. Í vörninni er Ýmir með þrjár löglegar stöðvanir en er kominn með tvær brottvísanir og þarf því að gæta sín.12-14 (Hálfleikur): Kaflaskiptum fyrri hálfleik lokið, HBStatz á Twitter bendir á að FH-ingar léku í níu mínútur án marks en Valsmenn fylgdu því eftir með sjö mínútum án marks12-14 (Hálfleikur): Klaufalegt, hleypa Antoni í skot þegar nokkrar sekúndur eru eftir eftir langa sóknarlotu Valsmanna og hafa ekki tíma til að svara. Gat í raun ekki farið betur fyrir Valsmenn sem leystu vel úr þessum lokasekúndum.12-13 (30. mínúta): Tveimur fleiri minnkar Óðinn Þór muninn fyrir FH-inga sem fara í vörn og geta með góðri vörn hér jafnað metin fyrir lok fyrri hálfleiks.11-13 (29. mínúta): Valsmenn taka leikhlé þegar tæplega ein og hálf er eftir af fyrri hálfleik. Og hvað er þetta? Valsmenn gleyma að þeir eru manni færri, Hlynur fer í markið þegar Valsmenn eru í sókn og dómararnir stöðva leik enda Valsmenn með of marga inn á vellinum. Þetta eru tvær mínútur á Hlyn. Hrikalega klaufalegt og hann virkar hálf skömmustulegur á bekknum þessi reynslumikli leikmaður.11-13 (28. mínúta): Valsmenn fara í 4-2 vörn og reyna að klippa á bæði Ásbjörn og Gísla en missa Alexander af velli með brottvísun fyrir að hanga aftaní Einari. FH-ingar eru fljótir að nýta liðsmuninn og minnka þetta í tvö mörk á ný.10-12 (26. mínúta): Manni færri stelur Heiðar Örn boltanum og kemst í hraðaupphlaup en Birgir Fannar nær að loka á hann og Arnar minnkar muninn hinumegin í staðin.9-11 (25. mínúta): FH-ingar sleppa þarna, reyna sirkús-markið sem virðist vera orðinn hluti af leikbókinni þeirra en Gísli missir boltann. Þaðan fer boltinn beint í hendur Jóhanns Karls sem klárar einn af línunni.8-11 (24. mínúta): Heimir kallar Orra og Einar Rafn til sín til að róa þá, Einar Rafn var ósáttur með bjarnarfaðmlagið sem Orri bauð upp á en Orri hafði gaman af og glotti yfir reiðiskasti Einars.8-10 (22. mínúta): Valsmenn svara um hæl, Alexander Örn nær að klára skotið þrátt fyrir brot og laumar honum í fjær.8-8 (21. mínúta): Allt annað hjá FH-ingum, þeir bíða eftir besta skotinu og eru að finna betri lausnir. Ískak klárar hraðaupphlaup og jafnar metin á ný.6-8 (19. mínúta): Valsmenn aftur komnir í 5-1 vörn með Ými framarlega til að trufla en Gísli finnur Jóhann Karl inn á línunni sem skorar með þrjá menn á bakinu.5-8 (16. mínúta): Gísli keyrir á vörnina, sækir vítakast og tvær mínútur á Ými. Ásbjörn stöðvar blæðinguna eftir fimm mörk í röð frá Valsmönnum.4-8 (16. mínúta): Jóhann Birgir fer niður eftir samskipti við Ými og leikmenn liðanna fara að kítast. Valsmönnum finnst hann hafa gert mikið úr snertingunni en Ýmir fær gult spjald og leikur heldur áfram.4-8 (15. mínúta): Eftir leikhlé kasta FH-ingar boltanum frá sér og Sveinn Aron bætir við eftir hraðaupphlaup.4-7 (13. mínúta): Halldór Jóhann kominn með leikhlésspjaldið í hendurnar. FH-ingar hafa verið að fara í óþarfa erfið skot undanfarnar mínútur en varnarleikurinn hefur verið götóttur. Sveinn Aron er kominn með þrjú mörk úr horninu.4-5 (12. mínúta): FH-ingar reyna að nýta 5-1 vörnina sem er búin að reynast Valsmönnum svo vel í vetur en gestirnir eru að finna glufur. Núna er Sveinn Aron skilinn eftir galopinn í horninu.4-4 (9. mínúta): Ussususs. Konfekt-sending yfir allan völlin frá Gísla á Arnar Frey sem kemur inn úr horninu en Hlynur les hann og tekur þriðja bolta sinn í leiknum. Hinumegin fær Vignir að koma inn úr horninu og jafnar metin.4-3 (7. mínúta): Birkir Fannar tekur annan bolta sinn í leiknum og hinumegin kemst FH yfir í fyrsta sinn í leiknum. Gísli hótar skotinu en sér um leið Óðinn einan í horninu.3-3 (6. mínúta): Gísli svífur hátt um loftin og fer í skotið sem Hlynur ræður ekki við, Sveini Aroni er vísað af velli eftir markið fyrir að hrinda Gísla í loftinu.1-2 (5. mínúta): Orri nær að klára vel eftir línusendingu frá Antoni og veiðir Jóhann Birgi af velli um leið. Jóhann fékk gult í sókninni á undan fyrir að ríghalda í Orra en nú hefur Valsmaðurinn betur.1-1 (3. mínúta): Valsmenn brjóta ísinn. Alexander Örn fær að fara upp rétt innan við punktalínuna en Einar Rafn svarar með skoti af svipuðu færi eftir langa sókn.0-0 (1. mínúta): Anton fer í erfitt skot sem fer hátt yfir, hinumegin finnur Ásbjörn stóra manninn, Ágúst, á línunni en Hlynur tekur skotið.0-0 (1. mínúta): Við erum farin af stað og það er enn nóg af sætum Valsmegin. Ákveðin vonbrigði en þeirra menn hefja leik og halda í sókn.Fyrir leik: Tíu mínútur til leiks og leikmenn halda inn til búningsklefa til að fara yfir síðustu orðin. Hér eru strobe-ljós og eitthvað fleira í þeim dúr framundan.Fyrir leik: Það er ekki að sjá að pistill Valsmanna á Facebook hafi skilað miklu. Það er orðið ansi þétt FH-megin í stúkunni en ég áætla að það séu svona 100 manns mættir í rauðu stúkuna.Fyrir leik: Vekur athygli að Josip Juric Grgic, króatíska skytta Valsmanna, er ekki á skýrslu í kvöld. Hann er í borgarlegum klæðum á bekknum, gallabuxum og stuttermabol. Hann er því líklegast meiddur en það er stórt skarð fyrir Valsmenn til að fylla.Fyrir leik: Þessi ljómandi hamborgarailmur tekur á móti gestum við innkomuna í FH-húsið. Ef einhver á grillinu er á vaktinni má senda fjóra í blaðamannastúkuna.Fyrir leik: Þá opnast flóðgáttirnar. Hálftíma fyrir leik er hleypt inn í húsið og það streymir strax í FH-stúkuna. Nokkrir mættir Valsmegin en heldur fámenna. Hér er pláss fyrir rúmlega tvö þúsund manns og við eigum von á hita.Fyrir leik: FH-ingar hafa átt þrjá bestu leikmenn einvígisins samkvæmt tölfræðikerfi HB Statz en þar er hinn sautján ára gamli Gísli Þorgeir efstur á lista. Ekki amaleg frumraun á stærsta sviðinu. Hefur Ágúst Birgisson verið öflugasti varnarmaðurinn en Gísli, Einar Rafn og Ásbjörn öflugustu sóknarmennirnir.Fyrir leik: Það verður fróðlegt að sjá mætingu stuðningsmanna Vals í kvöld en kallað var eftir fjölmenni á Facebook-síðu Valsmanna í dag eftir misgóða mætingu í fyrstu tveimur leikjunum. Stuðningsmannasveit þeirra hefur þó staðið sig með prýði.Fyrir leik: Þetta eru sigursælustu félög landsins en það er langt síðan liðin hömpuðu síðast Íslandsmeistaratitlinum. FH-ingar urðu síðast meistarar 2011 en tíu ár eru síðan Valsmenn urðu síðast meistarar, þá eftir sigur í deildarkeppninni. Síðasti titill Valsmanna eftir úrslitakeppnina kom fyrir nítján árum síðan.Fyrir leik: FH-ingar svöruðu fyrir það með sigri í Valshöllinni þar sem Gísli Þorgeir Kristjánsson fór á kostum og kom sínum mönnum yfir línuna í 28-25 sigri.Fyrir leik: Liðin hafa unnið sitt hvorn leikinn til þessa en báðir sigrarnir hafa unnist á útivelli. Valsmenn urðu fyrstir til að sigra FH í úrslitakeppninni þetta árið hér fyrir tæplega viku síðan er Valsmenn unnu 28-24 sigur.Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með okkur í beina textalýsingu frá leik þrjú á milli FH og Vals í úrslitum Olís-deildar karla úr Kaplakrika en sigurvegari leiks kvöldsins tekur risaskref í átt að titlinum
Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira