Innlent

Hnífstunga í Reykjanesbæ: Maðurinn vistaður á stofnun

Samúel Karl Ólason skrifar
Maðurinn hlaut alvarlega áverka á kinn og kjálka og keyrði sjálfur á lögreglustöð til að tilkynna árásina.
Maðurinn hlaut alvarlega áverka á kinn og kjálka og keyrði sjálfur á lögreglustöð til að tilkynna árásina. Vísir/GVA
Maður sem stakk annan man í andlitið í Reykjanesbæ var vistaður á stofnun vegna andlegs ástands hans. Hann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæslvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í dag og mun vera á stofnuninni til 28. september. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpssins.

Í frétt RÚV segir að fórnarlambið, sem er á sjötugsaldri, hafi verið við garðyrkjustörf við fjölbýlishús í Reykjanesbæ þegar hann var stunginn. Árásarmaðurinn býr í húsinu og munu þeir hafa farið að rífast skömmu fyrir árásina.

Maðurinn hlaut alvarlega áverka á kinn og kjálka og keyrði sjálfur á lögreglustöð til að tilkynna árásina.

Sjá einnig: Gekk blóðugur inn á lögreglustöð.

Áverkarnir voru þó ekki lífshættulegir og var sérsveit Ríkislögreglustjóra kölluð til. Árásarmaðurinn var yfirbugaður og handtekinn skömmu eftir árásina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×