Erlent

Rússum gert að loka starfsstöðvum í Bandaríkjunum

Samúel Karl Ólason skrifar
Ræðismannsskrifstofa Rússlands í San Francisco.
Ræðismannsskrifstofa Rússlands í San Francisco. Vísir/AFP
Yfirvöldum Rússlands hefur verið gert að loka ræðismannsskrifstofu sinni í San Francisco. Þar að auki þurfi Rússar að loka tveimur starfsstöðvum í Washington og New York. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir þetta gert vegna þess að Bandaríkjunum hafi verið gert að fækka starfsfólki sínu í Rússlandi um 755.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að eftir breytingarnar verði bæði ríkin með þrjár ræðismannsskrifstofu í hinu ríkinu. Stjórnvöld Bandaríkjanna segjast vonast til þess að hægt verði að komast hjá frekari aðgerðum á báðum hliðum og bæta megi samskipti ríkjanna.

Það sé markmið sem forsetar beggja ríkjanna vilji ná.

Hins vegar séu Bandaríkin tilbúin til þess að grípa til frekari aðgerða sé tilefni til þess.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×