Jón Arnór: Þeir eru mjög líklega að fara að vanmeta okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2017 08:30 Jón Arnór Stefánsson. Vísir/ÓskarÓ Jón Arnór Stefánsson á að baki langan atvinnumannaferil í bestu deildum Evrópu og hann hefur því oft mætt leikmönnum gríska landsliðsins sem mætir því íslenska í dag í fyrsta leik liðanna á Evrópumótinu í körfubolta í Helsinki. „Þetta er fullbúið lið af rosalega reynslumiklum leikmönnum sem eru búnir að spila út um allar trissur. Þeir spila vel saman líklega eins og smurð vél. Þeir verða mjög erfiðir viðureignar,“ sagði Jón Arnór Stefánsson. „Við byrjuðum á stórum leik í Berlín fyrir tveimur árum á móti heimaliðinu sem var stórt verkefni. Við þurfum að koma með sömu orku inn í þennan leik og við vorum með þá,“ segir Jón Arnór. Hann segir að upphaf leiksins muni ráða miklu. „Það skiptir miklu máli hvernig við byrjum leikinn því þeir eru mjög líklega að fara að vanmeta okkur og við þurfum að nýta okkur það plús orkuna úr stúkunni og þann meðbyr,“ segir Jón og hann hefur ekki áhyggjur af því að tilfinningarnar fari að trufla þá að sjá allan íslenska stuðningsmannahópinn í stúkunni. „Það mun nýtast okkur vel og við munum bara þrífast á því. Ég held að það sé svolítið mikilvægt að slá þá utan undir og vera fyrstir til þess. Við þurfum að fá þá til að pirrast aðeins upp og svo kemur að því í seinni hálfleik að þeir hugsa: Allt í lagi við þurfum að vera virðingu fyrir þeim. Þá þurfum við að vera klókir til þess að geta landað sigri,“ sagði Jón Arnór. Hann kannast vel við leikmenn gríska landsliðsins. „Ég hef spilað á móti mörgum þeirra og þá líður manni eins og maður þekki þá persónulega. Þegar maður spilar á móti þeim svona mörgum sinnum þá er maður farinn að heilsa þeim og svona. Ég hef ekki spilað með neinum í gríska liðinu og ég held að það sé eina liðið hér þar sem ég hef ekki spilað með neinum. Ég þekki þá langflesta og þetta er mjög vel mannað lið,“ sagði Jón Arnór. Hann sér þetta gríska lið nýta sér hraðaupphlaupin betur en mörg önnur grísk lið hafa gert á síðustu árum. „Þeir spila ágætlega hraðann leik og fara í hraðaupphlaup og svoleiðis. Í gegnum tíðina þegar þeir voru bestir þá voru þeir að nýta skotklukkuna mikið og voru að spila langar sóknir og það var oft lágt skor í leikjunum. Góðar varnir. Það einkenndi svolítið gríska boltann,“ sagði Jón Arnór en hvað með fjarveru Giannis Antetokounmpo? „Það er öðrvísi dínamík þegar hann er ekki með. Ég held að þeir séu samt ekkert slakari. Þeir eru með mjög snöggann leikstjórnanda, Calathes og þeir eru með góða og hæfileikaríka stráka sem geta klárað í hraðaupphlaupum. Ég er alveg vissum að þeir nýti sér það en grískur körfubolti í gegnum tíðina hefur verið hægari bolti,“ sagði Jón Arnór. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Ísland er ein af þrennuþjóðum Evrópu Sjö þjóðir náðu því að vera með á Evrópumótinu í fótbolta 2016, á Evrópumótinu í körfubolta 2017 og á Evrópumótinu í handbolta 2018. Litla Ísland er í hópi risanna. Evrópumótið í körfubolta hefst í dag þegar strákarnir okkar í körfuboltaliðinu mæta Grikkjum. 31. ágúst 2017 07:00 Spenntur að sjá fólkið mitt í stúkunni Hörður Axel Vilhjálmsson þekkir vel til mótherja íslenska liðsins í kvöld enda spilaði hann eitt tímabil í Grikklandi eftir síðasta Evrópumót. Hörður telur að fjarvera NBA-stórstjörnunnar Giannis Antetokounmpo skilji gríska liðið mögulega eftir leiðtogalaust. 31. ágúst 2017 06:00 Þýðir ekkert að vera feiminn KR-ingurinn Kristófer Acox er einn af fjórum nýliðum íslenska liðsins. Hann horfði á Evrópumótið fyrir tveimur árum í skólastofu í Bandaríkjunum. Það er alltaf von á tilþrifum þegar Kristófer er á gólfinu. 31. ágúst 2017 08:00 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson á að baki langan atvinnumannaferil í bestu deildum Evrópu og hann hefur því oft mætt leikmönnum gríska landsliðsins sem mætir því íslenska í dag í fyrsta leik liðanna á Evrópumótinu í körfubolta í Helsinki. „Þetta er fullbúið lið af rosalega reynslumiklum leikmönnum sem eru búnir að spila út um allar trissur. Þeir spila vel saman líklega eins og smurð vél. Þeir verða mjög erfiðir viðureignar,“ sagði Jón Arnór Stefánsson. „Við byrjuðum á stórum leik í Berlín fyrir tveimur árum á móti heimaliðinu sem var stórt verkefni. Við þurfum að koma með sömu orku inn í þennan leik og við vorum með þá,“ segir Jón Arnór. Hann segir að upphaf leiksins muni ráða miklu. „Það skiptir miklu máli hvernig við byrjum leikinn því þeir eru mjög líklega að fara að vanmeta okkur og við þurfum að nýta okkur það plús orkuna úr stúkunni og þann meðbyr,“ segir Jón og hann hefur ekki áhyggjur af því að tilfinningarnar fari að trufla þá að sjá allan íslenska stuðningsmannahópinn í stúkunni. „Það mun nýtast okkur vel og við munum bara þrífast á því. Ég held að það sé svolítið mikilvægt að slá þá utan undir og vera fyrstir til þess. Við þurfum að fá þá til að pirrast aðeins upp og svo kemur að því í seinni hálfleik að þeir hugsa: Allt í lagi við þurfum að vera virðingu fyrir þeim. Þá þurfum við að vera klókir til þess að geta landað sigri,“ sagði Jón Arnór. Hann kannast vel við leikmenn gríska landsliðsins. „Ég hef spilað á móti mörgum þeirra og þá líður manni eins og maður þekki þá persónulega. Þegar maður spilar á móti þeim svona mörgum sinnum þá er maður farinn að heilsa þeim og svona. Ég hef ekki spilað með neinum í gríska liðinu og ég held að það sé eina liðið hér þar sem ég hef ekki spilað með neinum. Ég þekki þá langflesta og þetta er mjög vel mannað lið,“ sagði Jón Arnór. Hann sér þetta gríska lið nýta sér hraðaupphlaupin betur en mörg önnur grísk lið hafa gert á síðustu árum. „Þeir spila ágætlega hraðann leik og fara í hraðaupphlaup og svoleiðis. Í gegnum tíðina þegar þeir voru bestir þá voru þeir að nýta skotklukkuna mikið og voru að spila langar sóknir og það var oft lágt skor í leikjunum. Góðar varnir. Það einkenndi svolítið gríska boltann,“ sagði Jón Arnór en hvað með fjarveru Giannis Antetokounmpo? „Það er öðrvísi dínamík þegar hann er ekki með. Ég held að þeir séu samt ekkert slakari. Þeir eru með mjög snöggann leikstjórnanda, Calathes og þeir eru með góða og hæfileikaríka stráka sem geta klárað í hraðaupphlaupum. Ég er alveg vissum að þeir nýti sér það en grískur körfubolti í gegnum tíðina hefur verið hægari bolti,“ sagði Jón Arnór.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Ísland er ein af þrennuþjóðum Evrópu Sjö þjóðir náðu því að vera með á Evrópumótinu í fótbolta 2016, á Evrópumótinu í körfubolta 2017 og á Evrópumótinu í handbolta 2018. Litla Ísland er í hópi risanna. Evrópumótið í körfubolta hefst í dag þegar strákarnir okkar í körfuboltaliðinu mæta Grikkjum. 31. ágúst 2017 07:00 Spenntur að sjá fólkið mitt í stúkunni Hörður Axel Vilhjálmsson þekkir vel til mótherja íslenska liðsins í kvöld enda spilaði hann eitt tímabil í Grikklandi eftir síðasta Evrópumót. Hörður telur að fjarvera NBA-stórstjörnunnar Giannis Antetokounmpo skilji gríska liðið mögulega eftir leiðtogalaust. 31. ágúst 2017 06:00 Þýðir ekkert að vera feiminn KR-ingurinn Kristófer Acox er einn af fjórum nýliðum íslenska liðsins. Hann horfði á Evrópumótið fyrir tveimur árum í skólastofu í Bandaríkjunum. Það er alltaf von á tilþrifum þegar Kristófer er á gólfinu. 31. ágúst 2017 08:00 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Ísland er ein af þrennuþjóðum Evrópu Sjö þjóðir náðu því að vera með á Evrópumótinu í fótbolta 2016, á Evrópumótinu í körfubolta 2017 og á Evrópumótinu í handbolta 2018. Litla Ísland er í hópi risanna. Evrópumótið í körfubolta hefst í dag þegar strákarnir okkar í körfuboltaliðinu mæta Grikkjum. 31. ágúst 2017 07:00
Spenntur að sjá fólkið mitt í stúkunni Hörður Axel Vilhjálmsson þekkir vel til mótherja íslenska liðsins í kvöld enda spilaði hann eitt tímabil í Grikklandi eftir síðasta Evrópumót. Hörður telur að fjarvera NBA-stórstjörnunnar Giannis Antetokounmpo skilji gríska liðið mögulega eftir leiðtogalaust. 31. ágúst 2017 06:00
Þýðir ekkert að vera feiminn KR-ingurinn Kristófer Acox er einn af fjórum nýliðum íslenska liðsins. Hann horfði á Evrópumótið fyrir tveimur árum í skólastofu í Bandaríkjunum. Það er alltaf von á tilþrifum þegar Kristófer er á gólfinu. 31. ágúst 2017 08:00