Geta beðið átekta uns leigutíminn rennur út Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Fjármálaráðuneytið segir 70 milljónir of háa greiðslu fyrir húsgrunn á lóð sem ríkið geti endurheimt eftir fjögur ár. Eignin var auglýst til sölu í fyrrasumar. Vísir/Garðar Fjármálaráðuneytið bendir á að í stað þess að ríkið kaupi húsgrunn á leigulóð ríkisins við Þingvallavatn á 70 milljónir króna eins og Þingvallanefnd vildi sé hægt að bíða þar til leigusamningurinn rennur út eftir fjögur ár og fá þá lóðina til baka. Eins og áður hefur verið sagt frá í Fréttablaðinu ákvað þáverandi Þingvallanefnd í lok október í fyrra á síðasta fundi sínum að neyta forkaupsréttar og ganga inn í kaup á uppsteyptum húsgrunni á Valhallarstíg 7. Grunnurinn er að nýju húsi sem eigendur lóðarinnar hófust handa við skömmu fyrir hrun og koma átti í stað eldri bústaðar. Þeir voru með 70 milljóna króna tilboð í höndunum. Vegna stjórnarskipta tafðist afgreiðsla málsins. Þegar málið barst loks til samþykktar í fjármálaráðuneytinu var svarið þar að ekki væru fyrir hendi fullnægjandi forsendur til að hefja viðræður um kaup á lóðarréttindunum og húsgrunninum eins og Þingvallanefnd óskaði eftir. Fréttblaðið óskaði nánari skýringa á afstöðu fjármálaráðuneytisins. Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir um helstu ástæðurnar að í fyrsta lagi hafi ríkissjóður ekki neytt forkaupsréttar. Það þýðir einfaldlega að kerfið var of svifaseint og missti forkaupsréttinn. Elva tiltekur einnig að upphaflegur tilboðsgjafi hafi dregið tilboð sitt til baka. „Fyrir liggur að fjárhæðin sem hér um ræðir er umtalsvert hærri en í öðrum sambærilegum kaupum sem ríkið hefur staðið fyrir í þjóðgarðinum á síðustu árum, en þau nema alls rúmlega 113 milljónum króna vegna átta sumarhúsa,“ segir áfram í svari upplýsingafulltrúans. Þá nefnir Elva Björk að fyrir liggi að stutt sé eftir af lóðarleigusamningi fyrir Valhallarstíg 7, eða fjögur ár. „Ríkissjóður er eigandi landsins en að leigutíma liðnum mælir leigusamningurinn fyrir um að lóðarréttindin falli aftur til Þingvallanefndar án sérstakrar uppsagnar,“ undirstrikar upplýsingafulltrúi fjármálaráðuneytisins. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjármálaráðuneytið telur að Þingvallagrunnurinn sé of dýr Að mati fjármálaráðuneytisins eru ekki nægilegar forsendur til að hefja viðræður um kaup á húsgrunni á Þingvöllum sem þjóðgarðurinn vill eignast. 25. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Fjármálaráðuneytið bendir á að í stað þess að ríkið kaupi húsgrunn á leigulóð ríkisins við Þingvallavatn á 70 milljónir króna eins og Þingvallanefnd vildi sé hægt að bíða þar til leigusamningurinn rennur út eftir fjögur ár og fá þá lóðina til baka. Eins og áður hefur verið sagt frá í Fréttablaðinu ákvað þáverandi Þingvallanefnd í lok október í fyrra á síðasta fundi sínum að neyta forkaupsréttar og ganga inn í kaup á uppsteyptum húsgrunni á Valhallarstíg 7. Grunnurinn er að nýju húsi sem eigendur lóðarinnar hófust handa við skömmu fyrir hrun og koma átti í stað eldri bústaðar. Þeir voru með 70 milljóna króna tilboð í höndunum. Vegna stjórnarskipta tafðist afgreiðsla málsins. Þegar málið barst loks til samþykktar í fjármálaráðuneytinu var svarið þar að ekki væru fyrir hendi fullnægjandi forsendur til að hefja viðræður um kaup á lóðarréttindunum og húsgrunninum eins og Þingvallanefnd óskaði eftir. Fréttblaðið óskaði nánari skýringa á afstöðu fjármálaráðuneytisins. Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir um helstu ástæðurnar að í fyrsta lagi hafi ríkissjóður ekki neytt forkaupsréttar. Það þýðir einfaldlega að kerfið var of svifaseint og missti forkaupsréttinn. Elva tiltekur einnig að upphaflegur tilboðsgjafi hafi dregið tilboð sitt til baka. „Fyrir liggur að fjárhæðin sem hér um ræðir er umtalsvert hærri en í öðrum sambærilegum kaupum sem ríkið hefur staðið fyrir í þjóðgarðinum á síðustu árum, en þau nema alls rúmlega 113 milljónum króna vegna átta sumarhúsa,“ segir áfram í svari upplýsingafulltrúans. Þá nefnir Elva Björk að fyrir liggi að stutt sé eftir af lóðarleigusamningi fyrir Valhallarstíg 7, eða fjögur ár. „Ríkissjóður er eigandi landsins en að leigutíma liðnum mælir leigusamningurinn fyrir um að lóðarréttindin falli aftur til Þingvallanefndar án sérstakrar uppsagnar,“ undirstrikar upplýsingafulltrúi fjármálaráðuneytisins.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjármálaráðuneytið telur að Þingvallagrunnurinn sé of dýr Að mati fjármálaráðuneytisins eru ekki nægilegar forsendur til að hefja viðræður um kaup á húsgrunni á Þingvöllum sem þjóðgarðurinn vill eignast. 25. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Fjármálaráðuneytið telur að Þingvallagrunnurinn sé of dýr Að mati fjármálaráðuneytisins eru ekki nægilegar forsendur til að hefja viðræður um kaup á húsgrunni á Þingvöllum sem þjóðgarðurinn vill eignast. 25. ágúst 2017 06:00