Áfeng vara Gunnar Árnason skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Þingmaður sjálfstæðisflokksins, Áslaug Sigurbjörnsdóttir, hefur haldið uppi áróðri fyrir því að sala á áfengi verði frjáls. Umrædd Áslaug telur að núverandi fyrirkomulag sé óhagkvæmt, ósanngjarnt og til þess fallið að draga úr lífsgæðum almennings. Þingmaðurinn hefur ekki talað um annað frá því hún tók sæti á þingi. Um alvarlegan misskilning er að ræða vegna þess að fyrrgreind lýsing þingmannsins á sumpart nokkuð vel við um vöruna sjálfa ef hún er ekki rétt meðhöndluð af neytandanum – misnotkun áfengis bitnar harkalega á buddunni og kemur niður á neytandanum og hans nánustu með ósanngjörnum hætti – það er ágreiningslaust. En það þarf ekki endilega að eiga við um kaupmanninn sem stillir vörunni upp til sölu, nema viðkomandi kaupmaður eigi við áfengisvandamál að stríða. Það eru býsna margir sem eiga erfitt með að höndla áfengi, sem er ólík annarri hilluvöru í matvöruverslun eða bensínstöð. Áfengi veldur meira böli, sjúkdómum og örkumlum en nokkur önnur vara. Umrædd Áslaug lætur sig fyrrgreint engu varða, þar sem fyrir hana hefur verið lagt að greiða götu fjárfesta og kaupmanna sem vilja komast í þá stöðu sem ÁTVR er í. Það skyldu þó ekki vera vildarvinir Sjálfstæðisflokksins, sem bíða í ofvæni eftir því að fá umrætt á silfurfati. Og æ sér gjöf til gjalda. Verslanir ÁTVR eru hagkvæmar og vörur eru boðnar á sanngjörnu verði. Hátt þjónustustig og gott vöruúrval hjá ÁTVR gæti meira að segja fallið vel að skilgreiningunni um að auka við lífsgæði landans. Nýleg auglýsing verslananna er hluti af forvörnum og til að vekja foreldra og aðra til umhugsunar. Það hvarflar ekki að greinarhöfundi að halda að kaupmenn séu ákafir í að sinna slíkum verkefnum. Þeir gætu allt eins haft þá skoðun að vilja lækka lágmarksaldur til áfengiskaupa, í því skyni að auka viðskipti og framlegð frá rekstri, óháð því um hvers konar vöru er að ræða. Liggur það ekki í augum uppi? Kennslubókin sem umrædd Áslaug hefur nýverið lagt frá sér segir allt aðra sögu. Þar er staðhæft að allur rekstur sem ríkið kemur að sé sóun á almannafé og hreinræktað bruðl. Ekki ber á öðru en að þingmanninum séu fyrrgreind kennslubókarfræði í fersku minni en hvað gengur þingmanninum eiginlega til með því að fetta fingur út í forvarnarstarf sem hefur skilað árangri og brýnt er að rækja áfram vel og af alúð? Rökin fyrir málflutningi þingmannsins skortir tilfinnanlega og eðlilegt að leitað sé skýringa á því. Hvers vegna á að breyta fyrirkomulaginu? Því hefur þingmaðurinn og hans flokkur ekki svarað með viðhlítandi hætti. Hafa ber hugfast að meirihluti landsmanna er sáttur við núverandi fyrirkomulag í sölu áfengis í verslunum. Fákeppni er ríkjandi á markaði fyrir matvöru og eldsneyti hér á landi. Það mun væntanlega verða ofan á ef sala á áfengi verður gefin frjáls. Nokkrir firnasterkir aðilar munu þá yfirgnæfa markaðinn. Við neytendur höfum upplifað slíkt undanfarna áratugi í sölu á eldsneyti og mat- og drykkjarvöru. Og vitum mætavel hvað fákeppni á markaði hefur fært okkur í úrvali, gæðum og verðlagningu á vörum vegna þess að samkeppnishindranir eru býsna miklar og inngangsþröskuldur fyrir nýja aðila á markaði er mjög hár. Er það eitthvert vafamál? Hvort markaðsráðandi aðilar eru innlendir eða erlendir, varðar okkur neytendur litlu – við erum eftir sem áður jafn illa sett og varnarlaus í þessu tilliti. Verðlagningu áfengis verður þá handstýrt af fáum aðilum, áfengi verður boðið á mun hærra verði en í dag, í minna úrvali, af minni gæðum og á tiltölulega afmörkuðu svæði. Tökum mið af okkar hagsmunum og við vitum mætavel hvað hentar okkur og okkar nánustu best þegar kemur að sölu áfengis í verslunum. Höfundur starfar við arkitektúr og hönnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hver er mannúð? – saga Amirs Toshiki Toma Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þingmaður sjálfstæðisflokksins, Áslaug Sigurbjörnsdóttir, hefur haldið uppi áróðri fyrir því að sala á áfengi verði frjáls. Umrædd Áslaug telur að núverandi fyrirkomulag sé óhagkvæmt, ósanngjarnt og til þess fallið að draga úr lífsgæðum almennings. Þingmaðurinn hefur ekki talað um annað frá því hún tók sæti á þingi. Um alvarlegan misskilning er að ræða vegna þess að fyrrgreind lýsing þingmannsins á sumpart nokkuð vel við um vöruna sjálfa ef hún er ekki rétt meðhöndluð af neytandanum – misnotkun áfengis bitnar harkalega á buddunni og kemur niður á neytandanum og hans nánustu með ósanngjörnum hætti – það er ágreiningslaust. En það þarf ekki endilega að eiga við um kaupmanninn sem stillir vörunni upp til sölu, nema viðkomandi kaupmaður eigi við áfengisvandamál að stríða. Það eru býsna margir sem eiga erfitt með að höndla áfengi, sem er ólík annarri hilluvöru í matvöruverslun eða bensínstöð. Áfengi veldur meira böli, sjúkdómum og örkumlum en nokkur önnur vara. Umrædd Áslaug lætur sig fyrrgreint engu varða, þar sem fyrir hana hefur verið lagt að greiða götu fjárfesta og kaupmanna sem vilja komast í þá stöðu sem ÁTVR er í. Það skyldu þó ekki vera vildarvinir Sjálfstæðisflokksins, sem bíða í ofvæni eftir því að fá umrætt á silfurfati. Og æ sér gjöf til gjalda. Verslanir ÁTVR eru hagkvæmar og vörur eru boðnar á sanngjörnu verði. Hátt þjónustustig og gott vöruúrval hjá ÁTVR gæti meira að segja fallið vel að skilgreiningunni um að auka við lífsgæði landans. Nýleg auglýsing verslananna er hluti af forvörnum og til að vekja foreldra og aðra til umhugsunar. Það hvarflar ekki að greinarhöfundi að halda að kaupmenn séu ákafir í að sinna slíkum verkefnum. Þeir gætu allt eins haft þá skoðun að vilja lækka lágmarksaldur til áfengiskaupa, í því skyni að auka viðskipti og framlegð frá rekstri, óháð því um hvers konar vöru er að ræða. Liggur það ekki í augum uppi? Kennslubókin sem umrædd Áslaug hefur nýverið lagt frá sér segir allt aðra sögu. Þar er staðhæft að allur rekstur sem ríkið kemur að sé sóun á almannafé og hreinræktað bruðl. Ekki ber á öðru en að þingmanninum séu fyrrgreind kennslubókarfræði í fersku minni en hvað gengur þingmanninum eiginlega til með því að fetta fingur út í forvarnarstarf sem hefur skilað árangri og brýnt er að rækja áfram vel og af alúð? Rökin fyrir málflutningi þingmannsins skortir tilfinnanlega og eðlilegt að leitað sé skýringa á því. Hvers vegna á að breyta fyrirkomulaginu? Því hefur þingmaðurinn og hans flokkur ekki svarað með viðhlítandi hætti. Hafa ber hugfast að meirihluti landsmanna er sáttur við núverandi fyrirkomulag í sölu áfengis í verslunum. Fákeppni er ríkjandi á markaði fyrir matvöru og eldsneyti hér á landi. Það mun væntanlega verða ofan á ef sala á áfengi verður gefin frjáls. Nokkrir firnasterkir aðilar munu þá yfirgnæfa markaðinn. Við neytendur höfum upplifað slíkt undanfarna áratugi í sölu á eldsneyti og mat- og drykkjarvöru. Og vitum mætavel hvað fákeppni á markaði hefur fært okkur í úrvali, gæðum og verðlagningu á vörum vegna þess að samkeppnishindranir eru býsna miklar og inngangsþröskuldur fyrir nýja aðila á markaði er mjög hár. Er það eitthvert vafamál? Hvort markaðsráðandi aðilar eru innlendir eða erlendir, varðar okkur neytendur litlu – við erum eftir sem áður jafn illa sett og varnarlaus í þessu tilliti. Verðlagningu áfengis verður þá handstýrt af fáum aðilum, áfengi verður boðið á mun hærra verði en í dag, í minna úrvali, af minni gæðum og á tiltölulega afmörkuðu svæði. Tökum mið af okkar hagsmunum og við vitum mætavel hvað hentar okkur og okkar nánustu best þegar kemur að sölu áfengis í verslunum. Höfundur starfar við arkitektúr og hönnun.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun