Ólafur segist ekki hafa farið á bak við stjórn Neytendasamtakanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 20. maí 2017 18:30 Formaður Neytendasamtakanna segir rangt að hann hafi farið á bak við stjórn samtakanna og ráðið sjálfan sig sem framkvæmdastjóra. Fundargerðir sanni mál hans en hann geti ekki sýnt fram á það þar sem hann er bundinn trúnaði. Hann ætlar ekki að stíga til hliðar. Í Fréttablaðinu í dag segir að stjórnarmenn í Neytendasamtökunum sem blaðið ræddi við sjái ekki að Ólafur Arnarson geti setið áfram sem formaður þeirra en meirihluti stjórnarinnar lýsti yfir vantrausti á Ólaf á stjórnarfundi í upphafi mánaðar. Að sögn stjórnarmanna er ástæðan fyrir vantraustinu sú að Ólafur hefur tekur ákvarðanir sem skuldbinda samtökin án þess að bera það undir stjórnina. Þá er einnig ósætti í tengslum við það hvernig Ólafur ákvað að hann skyldi hafa bifreið til afnota. Þá greindi Rúv frá því í dag að Ólafur hafi ráðið sjálfan sig sem framkvæmdastjóra án samþykkis stjórnar. Framkvæmdastjóri samtakanna hafði hætt störfum nokkru áður en Ólafur var kjörinn formaður og ekki hafði enn verið ráðið í stöðuna. Laun framkvæmdastjóra eru mun hærri en laun formanns og þegar Ólafur undirritaði ráðningarsamninginn við sjálfan sig hafi hann bæði fengið laun sem framkvæmdastjóri og formaður. „Þetta eru ósannar ásakanir vegna þess að það er rangt að ég hafi gert einhvern samning við sjálfan mig það er bara ekki svo. Stjórnin fékk starfskjaranefnd til að fara yfir kjör á skrifstofu neytendasamtakanna. Fjármálastjóri fékk stjórnina til að veita varaformanni samtakanna umboð til að skrifa undir slíkan ráðningarsamning við mig og einu afskipti mín af þeim samningi var þegar hann lá á borðinu fyrir framan mig og ég skrifaði undir hann“, segir Ólafur og hann bætir við að það sama gildi um bifreiðina sem hann hefur til afnota. Ólafur segir að fundargerðir stjórnar staðfesti að ásakanirnar séu rangar. „Ég er því miður bundinn trúnaði og get ekki sýnt þær.“Það ríkir ekki stuðningur við þig innan samtakanna, ætlar þú ekki að stíga til hliðar? „ Ég fells nú ekki á að það ríki ekki stuðningur við mig innan samtakanna þó það sé ágreiningur í stjórninni. Ég nýt mikils trausts samtakanna. Ég hlaut yfirburða kosningu á þinginu í október síðastliðnum og ég sæki mitt umboð til þingsins og félagsmanna en ekki til stjórnar. Ég myndi líta á það sem svik af minni hálfu ef ég færi að hlaupa frá borði núna,“ segir Ólafur. Tengdar fréttir Lýsa yfir vantrausti á formann Neytendasamtakanna Stjórnin samþykkti vantraustsyfirlýsinguna á síðasta stjórnarfundi. Ólafur ætlar ekki að láta það hafa áhrif á störf sín. 19. maí 2017 14:12 Deilt um smáforrit, bíl og starfskjör Stjórnin mun koma saman á mánudag til að fara yfir stöðuna. Beðið er greiningar fjármálastjóra til að sjá hvaða áhrif ákvarðanir Ólafs munu hafa á fjárhag samtakanna. 20. maí 2017 07:00 Sögðu formanni Neytendasamtakanna upp Stjórn Neytendasamtakanna hefur sagt upp ráðningarsamningi við Ólaf Arnarson, formann samtakanna sem starfaði jafnframt sem framkvæmdastjóri þeirra. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV en fyrr í dag bárust fregnir af því að stjórnin hefði lýst yfir vantrausti á Ólaf þann 6. maí síðastliðinn. 19. maí 2017 19:56 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Formaður Neytendasamtakanna segir rangt að hann hafi farið á bak við stjórn samtakanna og ráðið sjálfan sig sem framkvæmdastjóra. Fundargerðir sanni mál hans en hann geti ekki sýnt fram á það þar sem hann er bundinn trúnaði. Hann ætlar ekki að stíga til hliðar. Í Fréttablaðinu í dag segir að stjórnarmenn í Neytendasamtökunum sem blaðið ræddi við sjái ekki að Ólafur Arnarson geti setið áfram sem formaður þeirra en meirihluti stjórnarinnar lýsti yfir vantrausti á Ólaf á stjórnarfundi í upphafi mánaðar. Að sögn stjórnarmanna er ástæðan fyrir vantraustinu sú að Ólafur hefur tekur ákvarðanir sem skuldbinda samtökin án þess að bera það undir stjórnina. Þá er einnig ósætti í tengslum við það hvernig Ólafur ákvað að hann skyldi hafa bifreið til afnota. Þá greindi Rúv frá því í dag að Ólafur hafi ráðið sjálfan sig sem framkvæmdastjóra án samþykkis stjórnar. Framkvæmdastjóri samtakanna hafði hætt störfum nokkru áður en Ólafur var kjörinn formaður og ekki hafði enn verið ráðið í stöðuna. Laun framkvæmdastjóra eru mun hærri en laun formanns og þegar Ólafur undirritaði ráðningarsamninginn við sjálfan sig hafi hann bæði fengið laun sem framkvæmdastjóri og formaður. „Þetta eru ósannar ásakanir vegna þess að það er rangt að ég hafi gert einhvern samning við sjálfan mig það er bara ekki svo. Stjórnin fékk starfskjaranefnd til að fara yfir kjör á skrifstofu neytendasamtakanna. Fjármálastjóri fékk stjórnina til að veita varaformanni samtakanna umboð til að skrifa undir slíkan ráðningarsamning við mig og einu afskipti mín af þeim samningi var þegar hann lá á borðinu fyrir framan mig og ég skrifaði undir hann“, segir Ólafur og hann bætir við að það sama gildi um bifreiðina sem hann hefur til afnota. Ólafur segir að fundargerðir stjórnar staðfesti að ásakanirnar séu rangar. „Ég er því miður bundinn trúnaði og get ekki sýnt þær.“Það ríkir ekki stuðningur við þig innan samtakanna, ætlar þú ekki að stíga til hliðar? „ Ég fells nú ekki á að það ríki ekki stuðningur við mig innan samtakanna þó það sé ágreiningur í stjórninni. Ég nýt mikils trausts samtakanna. Ég hlaut yfirburða kosningu á þinginu í október síðastliðnum og ég sæki mitt umboð til þingsins og félagsmanna en ekki til stjórnar. Ég myndi líta á það sem svik af minni hálfu ef ég færi að hlaupa frá borði núna,“ segir Ólafur.
Tengdar fréttir Lýsa yfir vantrausti á formann Neytendasamtakanna Stjórnin samþykkti vantraustsyfirlýsinguna á síðasta stjórnarfundi. Ólafur ætlar ekki að láta það hafa áhrif á störf sín. 19. maí 2017 14:12 Deilt um smáforrit, bíl og starfskjör Stjórnin mun koma saman á mánudag til að fara yfir stöðuna. Beðið er greiningar fjármálastjóra til að sjá hvaða áhrif ákvarðanir Ólafs munu hafa á fjárhag samtakanna. 20. maí 2017 07:00 Sögðu formanni Neytendasamtakanna upp Stjórn Neytendasamtakanna hefur sagt upp ráðningarsamningi við Ólaf Arnarson, formann samtakanna sem starfaði jafnframt sem framkvæmdastjóri þeirra. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV en fyrr í dag bárust fregnir af því að stjórnin hefði lýst yfir vantrausti á Ólaf þann 6. maí síðastliðinn. 19. maí 2017 19:56 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Lýsa yfir vantrausti á formann Neytendasamtakanna Stjórnin samþykkti vantraustsyfirlýsinguna á síðasta stjórnarfundi. Ólafur ætlar ekki að láta það hafa áhrif á störf sín. 19. maí 2017 14:12
Deilt um smáforrit, bíl og starfskjör Stjórnin mun koma saman á mánudag til að fara yfir stöðuna. Beðið er greiningar fjármálastjóra til að sjá hvaða áhrif ákvarðanir Ólafs munu hafa á fjárhag samtakanna. 20. maí 2017 07:00
Sögðu formanni Neytendasamtakanna upp Stjórn Neytendasamtakanna hefur sagt upp ráðningarsamningi við Ólaf Arnarson, formann samtakanna sem starfaði jafnframt sem framkvæmdastjóri þeirra. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV en fyrr í dag bárust fregnir af því að stjórnin hefði lýst yfir vantrausti á Ólaf þann 6. maí síðastliðinn. 19. maí 2017 19:56