Fótbolti

Norrköping missti af mikilvægum stigum á heimavelli

Jón Guðni nældi í gult spjald í dag
Jón Guðni nældi í gult spjald í dag mynd/norrköping
Jón Guðni Fjóluson og Guðmundur Þórarinsson voru báðir í byrjunarliði Norrköping í 0-1 tapi gegn Djurgarden á heimavelli í dag en Norrköping varð þar af þremur mikilvægum stigum í baráttunni um Evrópusæti.

Jón Guðni og Guðmundur léku báðir allan leikinn og krækti Jón Guðni í gult spjald á meðan en Arnór Sigurðsson og Alfons Sampsted sátu á bekknum allan tímann.

Með sigrinum fer Djurgarden upp í 2. sæti deildarinnar með 33 stig en Norrköping er í 5. sæti deildarinnar með 30. stig, þremur stigum frá Evrópusæti.

Íslendingalið Hammarby glutraði niður tveimur stigum á lokamínútunum í 2-2 jafntefli á heimavelli gegn Östersunds.

Östersunds jafnaði metin á 93. mínútu en Arnór Smárason var nýkominn af velli á þeim tímapunkti á meðan Birkir Már Sævarsson lék allan leikinn.

Fyrr í dag urðu AIK af mikilvægum stigum í 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Eskilstuna á heimavelli en AIK er nú stigi á eftir Djurgarden og Sirius í baráttunni um Evrópusæti.

Haukur Heiðar Hauksson, bakvörðurinn í liði AIK, lék allan leikinn í dag og nældi sér í gult spjald á meðan. Þá kom Árni Vilhjálmsson inn af bekknum í 1-2 tapi Jonköpings gegn Örebro.

Í Noregi skyldu Alesund og Viking jöfn 1-1 á heimavelli Alesund en Aron Elís Þrándarson kom inn af bekknum og Daníel Leó Grétarsson byrjaði leikinn.

Viðar Ari Jónsson var á sínum stað í byrjunarliði Brann sem vann 2-0 sigur á Odd en það var fyrsti sigur Brann í deildinni í tæplega tvo mánuði.

Þá skyldu Íslendingaliðin Randers og Bröndby jöfn 0-0 með Hannes Þór Halldórsson og Hjört Hermannsson í liðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×