Enski boltinn

Wenger vill halda Uxanum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Uxinn í leik með Arsenal.
Uxinn í leik með Arsenal. vísir/getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur engan áhuga á því að missa Alex Oxlade-Chamberlain sem  flestir bjuggust við að væri á förum frá félaginu.

Uxinn er í miklum metum hjá Wenger sem vonast til þess að halda honum lengi hjá Arsenal.

„Ég hef mikið álit á honum og hann er einn af þessum strákum sem er á uppleið,“ sagði Wenger en leikmaðurinn á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum og hefur meðal annars verið orðaður við Chelsea.

„Hann bætti sig mikið á síðustu leiktíð og ég vil að hann spili fyrir Arsenal í mörg ár í viðbót. Ég er þess fullviss að hann verði enski leikmaðurinn sem allir tala um næstu tvö árin.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×