Lífið

Super Bowl: Sjáðu magnaða hálfleikssýningu Lady Gaga

atli ísleifsson skrifar
Lady Gaga tók marga af helstu slögurum sínum.
Lady Gaga tók marga af helstu slögurum sínum. Vísir/AFP

Bandaríska söngkonan Lady Gaga var með magnaða hálfleikssýningu á Super Bowl, úrslitaleik bandaríska fótboltans, sem fram fór í Houston í Texas í nótt.

Lady Gaga söng, dansaði, lék á piano og á einum tímapunkti stökk hún af svipinu til að grípa fótbolta.

Söngkonan hefur á ferli sínum ekki hikað við að láta stjórnmálaskoðanir sínar í ljós og voru því eflaust einhverjir sem urðu fyrir vonbrigðum með að hún hafi ekki nýtt tækifærið og komið skýrum skilaboðum til Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hann hefur sætt mikilli gagnrýni á fyrstu dögum sínum í embætti, meðal annars fyrir ferðabannið gegn ríkisborgurum sjö ríkja í Afríku og Miðausturlöndum.

Gaga hóf sýninguna á því að flytja „God Bless America“ og svo „This Land is Your Land“ eftir Woodie Guthrie. Túlka má lagavalið sem gagnrýni á forsetann, ekki bara fyrir textann heldur einnig þar sem Guthrie samdi á ferli sínum lag þar sem hann gagnrýndi leigusala sinn á sjötta áratugnum, Fred Trump, föður Donald, þar sem Guthrie sakaði fasteignamógúlnum Trump um að mismuna fólk með því að neita að leigja svörtu fólki íbúðir.

Annars flutti Gaga marga af helstu slögurum sínum í gær en sjá má flutninginn að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×