„Þakklæti er okkur efst í huga“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. júlí 2017 18:51 Áhöfn skútu sem bjargað var um þrjátíu sjómílur utan við landhelgi Íslands í fyrradag, kom til landsins í dag með rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni. Þeir voru fegnir að hafa loksins fast land undir fótum en leyfðu sér aldrei að hugsa að þeim yrði ekki bjargað. Áhöfn skútunnar sendi frá sér neyðarboð um klukkan hálf fimm á miðvikudagsmorgun og fóru strax af stað umfangsmiklar aðgerðir Landhelgisgæslunnar. Þegar í stað var nærstöddum skipum gert viðvart og var rannsóknarskipið Árni Friðriksson næst vettvangi og fór á staðinn ásamt Varðskipinu Þór. Flugvél Isavia fór einnig á staðinn auk flugvélar danska flughersins sem var send frá Syðri Straumfirði í Grænlandi. Áhöfn flugvélar Isavia fann svo mennina um tíu leytið á miðvikudagsmorgun og skömmu síðar kom Árni Friðriksson á vettvang og bjargaði mönnunum úr björgunarbát. Vegna sjólags var ákveðið flytja mennina ekki um borð í Varðskipið Þór heldur að rannsóknarskipið myndi flytja þá í land.Fegnir með fast land undir fótum Árni Friðriksson kom til Grindavíkur um níu leytið í morgun en lagðist ekki að bryggju. Hafnsögubátur var sendur á móts við skipið sem tók áhöfnina og ferjaði hana í land. Lögreglan á Suðurnesjum tók á móti mönnunum og var þeim til aðstoðar. Þeir voru fegnir að hafa loksins fast land undir fótum. „Fast land undir fótum í fyrsta sinn í tvær vikur. Við sigldum frá St. Johns á Nýfundnalandi fyrir hálfum mánuði. Við erum loksins komin á fastalandið eftir tvær vikur,“ segir Morrie Pierson, skipverji sem var um borð í skútunni Skútan bar nafnið Valiant og var um 40 feta löng. Áhöfnin er vön sjóferðum og segir að ekki hafi verið búist við svo slæmu veðri. „Spáin hljóðaði upp á 12-15 metra á sekúndu en vindhraðinn fór upp í 21-27 metra á sekúndu. Veðurspáin gerði ekki ráð fyrir slíku en reyndin varð þessi,“ segir Pierson. Sjórinn var erfiður þegar atvikið átti sér stað en mastur skútunnar brotnaði eftir að skúta fékk á sig brot og fór heilan hring undir vatni. „Við vonuðum að hún myndi rétta sig sem hún svo gerði. Þegar hún rétti sig kom í ljós að allir voru ómeiddir. Sjór hafði komist í bátinn en hann var á floti. Við lensuðum sjóinn úr skútunni, þurrkuðum hana og köstuðum óþarfa hlutum fyrir borð því allt var á rúi og stúi um borð,“ segir Piersol.Þakklæti efst í huga Áhöfnin var alltaf vongóð um björgun „Fyrst sáum við flugvélina en vissum ekki hvort hún hefði séð okkur. Neyðarsendirinn sendir merki en maður veit ekki hvort þau séu numin. Heyrir einhver í sendinum? Maður vonar það auðvitað. En þegar við sáum flugvélina vissum við að áhöfnin hafði séð okkur,“ segir Piersol. Dagurinn í dag og næstu dagar fara í að ákveða næstu skref hjá áhöfninni en ráðgert er að vera á Íslandi næstu daga. „Allir hafa komið svo vel fram við okkur og sýnt okkur velvilja. Skipverjar á rannsóknarskipinu voru frábærir. Þið og allir aðrir lögðuð svo mikið á ykkur. Þakklæti er okkur efst í huga,“ sagði Piersol að lokum. Tengdar fréttir Óttaðist um líf sitt þegar þegar skútunni hvolfdi Einn úr áhöfn bandarísku skútunnar sagði eiginkonu sinni að hann hefði verið viss um að hann myndi drukkna. 27. júlí 2017 19:03 Skipbrotsmaður á bandarísku skútunni: „Við vorum blautir en í lagi“ Mastur skútunnar brotnaði auk þess sem rafmagnslaust varð um borð. 28. júlí 2017 15:40 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Áhöfn skútu sem bjargað var um þrjátíu sjómílur utan við landhelgi Íslands í fyrradag, kom til landsins í dag með rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni. Þeir voru fegnir að hafa loksins fast land undir fótum en leyfðu sér aldrei að hugsa að þeim yrði ekki bjargað. Áhöfn skútunnar sendi frá sér neyðarboð um klukkan hálf fimm á miðvikudagsmorgun og fóru strax af stað umfangsmiklar aðgerðir Landhelgisgæslunnar. Þegar í stað var nærstöddum skipum gert viðvart og var rannsóknarskipið Árni Friðriksson næst vettvangi og fór á staðinn ásamt Varðskipinu Þór. Flugvél Isavia fór einnig á staðinn auk flugvélar danska flughersins sem var send frá Syðri Straumfirði í Grænlandi. Áhöfn flugvélar Isavia fann svo mennina um tíu leytið á miðvikudagsmorgun og skömmu síðar kom Árni Friðriksson á vettvang og bjargaði mönnunum úr björgunarbát. Vegna sjólags var ákveðið flytja mennina ekki um borð í Varðskipið Þór heldur að rannsóknarskipið myndi flytja þá í land.Fegnir með fast land undir fótum Árni Friðriksson kom til Grindavíkur um níu leytið í morgun en lagðist ekki að bryggju. Hafnsögubátur var sendur á móts við skipið sem tók áhöfnina og ferjaði hana í land. Lögreglan á Suðurnesjum tók á móti mönnunum og var þeim til aðstoðar. Þeir voru fegnir að hafa loksins fast land undir fótum. „Fast land undir fótum í fyrsta sinn í tvær vikur. Við sigldum frá St. Johns á Nýfundnalandi fyrir hálfum mánuði. Við erum loksins komin á fastalandið eftir tvær vikur,“ segir Morrie Pierson, skipverji sem var um borð í skútunni Skútan bar nafnið Valiant og var um 40 feta löng. Áhöfnin er vön sjóferðum og segir að ekki hafi verið búist við svo slæmu veðri. „Spáin hljóðaði upp á 12-15 metra á sekúndu en vindhraðinn fór upp í 21-27 metra á sekúndu. Veðurspáin gerði ekki ráð fyrir slíku en reyndin varð þessi,“ segir Pierson. Sjórinn var erfiður þegar atvikið átti sér stað en mastur skútunnar brotnaði eftir að skúta fékk á sig brot og fór heilan hring undir vatni. „Við vonuðum að hún myndi rétta sig sem hún svo gerði. Þegar hún rétti sig kom í ljós að allir voru ómeiddir. Sjór hafði komist í bátinn en hann var á floti. Við lensuðum sjóinn úr skútunni, þurrkuðum hana og köstuðum óþarfa hlutum fyrir borð því allt var á rúi og stúi um borð,“ segir Piersol.Þakklæti efst í huga Áhöfnin var alltaf vongóð um björgun „Fyrst sáum við flugvélina en vissum ekki hvort hún hefði séð okkur. Neyðarsendirinn sendir merki en maður veit ekki hvort þau séu numin. Heyrir einhver í sendinum? Maður vonar það auðvitað. En þegar við sáum flugvélina vissum við að áhöfnin hafði séð okkur,“ segir Piersol. Dagurinn í dag og næstu dagar fara í að ákveða næstu skref hjá áhöfninni en ráðgert er að vera á Íslandi næstu daga. „Allir hafa komið svo vel fram við okkur og sýnt okkur velvilja. Skipverjar á rannsóknarskipinu voru frábærir. Þið og allir aðrir lögðuð svo mikið á ykkur. Þakklæti er okkur efst í huga,“ sagði Piersol að lokum.
Tengdar fréttir Óttaðist um líf sitt þegar þegar skútunni hvolfdi Einn úr áhöfn bandarísku skútunnar sagði eiginkonu sinni að hann hefði verið viss um að hann myndi drukkna. 27. júlí 2017 19:03 Skipbrotsmaður á bandarísku skútunni: „Við vorum blautir en í lagi“ Mastur skútunnar brotnaði auk þess sem rafmagnslaust varð um borð. 28. júlí 2017 15:40 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Óttaðist um líf sitt þegar þegar skútunni hvolfdi Einn úr áhöfn bandarísku skútunnar sagði eiginkonu sinni að hann hefði verið viss um að hann myndi drukkna. 27. júlí 2017 19:03
Skipbrotsmaður á bandarísku skútunni: „Við vorum blautir en í lagi“ Mastur skútunnar brotnaði auk þess sem rafmagnslaust varð um borð. 28. júlí 2017 15:40