Vísbendingar um fyrsta fjartunglið í fjarlægu sólkerfi Kjartan Kjartansson skrifar 28. júlí 2017 15:37 Enn á fyrsta tunglið utan sólkerfis okkar eftir að finnast. NASA/JPL-Caltech Mögulegt er að merki sem hópur stjörnufræðinga hefur fundið í gögnum um fjarlægt sólkerfi sé vísbending um fyrsta fjartunglið sem menn hafa komið auga á. Enn leikur þó verulegur vafi á hvort að um tungl sé að ræða. Sé raunverulega um tungl að ræða er það margfalt stærra en nokkuð tungl sem við þekkjum úr sólkerfinu okkar. Fjartunglið er líklega á stærð við reikistjörnuna Neptúnus og með svipaðan massa. Neptúnus er fjórtán sinnum massameiri en jörðin og fjórða stærsta reikistjarna sólkerfisins. Reikistjarnan sem fjartunglið gengur um er á stærð við Júpíter en tíu sinnum massameiri, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hún fannst með Kepler-geimsjónaukanum sem hefur fundið stærstan hluta þekktra fjarreikistjarna. Fékk hún nafnið Kepler-1625b I. Sólkerfið er í um fjögur þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni.Erfitt að greina fjarreikistjörnur frá fjartunglumVísindamenn hafa fundið þúsundir fjarreikistjarna, reikistjörnur á braut um stjörnur í öðrum sólkerfum, undanfarin ár. Erfiðlegar hefur þó gengið að hafa uppi á tunglum á braut um þessar fjarreikistjörnur. Skýringin á því er sú að það er enginn hægðarleikur að finna sjálfar fjarreikistjörnurnar, hvað þá að greina tungl innan um þær. Ein helsta leiðin sem stjörnufræðingar nota til að koma auga á fjarreikistjörnur er að skima eftir svonefndum þvergöngum reikistjarnanna fyrir móðurstjörnur þeirra. Það er þegar reikistjörnurnar ganga fyrir skífu móðurstjarna sinna frá jörðinni séð. Vísindamennirnir nota þá örlitlu breytingu sem verður á birtu stjarnanna þegar fjarreikistjörnurnar skyggja á þær til að reikna út stærð og eðli þeirra.Kepler-geimsjónaukanum var skotið á loft árið 2009. Hann hefur komið auga á þúsundir fjarreikistjarna.NASANánast eins og tvíreikistjarnaSævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, útskýrir að skiljanlega skyggi fjartungl mun minna á stjörnurnar en sjálfar fjarreikistjörnurnar gera. Því sé erfitt að greina tunglin frá merki um reikistjörnur. Fjartunglið sem menn telja sig hafa vísbendingar um nú er hins vegar sérstakt vegna þess hversu stórt það er í samanburði við reikistjörnuna. „Þetta kerfi er nánast eins og tvíreikistjarna vegna stærðarinnar ef satt reynist og þá er auðvitað mun auðveldara að sjá tunglið í gögnunum,“ segir Sævar Helgi.Tungl góð fyrir möguleika lífs á reikistjörnumVísindamennirnir hyggjast nota Hubble-geimsjónaukann til þess að reyna að afla frekari upplýsinga um sólkerfið í október. Sævar Helgi segir uppgötvun á fjartungli spennandi ef hún verður staðfest. „Við teljum til dæmis að það sé gott fyrir lífvænlega hnetti að hafa tungl, bæði til að valda sjávarföllum, jafnvægisstilla möndul plánetunnar og líka taka á sig árekstra við smástirni og halastjörnur sem eru skeinuhættar lífi. Þótt þetta kerfi sé alveg örugglega ekki lífvænlegt er mikilvægt að finna tungl í kringum smærri plánetur en miklu erfiðara vegna smæðar,“ segir hann. Vísindi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira
Mögulegt er að merki sem hópur stjörnufræðinga hefur fundið í gögnum um fjarlægt sólkerfi sé vísbending um fyrsta fjartunglið sem menn hafa komið auga á. Enn leikur þó verulegur vafi á hvort að um tungl sé að ræða. Sé raunverulega um tungl að ræða er það margfalt stærra en nokkuð tungl sem við þekkjum úr sólkerfinu okkar. Fjartunglið er líklega á stærð við reikistjörnuna Neptúnus og með svipaðan massa. Neptúnus er fjórtán sinnum massameiri en jörðin og fjórða stærsta reikistjarna sólkerfisins. Reikistjarnan sem fjartunglið gengur um er á stærð við Júpíter en tíu sinnum massameiri, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hún fannst með Kepler-geimsjónaukanum sem hefur fundið stærstan hluta þekktra fjarreikistjarna. Fékk hún nafnið Kepler-1625b I. Sólkerfið er í um fjögur þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni.Erfitt að greina fjarreikistjörnur frá fjartunglumVísindamenn hafa fundið þúsundir fjarreikistjarna, reikistjörnur á braut um stjörnur í öðrum sólkerfum, undanfarin ár. Erfiðlegar hefur þó gengið að hafa uppi á tunglum á braut um þessar fjarreikistjörnur. Skýringin á því er sú að það er enginn hægðarleikur að finna sjálfar fjarreikistjörnurnar, hvað þá að greina tungl innan um þær. Ein helsta leiðin sem stjörnufræðingar nota til að koma auga á fjarreikistjörnur er að skima eftir svonefndum þvergöngum reikistjarnanna fyrir móðurstjörnur þeirra. Það er þegar reikistjörnurnar ganga fyrir skífu móðurstjarna sinna frá jörðinni séð. Vísindamennirnir nota þá örlitlu breytingu sem verður á birtu stjarnanna þegar fjarreikistjörnurnar skyggja á þær til að reikna út stærð og eðli þeirra.Kepler-geimsjónaukanum var skotið á loft árið 2009. Hann hefur komið auga á þúsundir fjarreikistjarna.NASANánast eins og tvíreikistjarnaSævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, útskýrir að skiljanlega skyggi fjartungl mun minna á stjörnurnar en sjálfar fjarreikistjörnurnar gera. Því sé erfitt að greina tunglin frá merki um reikistjörnur. Fjartunglið sem menn telja sig hafa vísbendingar um nú er hins vegar sérstakt vegna þess hversu stórt það er í samanburði við reikistjörnuna. „Þetta kerfi er nánast eins og tvíreikistjarna vegna stærðarinnar ef satt reynist og þá er auðvitað mun auðveldara að sjá tunglið í gögnunum,“ segir Sævar Helgi.Tungl góð fyrir möguleika lífs á reikistjörnumVísindamennirnir hyggjast nota Hubble-geimsjónaukann til þess að reyna að afla frekari upplýsinga um sólkerfið í október. Sævar Helgi segir uppgötvun á fjartungli spennandi ef hún verður staðfest. „Við teljum til dæmis að það sé gott fyrir lífvænlega hnetti að hafa tungl, bæði til að valda sjávarföllum, jafnvægisstilla möndul plánetunnar og líka taka á sig árekstra við smástirni og halastjörnur sem eru skeinuhættar lífi. Þótt þetta kerfi sé alveg örugglega ekki lífvænlegt er mikilvægt að finna tungl í kringum smærri plánetur en miklu erfiðara vegna smæðar,“ segir hann.
Vísindi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira