Tæpur helmingur repúblikana vill að stjórnvöld geti lokað fjölmiðlum Kjartan Kjartansson skrifar 28. júlí 2017 13:44 Washington Post er einn þeirra fjölmiðla sem Trump og repúblikana hafa ítrekað vænt um að flytja gervifréttir. Vísir/EPA Bandaríska ríkið ætti að geta lokað fjölmiðlum sem það telur hlutdræga eða ónákvæma að mati nærri því helmings repúblikana. Ný skoðanakönnun leiðir í ljós að svipað margir Bandaríkjamenn eru fylgjandi og mótfallnir slíkri valdheimild. Spurningin sem borin var upp var hvort að svarendur myndu styðja það að leyfa dómstólum að loka fréttastofum fyrir að birta eða flytja fréttir sem hlutdrægar eða ónákvæmar. Aðeins 29% sögðu mótfallin slíkri heimild en 28% sögðust henni fylgjandi. Heil 43% sögðust óákveðin í könnun tímaritsins The Economist og könnunarfyrirtækisins Yougov.Mikill munur á demókrötum og repúblikönumHlutföllin voru hins vegar verulega ólík þegar litið var til pólitískra skoðana fólks. Þannig sögðust heil 45% svarenda sem styðja Repúblikanaflokkinn styðja það að stjórnvöld gætu lokað fjölmiðlum. Aðeins 20% sögðust á móti því en 35% voru óviss. Innan við fimmtungur demókrata vill að dómstólar hafi heimild til að þagga niðri í fjölmiðlum og rúm 40% eru andvíg því.Viðhorf Trump til fjölmiðla síast niðurDonald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur eytt miklu púðri í að ráðast á fjölmiðla. Hann hefur ítrekað sakað CNN, New York Times og Washington Post um að flytja gervifréttir og hefur lýst blaðamönnum sem „óvinum þjóðarinnar“. Stjórnmálaskýrandi sem vefmiðillinn Vox ræddi við telur ekki óvarlegt að ætla að orð Trump um fjölmiðla hafi skoðanamótandi áhrif á stuðningsmenn repúblikana. „Það er mikið af vísbendingum um að flokkurinn sem einstaklingar samsama sig með stjórni skoðunum þeirra um fjölda málefna frekar en öfugt,“ segir Will Jordan, kannanagreinandi við almannatengslafyrirtækið Global Strategy Group. Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Bandaríska ríkið ætti að geta lokað fjölmiðlum sem það telur hlutdræga eða ónákvæma að mati nærri því helmings repúblikana. Ný skoðanakönnun leiðir í ljós að svipað margir Bandaríkjamenn eru fylgjandi og mótfallnir slíkri valdheimild. Spurningin sem borin var upp var hvort að svarendur myndu styðja það að leyfa dómstólum að loka fréttastofum fyrir að birta eða flytja fréttir sem hlutdrægar eða ónákvæmar. Aðeins 29% sögðu mótfallin slíkri heimild en 28% sögðust henni fylgjandi. Heil 43% sögðust óákveðin í könnun tímaritsins The Economist og könnunarfyrirtækisins Yougov.Mikill munur á demókrötum og repúblikönumHlutföllin voru hins vegar verulega ólík þegar litið var til pólitískra skoðana fólks. Þannig sögðust heil 45% svarenda sem styðja Repúblikanaflokkinn styðja það að stjórnvöld gætu lokað fjölmiðlum. Aðeins 20% sögðust á móti því en 35% voru óviss. Innan við fimmtungur demókrata vill að dómstólar hafi heimild til að þagga niðri í fjölmiðlum og rúm 40% eru andvíg því.Viðhorf Trump til fjölmiðla síast niðurDonald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur eytt miklu púðri í að ráðast á fjölmiðla. Hann hefur ítrekað sakað CNN, New York Times og Washington Post um að flytja gervifréttir og hefur lýst blaðamönnum sem „óvinum þjóðarinnar“. Stjórnmálaskýrandi sem vefmiðillinn Vox ræddi við telur ekki óvarlegt að ætla að orð Trump um fjölmiðla hafi skoðanamótandi áhrif á stuðningsmenn repúblikana. „Það er mikið af vísbendingum um að flokkurinn sem einstaklingar samsama sig með stjórni skoðunum þeirra um fjölda málefna frekar en öfugt,“ segir Will Jordan, kannanagreinandi við almannatengslafyrirtækið Global Strategy Group.
Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira