Óvinnufær í hálft ár eftir handtökuna Ólöf Skaftadóttir skrifar 28. júlí 2017 06:00 Rannsókn fer nú fram í máli tveggja lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku. Vísir/Eyþór Búist er við að maðurinn sem varð fyrir meintri árás af hendi tveggja lögregluþjóna fyrir utan Hamborgarabúlluna í Kópavogi í maí verði frá vinnu í að minnsta kosti sex mánuði sökum áverkanna sem hann hlaut. Vitni segir lögreglumennina hafa verið varaða við því að þeir myndu fótbrjóta manninn. Maðurinn mun samkvæmt heimildum þurfa langa sjúkraþjálfun og endurhæfingu. Tveir lögreglumenn, karl og kona, sæta rannsókn vegna málsins, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Þau eru grunuð um að hafa veist að tveimur pólskum karlmönnum eftir að hafa verið kölluð til vegna drykkjuláta inni á veitingastaðnum. Báðir hlutu áverka en aðeins annar mannanna lagði fram kæru. Sá sem fótbrotnaði er á fimmtugsaldri og kom hingað til lands í byrjun árs og starfaði hér sem bifvélavirki. Hann hafði hins vegar ekki rétt á veikindaleyfi og var því sagt upp störfum vegna meiðslanna. Maðurinn þurfti að gangast undir skurðaðgerð og hefur ekki mátt stíga í fótinn. Vitni að atvikinu segja lögreglumennina hafa lamið mennina tvo ítrekað með kylfum og svo slengt bílhurðinni fast á fætur annars mannsins þegar hann neitaði að fara inn í lögreglubíl. Eitt vitni segir lögreglumennina sömuleiðis hafa barið manninn í fótinn með kylfu, svo fast að maðurinn hafi verið frá af sársauka. Lögreglumennirnir hafi jafnframt beðið nærstadda um aðstoð og að minnsta kosti einn hafi reynt að aðstoða við að koma manninum inn í bíl. Hins vegar hafi ekki verið að sjá að mennirnir tveir hefðu veist að lögreglu eða beitt hana ofbeldi af nokkru tagi, þrátt fyrir að hinn fótbrotni hafi sýnt mikinn mótþróa við handtökuna. Félagi mannsins hafi svo verið skilinn eftir og að gestir veitingastaðarins hafi verið mjög óttaslegnir, enda hafi maðurinn verið mjög æstur og ögrandi. Lögreglumennirnir eru enn við störf Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Formaðurinn segir manneklu hjá lögreglunni leiða til slysa Undirmönnun innan lögreglunnar er mikið vandamál að sögn formanns Landssambands lögreglumanna. Vill ekki tjá sig um handtökuna fyrir utan Hamborgarabúlluna og meint harðræði lögreglumannanna. 28. júlí 2017 06:00 Lögreglumenn kærðir fyrir gróft ofbeldi Rannsókn fer nú fram í máli tveggja lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku. 27. júlí 2017 06:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Búist er við að maðurinn sem varð fyrir meintri árás af hendi tveggja lögregluþjóna fyrir utan Hamborgarabúlluna í Kópavogi í maí verði frá vinnu í að minnsta kosti sex mánuði sökum áverkanna sem hann hlaut. Vitni segir lögreglumennina hafa verið varaða við því að þeir myndu fótbrjóta manninn. Maðurinn mun samkvæmt heimildum þurfa langa sjúkraþjálfun og endurhæfingu. Tveir lögreglumenn, karl og kona, sæta rannsókn vegna málsins, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Þau eru grunuð um að hafa veist að tveimur pólskum karlmönnum eftir að hafa verið kölluð til vegna drykkjuláta inni á veitingastaðnum. Báðir hlutu áverka en aðeins annar mannanna lagði fram kæru. Sá sem fótbrotnaði er á fimmtugsaldri og kom hingað til lands í byrjun árs og starfaði hér sem bifvélavirki. Hann hafði hins vegar ekki rétt á veikindaleyfi og var því sagt upp störfum vegna meiðslanna. Maðurinn þurfti að gangast undir skurðaðgerð og hefur ekki mátt stíga í fótinn. Vitni að atvikinu segja lögreglumennina hafa lamið mennina tvo ítrekað með kylfum og svo slengt bílhurðinni fast á fætur annars mannsins þegar hann neitaði að fara inn í lögreglubíl. Eitt vitni segir lögreglumennina sömuleiðis hafa barið manninn í fótinn með kylfu, svo fast að maðurinn hafi verið frá af sársauka. Lögreglumennirnir hafi jafnframt beðið nærstadda um aðstoð og að minnsta kosti einn hafi reynt að aðstoða við að koma manninum inn í bíl. Hins vegar hafi ekki verið að sjá að mennirnir tveir hefðu veist að lögreglu eða beitt hana ofbeldi af nokkru tagi, þrátt fyrir að hinn fótbrotni hafi sýnt mikinn mótþróa við handtökuna. Félagi mannsins hafi svo verið skilinn eftir og að gestir veitingastaðarins hafi verið mjög óttaslegnir, enda hafi maðurinn verið mjög æstur og ögrandi. Lögreglumennirnir eru enn við störf
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Formaðurinn segir manneklu hjá lögreglunni leiða til slysa Undirmönnun innan lögreglunnar er mikið vandamál að sögn formanns Landssambands lögreglumanna. Vill ekki tjá sig um handtökuna fyrir utan Hamborgarabúlluna og meint harðræði lögreglumannanna. 28. júlí 2017 06:00 Lögreglumenn kærðir fyrir gróft ofbeldi Rannsókn fer nú fram í máli tveggja lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku. 27. júlí 2017 06:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Formaðurinn segir manneklu hjá lögreglunni leiða til slysa Undirmönnun innan lögreglunnar er mikið vandamál að sögn formanns Landssambands lögreglumanna. Vill ekki tjá sig um handtökuna fyrir utan Hamborgarabúlluna og meint harðræði lögreglumannanna. 28. júlí 2017 06:00
Lögreglumenn kærðir fyrir gróft ofbeldi Rannsókn fer nú fram í máli tveggja lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku. 27. júlí 2017 06:00