Samgöngustofa boðar hertar aðgerðir eftir banaslysið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. júní 2017 20:04 Rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir skipulag og umferðaröryggi ábótavant við Jökulsárlón og nauðsynlegt sé að gera úrbætur. Skipstjóri hjólabáts sem bakkaði á konu á svæðinu fyrir tveimur árum hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Skipstjórinn á hjólabátnum var 22 ára þegar slysið varð, hann var ekki með tilskilin réttindi og á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi ef hann verður dæmdur sekur fyrir manndráp af gáleysi. Slysið gerðist fyrir tveimur árum á malarplani við Jökulsárlón. Kanadísk fjölskylda horfði á þyrlu lenda á svæðinu og sneru baki í hjólabátinn sem var að bakka eftir að hafa náð í farþega. Öll fjölskyldan féll við slysið en konan varð undir afturhjóli bátsins og lést samstundis. Í rannsóknarskýrslu samgönguslysa kemur fram að bakkbúnaður á bátnum hafi verið bilaður, skipstjórinn hafi átt litla möguleika á að sjá fólkið og að það hafi ekki heyrt í bátnum vegna hávaða í þyrlunni.Sjá einnig: Réttindalaus á hjólabát bakkaði yfir ferðakonu Um hálf milljón manna kemur á Jökulsárlón á ári hverju. Á malarsvæðinu við Jökulsárlón blandast því saman mikill fjöldi gangandi vegfarenda, en um hálf milljón manna kemur á svæðið á ári hverju, bíla- og rútuumferð, bátaumferð og eins og þennan dag fyrir tveimur árum, þyrluumferð. Rannsóknarstjóri hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa segir að bæta þurfi skipulag á svæðinu, merkingar og afmarka það betur. „Að mati RSS þar fað fara í öryggisframkvæmdir til að bæta öryggi á staðnum,“ segir Sævar Helgi Lárusson, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa.Þórólfur Árnason, forstjóri SamgöngustofuVísir/GVA„Það þarf fyrir það fyrsta að aðgreina vegfarendahópa. Gera gott bílastæði og góðar gönguleiðir og aðgreina aðrar starfsemi svo sem þessa hjólabáta. Svo ekki sé skörun. notið staðarins án þess að hætta skapist.“ „Þetta er ekki til eftirbreytni“ Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, segir að þetta sé mál sé þörf áminning um að nauðsynlegt sé að skoða bílastæðamál á fjölda ferðamannastaða. „Auðvitað er ábyrgðin alltaf rekstraraðila á hverjum ferðamannastað en blönduð umferð, eins og þarna er, þetta er ekki gott,“ segir Þórólfur. Hann segir að Samgöngustofa muni hvetja rekstraraðila til að gera úrbætur, þar sem það þarf. Hann telur að víða þurfi jafnvel að endurskoða deiliskipulög. „Þetta er ekki til eftirbreytni.“ Þórólfur bætir við að eftirlit Samgöngustofu verði hert. Hann segir að leyfishafinn, í svona málum, sé alltaf ábyrgur. Tengdar fréttir Banaslysið við Jökulsárlón 2015: Skipstjóri hjólabátsins var réttindalaus Í skýrslu RNSA kemur meðal annars fram að skipstjóri Jaka hafði ekki réttindi til þess að stjórna bátnum og að bakkmyndavél Jaka hafi verið óvirk. 23. júní 2017 20:01 Réttindalaus á hjólabát bakkaði yfir ferðakonu Skipstjóri hjólabáts sem bakkaði yfir konu og varð henni að bana við Jökulsárlón árið 2015 hafði ekki réttindi til að stjórna bátnum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir að ríkið þurfi að afmarka umferð við lónið til að tryggja öryggi. 24. júní 2017 07:00 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira
Rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir skipulag og umferðaröryggi ábótavant við Jökulsárlón og nauðsynlegt sé að gera úrbætur. Skipstjóri hjólabáts sem bakkaði á konu á svæðinu fyrir tveimur árum hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Skipstjórinn á hjólabátnum var 22 ára þegar slysið varð, hann var ekki með tilskilin réttindi og á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi ef hann verður dæmdur sekur fyrir manndráp af gáleysi. Slysið gerðist fyrir tveimur árum á malarplani við Jökulsárlón. Kanadísk fjölskylda horfði á þyrlu lenda á svæðinu og sneru baki í hjólabátinn sem var að bakka eftir að hafa náð í farþega. Öll fjölskyldan féll við slysið en konan varð undir afturhjóli bátsins og lést samstundis. Í rannsóknarskýrslu samgönguslysa kemur fram að bakkbúnaður á bátnum hafi verið bilaður, skipstjórinn hafi átt litla möguleika á að sjá fólkið og að það hafi ekki heyrt í bátnum vegna hávaða í þyrlunni.Sjá einnig: Réttindalaus á hjólabát bakkaði yfir ferðakonu Um hálf milljón manna kemur á Jökulsárlón á ári hverju. Á malarsvæðinu við Jökulsárlón blandast því saman mikill fjöldi gangandi vegfarenda, en um hálf milljón manna kemur á svæðið á ári hverju, bíla- og rútuumferð, bátaumferð og eins og þennan dag fyrir tveimur árum, þyrluumferð. Rannsóknarstjóri hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa segir að bæta þurfi skipulag á svæðinu, merkingar og afmarka það betur. „Að mati RSS þar fað fara í öryggisframkvæmdir til að bæta öryggi á staðnum,“ segir Sævar Helgi Lárusson, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa.Þórólfur Árnason, forstjóri SamgöngustofuVísir/GVA„Það þarf fyrir það fyrsta að aðgreina vegfarendahópa. Gera gott bílastæði og góðar gönguleiðir og aðgreina aðrar starfsemi svo sem þessa hjólabáta. Svo ekki sé skörun. notið staðarins án þess að hætta skapist.“ „Þetta er ekki til eftirbreytni“ Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, segir að þetta sé mál sé þörf áminning um að nauðsynlegt sé að skoða bílastæðamál á fjölda ferðamannastaða. „Auðvitað er ábyrgðin alltaf rekstraraðila á hverjum ferðamannastað en blönduð umferð, eins og þarna er, þetta er ekki gott,“ segir Þórólfur. Hann segir að Samgöngustofa muni hvetja rekstraraðila til að gera úrbætur, þar sem það þarf. Hann telur að víða þurfi jafnvel að endurskoða deiliskipulög. „Þetta er ekki til eftirbreytni.“ Þórólfur bætir við að eftirlit Samgöngustofu verði hert. Hann segir að leyfishafinn, í svona málum, sé alltaf ábyrgur.
Tengdar fréttir Banaslysið við Jökulsárlón 2015: Skipstjóri hjólabátsins var réttindalaus Í skýrslu RNSA kemur meðal annars fram að skipstjóri Jaka hafði ekki réttindi til þess að stjórna bátnum og að bakkmyndavél Jaka hafi verið óvirk. 23. júní 2017 20:01 Réttindalaus á hjólabát bakkaði yfir ferðakonu Skipstjóri hjólabáts sem bakkaði yfir konu og varð henni að bana við Jökulsárlón árið 2015 hafði ekki réttindi til að stjórna bátnum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir að ríkið þurfi að afmarka umferð við lónið til að tryggja öryggi. 24. júní 2017 07:00 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira
Banaslysið við Jökulsárlón 2015: Skipstjóri hjólabátsins var réttindalaus Í skýrslu RNSA kemur meðal annars fram að skipstjóri Jaka hafði ekki réttindi til þess að stjórna bátnum og að bakkmyndavél Jaka hafi verið óvirk. 23. júní 2017 20:01
Réttindalaus á hjólabát bakkaði yfir ferðakonu Skipstjóri hjólabáts sem bakkaði yfir konu og varð henni að bana við Jökulsárlón árið 2015 hafði ekki réttindi til að stjórna bátnum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir að ríkið þurfi að afmarka umferð við lónið til að tryggja öryggi. 24. júní 2017 07:00