Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - FH 0-1 | Lennon tryggði FH stigin þrjú í Eyjum Gabríel Sighvatsson skrifar 25. júní 2017 18:45 Steven Lennon bjargaði FH í dag. vísir/anton brink FH vann 1-0 sigur á ÍBV í 9. umferð Pepsi-deildar karla í dag en Steven Lennon skoraði eina mark leiksins beint úr aukaspyrnu. Eyjamenn vildu meina að boltinn hefði ekki farið yfir línuna en markið var dæmt gilt. Það er ekki hægt að segja að sigurinn sem FH sótti í dag hafi verið fallegur. Eyjamenn spiluðu vel í fyrri hálfleik og sköpuðu sér mikið af færum. FH-ingar skoruðu eina mark sitt úr aukaspyrnu. Steven Lennon átti flotta spyrnu en vafi leikur á um hvort boltinn hafi farið inn fyrir línuna eða ekki. FH voru heilt yfir slakir, áttu til að mynda ekki eitt skot á rammann (aukaspyrnan fór í slána og inn) en skoruðu samt eina markið og þegar upp er staðið eru það jú mörkin sem telja.Af hverju vann FH? FH var eina liðið sem skoraði og ekki mikið meira hægt að segja um það. Þeir fengu eitt færi og fengu dæmt mark. Þrátt fyrir að ÍBV hafi fengið þó nokkur færi voru engin þeirra afgerandi og það vantaði alltaf að klára færin þegar að því kom. Þorvaldur Árnason fékk óblíðar móttökur við margar ákvarðanir sínar og þeir hörðustu munu segja að hann hafi að einhverju leyti kostaði ÍBV leikinn en það var svo margt annað sem spilaði inn í til að hægt sé að skella sökinni á dómarann. Hverjir stóðu upp úr? Það var í raun enginn góður hjá FH í dag. Gunnar Nielsen varði vel í fyrri hálfleik en það var minna að gera hjá honum í seinni hálfleik. Pétur Viðarsson fær nafnbótina maður leiksins en hann var FH-ingum mikilvægur í vörninni. Harður í horn að taka og ein ástæða þess að liðið hélt hreinu. Atli Arnarsson kom inn í liðið í stað hins meidda Sindra Snæ og stóð vaktina virkilega vel. Átti afbragðsleik, sinn besta í sumar, og hefði getað skorað 1-2 mörk. Það er mikið spunnið í drenginn þó hann hafi ekki sýnt það nógu oft í sumar. Matt Garner er allur að koma til. Átti annan sterkan leik í vörn Eyjamanna og hann er að finna sig vel í þriggja hafsenta kerfinu hjá ÍBV.Hvað gekk illa? FH skapaði sér varla færi í leiknum. Þeim gekk illa að halda bolta og voru ekki að ógna að neinu ráði. Í seinni hálfleik féllu þeir til baka og náðu inn einu marki. Þá var brekkan orðin erfið fyrir ÍBV sem eftir það gekk illa að brjóta vörn FH á bak aftur. Í fyrri hálfleik hefðu þeir kannski átt að skora en það vantaði betri afgreiðslu hjá skotmönnunum, eitthvað sem hefur verið vandamál fyrir þá í allt sumar.Hvað gerist næst? Bæði lið taka þátt í bikarnum næst, ÍBV fer í Fossvoginn og freistar þess að ná í sigur þar á meðan FH sækir Fylki heim. Varðandi gengi liðanna í deildinni má segja að FH sé enn með í toppbaráttunni eftir sigurinn en Eyjamenn eru viðloðandi fallsvæðið eftir að hafa sýnt ágætis spretti af og til.Einkunnir: FH (4-3-3): Gunnar Nielsen 7 – Böðvar Böðvarsson 4, Pétur Viðarsson 8, Bergsveinn Ólafsson 7, Guðmundur Karl Guðmundsson 6 - Davíð Þór Viðarsson 5, Emil Pálsson 5 (87. Kassim Doumbia -), Steven Lennon 6 - Atli Guðnason 6 (90. Robert Crawford -), Halldór Orri Björnsson 5 (78. Þórarinn Ingi Valdimarsson -), Kristján Flóki Finnbogason 4. ÍBV (5-3-2): Halldór Páll Geirsson 6 – Jónas Tór Næs 7, Hafsteinn Briem 6, Avni Pepa 6, Matt Garner 8, Felix Örn Friðriksson 6 – Pablo Punyed 6, Atli Arnarsson 7, Mikkel Maigaard Jakobsen 7 (73. Viktor Adebahr -) – Sigurður Grétar Benónýsson 6 (64. Alvaro Montejo Calleja 6), Arnór Gauti Ragnarsson 7 (86. Gunnar Heiðar Þorvaldsson -).Pétur Viðarsson: Fannst sigurinn á endanum vera sanngjarn „Ég veit ekki með heppni í dag, þetta var ekki fallegur sigur en mér fannst við spila ágætlega á köflum og komast í þeir stöður á vellinum sem við vildum. Við fengum ekki mörg opin færi en fáum mark úr aukaspyrnu og þeir sköpuðu ekki mikið að mínu mati. Mér fannst þetta alveg sanngjarn sigur og ég er mjög ánægður með þrjú stig í dag.“ Markið sem FH skoraði kom beint úr aukaspyrna en mjög misjafnar skoðanir ríktu á því hvort boltinn hafi farið inn eða ekki, svo vægt sé til orða tekið. „Ég var rétt fyrir utan teiginn, ég gat ekki séð hvort hann væri inni eða úti. Dómarinn dæmdi þetta af hliðarlínunni, eigum við ekki bara að vera sáttir með það,“ FH var að vinna sinn þriðja leik í sumar. „Við erum ekki búnir að vinna síðustu tvo leiki í deildinni og þurftum þrjú stig í dag til að halda í við toppliðin. Við erum í 3. sæti núna þannig að við erum bara sáttir með sigurinn í dag.“ Pétur var ánægður með að hann og félagar hans í vörninni skyldu halda hreinu. „Við varnarmennirnir leggjum upp með að halda hreinu, við byrjum á því og svo kemur hitt. Við vissum alveg að við myndum skora í dag,“ sagði Pétur. „Þeir þrýstu aðeins á okkur í lokin, mér fannst við þéttir fyrir. Kassim (Doumbia) kom inn á í lokin og skallaði allt í burtu sem kom nálægt okkur,“Heimir: Byrjuðum ekki vel Heimir Guðjónssonvar auðvitað ánægður með að ná í stigin þrjú en viðurkenndi að spilamennskan hefði getað verið betri. „Erfiður útileikur, ÍBV er með hörkugott lið, flotta fótboltamenn og við vissum að þetta yrði erfiður leikur en gott hjá okkur að fara héðan með þrjú stig, það eru ekki allir sem gera það.“ „Við byrjum þetta ekki vel en síðustu 15-20 mínútur fyrir hálfleik voru fínar og við byggjum á því í seinni hálfleik. Við finnum opnanir í seinni hálfleik og svo setur Lenny (Steven Lennon) flott mark úr aukaspyrnu.“ Heimir gat ekki heldur tjáð sig um lögmæti marksins þar sem boltinn skoppaði af slánni og inn fyrir að mati aðstoðardómarans. „Ég sá það ekki þar sem ég stóð en tríó-ið var með þetta á hreinu og ég treysti þeim fullkomlega,“ Varnarmennirnir héldu hreinu í dag og það dugði til sigurs. „Við lögðum upp með að halda hreinu og það er ekkert vafamál að okkur hefur ekki gengið eins vel og við vildum en það þarf að byrja á varnarleiknum og fínt að halda markinu hreinu því við skorum yfirleitt alltaf,“ Eftir þennan leik er hægt að segja að FH séu mættir aftir í toppbaráttuna, sérstaklega eftir að Valur missteig sig í gær. „Við þurfum fyrst og fremst að hugsa um okkur, taka einn leik í einu, halda áfram að vinna vel á æfingasvæðinu og mæta klárir í leikina,“ sagði Heimir að lokum.Kristján: Sköpuðum færi Kristján Guðmundsson var ánægður með leik sinna manna en fannst úrslitin ekki jafn góð . „Það er orðið sem þú notar, svekkjandi, að tapa en við erum mjög ánægðir með hvernig liðið spilaði, við vorum hrikalega góðir bæði í sókn og vörn og sköpuðum okkur færi. Þetta er gott þroskamerki á liðinu,“ „Mér fannst við skapa okkur færi og brjóta þá á bak aftur. Við nýtum bara ekki færin, sérstaklega í fyrri hálfleik, það er svo mikilvægt að ná 1-0 markinu og eigum að gera það í fyrri hálfleik. Við vorum ánægði með leikinn og það er bara þetta sem vantar, að klára færin.“ Kristján hafði greinilega skoðun á markinu sem gestirnir skoruðu en vildi ekki tjá sig mikið um það frekar en frammistöðu dómarans. „Við verðum bara að treysta dómurunum fyrir að dæma leikinn. Það er ekkert annað hægt að gera heldur en að trúa og treysta á þeirra heiðarleika og að þeir sýni góða frammistöðu. Ég er búinn að láta dómarann vita hvað mér fannst um hans frammistöðu.“ Næsti leikur er geng Víkingi R. í bikarnum.„Ég vona að við náum að fylgja þessum leik eftir og spila svona vel og í dag, það gefur okkur eitthvað á endanum, það er ljóst.“ Það er ljóst að það bíður hörð barátta hjá Eyjamönnum en liðin fyrir neðan þá eru farin að narta í hælana á þeim. „Deildin er bara það jöfn að einn sigur og liðið hoppar upp um mörg sæti, upp eða niður töfluna, við verðum bara að sjá þegar lengra er liðið inn í mótið hvernig hefur tekist að safna stigum og hvað verður. Liðin eru mjög misjöfn frá því að raka inn mörgum stigum í röð og tapa mörgum. Við sjáum bara til, þetta var flott spilamennska í dag og ég er hrikalega ánægður með liðið.“ Pepsi Max-deild karla
FH vann 1-0 sigur á ÍBV í 9. umferð Pepsi-deildar karla í dag en Steven Lennon skoraði eina mark leiksins beint úr aukaspyrnu. Eyjamenn vildu meina að boltinn hefði ekki farið yfir línuna en markið var dæmt gilt. Það er ekki hægt að segja að sigurinn sem FH sótti í dag hafi verið fallegur. Eyjamenn spiluðu vel í fyrri hálfleik og sköpuðu sér mikið af færum. FH-ingar skoruðu eina mark sitt úr aukaspyrnu. Steven Lennon átti flotta spyrnu en vafi leikur á um hvort boltinn hafi farið inn fyrir línuna eða ekki. FH voru heilt yfir slakir, áttu til að mynda ekki eitt skot á rammann (aukaspyrnan fór í slána og inn) en skoruðu samt eina markið og þegar upp er staðið eru það jú mörkin sem telja.Af hverju vann FH? FH var eina liðið sem skoraði og ekki mikið meira hægt að segja um það. Þeir fengu eitt færi og fengu dæmt mark. Þrátt fyrir að ÍBV hafi fengið þó nokkur færi voru engin þeirra afgerandi og það vantaði alltaf að klára færin þegar að því kom. Þorvaldur Árnason fékk óblíðar móttökur við margar ákvarðanir sínar og þeir hörðustu munu segja að hann hafi að einhverju leyti kostaði ÍBV leikinn en það var svo margt annað sem spilaði inn í til að hægt sé að skella sökinni á dómarann. Hverjir stóðu upp úr? Það var í raun enginn góður hjá FH í dag. Gunnar Nielsen varði vel í fyrri hálfleik en það var minna að gera hjá honum í seinni hálfleik. Pétur Viðarsson fær nafnbótina maður leiksins en hann var FH-ingum mikilvægur í vörninni. Harður í horn að taka og ein ástæða þess að liðið hélt hreinu. Atli Arnarsson kom inn í liðið í stað hins meidda Sindra Snæ og stóð vaktina virkilega vel. Átti afbragðsleik, sinn besta í sumar, og hefði getað skorað 1-2 mörk. Það er mikið spunnið í drenginn þó hann hafi ekki sýnt það nógu oft í sumar. Matt Garner er allur að koma til. Átti annan sterkan leik í vörn Eyjamanna og hann er að finna sig vel í þriggja hafsenta kerfinu hjá ÍBV.Hvað gekk illa? FH skapaði sér varla færi í leiknum. Þeim gekk illa að halda bolta og voru ekki að ógna að neinu ráði. Í seinni hálfleik féllu þeir til baka og náðu inn einu marki. Þá var brekkan orðin erfið fyrir ÍBV sem eftir það gekk illa að brjóta vörn FH á bak aftur. Í fyrri hálfleik hefðu þeir kannski átt að skora en það vantaði betri afgreiðslu hjá skotmönnunum, eitthvað sem hefur verið vandamál fyrir þá í allt sumar.Hvað gerist næst? Bæði lið taka þátt í bikarnum næst, ÍBV fer í Fossvoginn og freistar þess að ná í sigur þar á meðan FH sækir Fylki heim. Varðandi gengi liðanna í deildinni má segja að FH sé enn með í toppbaráttunni eftir sigurinn en Eyjamenn eru viðloðandi fallsvæðið eftir að hafa sýnt ágætis spretti af og til.Einkunnir: FH (4-3-3): Gunnar Nielsen 7 – Böðvar Böðvarsson 4, Pétur Viðarsson 8, Bergsveinn Ólafsson 7, Guðmundur Karl Guðmundsson 6 - Davíð Þór Viðarsson 5, Emil Pálsson 5 (87. Kassim Doumbia -), Steven Lennon 6 - Atli Guðnason 6 (90. Robert Crawford -), Halldór Orri Björnsson 5 (78. Þórarinn Ingi Valdimarsson -), Kristján Flóki Finnbogason 4. ÍBV (5-3-2): Halldór Páll Geirsson 6 – Jónas Tór Næs 7, Hafsteinn Briem 6, Avni Pepa 6, Matt Garner 8, Felix Örn Friðriksson 6 – Pablo Punyed 6, Atli Arnarsson 7, Mikkel Maigaard Jakobsen 7 (73. Viktor Adebahr -) – Sigurður Grétar Benónýsson 6 (64. Alvaro Montejo Calleja 6), Arnór Gauti Ragnarsson 7 (86. Gunnar Heiðar Þorvaldsson -).Pétur Viðarsson: Fannst sigurinn á endanum vera sanngjarn „Ég veit ekki með heppni í dag, þetta var ekki fallegur sigur en mér fannst við spila ágætlega á köflum og komast í þeir stöður á vellinum sem við vildum. Við fengum ekki mörg opin færi en fáum mark úr aukaspyrnu og þeir sköpuðu ekki mikið að mínu mati. Mér fannst þetta alveg sanngjarn sigur og ég er mjög ánægður með þrjú stig í dag.“ Markið sem FH skoraði kom beint úr aukaspyrna en mjög misjafnar skoðanir ríktu á því hvort boltinn hafi farið inn eða ekki, svo vægt sé til orða tekið. „Ég var rétt fyrir utan teiginn, ég gat ekki séð hvort hann væri inni eða úti. Dómarinn dæmdi þetta af hliðarlínunni, eigum við ekki bara að vera sáttir með það,“ FH var að vinna sinn þriðja leik í sumar. „Við erum ekki búnir að vinna síðustu tvo leiki í deildinni og þurftum þrjú stig í dag til að halda í við toppliðin. Við erum í 3. sæti núna þannig að við erum bara sáttir með sigurinn í dag.“ Pétur var ánægður með að hann og félagar hans í vörninni skyldu halda hreinu. „Við varnarmennirnir leggjum upp með að halda hreinu, við byrjum á því og svo kemur hitt. Við vissum alveg að við myndum skora í dag,“ sagði Pétur. „Þeir þrýstu aðeins á okkur í lokin, mér fannst við þéttir fyrir. Kassim (Doumbia) kom inn á í lokin og skallaði allt í burtu sem kom nálægt okkur,“Heimir: Byrjuðum ekki vel Heimir Guðjónssonvar auðvitað ánægður með að ná í stigin þrjú en viðurkenndi að spilamennskan hefði getað verið betri. „Erfiður útileikur, ÍBV er með hörkugott lið, flotta fótboltamenn og við vissum að þetta yrði erfiður leikur en gott hjá okkur að fara héðan með þrjú stig, það eru ekki allir sem gera það.“ „Við byrjum þetta ekki vel en síðustu 15-20 mínútur fyrir hálfleik voru fínar og við byggjum á því í seinni hálfleik. Við finnum opnanir í seinni hálfleik og svo setur Lenny (Steven Lennon) flott mark úr aukaspyrnu.“ Heimir gat ekki heldur tjáð sig um lögmæti marksins þar sem boltinn skoppaði af slánni og inn fyrir að mati aðstoðardómarans. „Ég sá það ekki þar sem ég stóð en tríó-ið var með þetta á hreinu og ég treysti þeim fullkomlega,“ Varnarmennirnir héldu hreinu í dag og það dugði til sigurs. „Við lögðum upp með að halda hreinu og það er ekkert vafamál að okkur hefur ekki gengið eins vel og við vildum en það þarf að byrja á varnarleiknum og fínt að halda markinu hreinu því við skorum yfirleitt alltaf,“ Eftir þennan leik er hægt að segja að FH séu mættir aftir í toppbaráttuna, sérstaklega eftir að Valur missteig sig í gær. „Við þurfum fyrst og fremst að hugsa um okkur, taka einn leik í einu, halda áfram að vinna vel á æfingasvæðinu og mæta klárir í leikina,“ sagði Heimir að lokum.Kristján: Sköpuðum færi Kristján Guðmundsson var ánægður með leik sinna manna en fannst úrslitin ekki jafn góð . „Það er orðið sem þú notar, svekkjandi, að tapa en við erum mjög ánægðir með hvernig liðið spilaði, við vorum hrikalega góðir bæði í sókn og vörn og sköpuðum okkur færi. Þetta er gott þroskamerki á liðinu,“ „Mér fannst við skapa okkur færi og brjóta þá á bak aftur. Við nýtum bara ekki færin, sérstaklega í fyrri hálfleik, það er svo mikilvægt að ná 1-0 markinu og eigum að gera það í fyrri hálfleik. Við vorum ánægði með leikinn og það er bara þetta sem vantar, að klára færin.“ Kristján hafði greinilega skoðun á markinu sem gestirnir skoruðu en vildi ekki tjá sig mikið um það frekar en frammistöðu dómarans. „Við verðum bara að treysta dómurunum fyrir að dæma leikinn. Það er ekkert annað hægt að gera heldur en að trúa og treysta á þeirra heiðarleika og að þeir sýni góða frammistöðu. Ég er búinn að láta dómarann vita hvað mér fannst um hans frammistöðu.“ Næsti leikur er geng Víkingi R. í bikarnum.„Ég vona að við náum að fylgja þessum leik eftir og spila svona vel og í dag, það gefur okkur eitthvað á endanum, það er ljóst.“ Það er ljóst að það bíður hörð barátta hjá Eyjamönnum en liðin fyrir neðan þá eru farin að narta í hælana á þeim. „Deildin er bara það jöfn að einn sigur og liðið hoppar upp um mörg sæti, upp eða niður töfluna, við verðum bara að sjá þegar lengra er liðið inn í mótið hvernig hefur tekist að safna stigum og hvað verður. Liðin eru mjög misjöfn frá því að raka inn mörgum stigum í röð og tapa mörgum. Við sjáum bara til, þetta var flott spilamennska í dag og ég er hrikalega ánægður með liðið.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti