Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Kristján Már Unnarsson skrifar 23. mars 2017 21:00 Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. Fjallað var um aflahrotuna í fréttum Stöðvar 2 og sýndar myndir af Nesinu, sem sjá má í spilaranum hér að ofan. Það er líflegt í höfnunum á utanverðu Snæfellsnesi þessa dagana og aflatölurnar með ólíkindum. Rifsari, 26 metra bátur, kom með 37 tonn að landi í Rifshöfn eftir daginn í gær og heyrið hvað Rafn Guðlaugsson og sonur hans á Katrínu SH, fjórtán metra plastbát, komu með að landi í Ólafsvík: „Tólf-þrettán tonn í ellefu net upp úr sjó. Ég held að það hafi aldrei verið svo mikill fiskur, - í alvöru talað,“ segir Rafn. Þeir fóru reyndar tvo túra í gær til að sækja allan þennan fisk.Ómar Marísson, háseti á Saxhamri, við löndun á Rifi.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hásetarnir á stærri bátunum láta einnig vel af fiskeríinu, þeir á Saxhamri voru að landa 28 tonnum á Rifi eftir daginn. Ómar Marísson, háseti á Saxhamri, segir að þeir hafi ekki þurft að sækja langt, þeir hafi veitt þetta rétt fyrir utan, „þetta er svona tuttugu mínútna stím,“ segir hann. „Það er farið út klukkan sjö á morgnana. Við erum að koma heim svona þrjú-fjögur,“ segir Ómar.Frá Rifshöfn í gær. Magnús SH frá Hellissandi kemur að bryggju.Stöð 2/Hákon Logi Sigurðarson.Aflinn er nær eingöngu þorskur og það vænn. „Mjög stór og góður þorskur. Svo er síldin hér inn um allt. Svo kom blessuð loðnan, sem betur fer, því það skiptir okkur miklu máli, fyrir þorskinn, að fá loðnuna,“ segir Rafn Guðlaugsson. Línubátar veiða þó ekki eins vel og netabátar og dragnótabátar, sem bendir til að þorskurinn sé í miklu æti og hafi minni áhuga á beitunni.Rætt við Rafn Guðlaugsson í Ólafsvíkurhöfn.Stöð 2/Sigurjón Ólason„Núna erum við að fá kannski tíu tonn í net. Það þótti hérna í gamla daga gott að fá tonn í net.“ Og Rafn hefur reynsluna, búinn að sækja sjóinn í hálfa öld. -Hefurðu séð annað eins? „Ég held ekki. Ég held ég muni ekki eftir þessu. Þetta er með ólíkindum.“Gunnar Bjarnason SH í Ólafsvíkurhöfn í gær.Stöð 2/Hákon Logi Sigurðarson. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. Fjallað var um aflahrotuna í fréttum Stöðvar 2 og sýndar myndir af Nesinu, sem sjá má í spilaranum hér að ofan. Það er líflegt í höfnunum á utanverðu Snæfellsnesi þessa dagana og aflatölurnar með ólíkindum. Rifsari, 26 metra bátur, kom með 37 tonn að landi í Rifshöfn eftir daginn í gær og heyrið hvað Rafn Guðlaugsson og sonur hans á Katrínu SH, fjórtán metra plastbát, komu með að landi í Ólafsvík: „Tólf-þrettán tonn í ellefu net upp úr sjó. Ég held að það hafi aldrei verið svo mikill fiskur, - í alvöru talað,“ segir Rafn. Þeir fóru reyndar tvo túra í gær til að sækja allan þennan fisk.Ómar Marísson, háseti á Saxhamri, við löndun á Rifi.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hásetarnir á stærri bátunum láta einnig vel af fiskeríinu, þeir á Saxhamri voru að landa 28 tonnum á Rifi eftir daginn. Ómar Marísson, háseti á Saxhamri, segir að þeir hafi ekki þurft að sækja langt, þeir hafi veitt þetta rétt fyrir utan, „þetta er svona tuttugu mínútna stím,“ segir hann. „Það er farið út klukkan sjö á morgnana. Við erum að koma heim svona þrjú-fjögur,“ segir Ómar.Frá Rifshöfn í gær. Magnús SH frá Hellissandi kemur að bryggju.Stöð 2/Hákon Logi Sigurðarson.Aflinn er nær eingöngu þorskur og það vænn. „Mjög stór og góður þorskur. Svo er síldin hér inn um allt. Svo kom blessuð loðnan, sem betur fer, því það skiptir okkur miklu máli, fyrir þorskinn, að fá loðnuna,“ segir Rafn Guðlaugsson. Línubátar veiða þó ekki eins vel og netabátar og dragnótabátar, sem bendir til að þorskurinn sé í miklu æti og hafi minni áhuga á beitunni.Rætt við Rafn Guðlaugsson í Ólafsvíkurhöfn.Stöð 2/Sigurjón Ólason„Núna erum við að fá kannski tíu tonn í net. Það þótti hérna í gamla daga gott að fá tonn í net.“ Og Rafn hefur reynsluna, búinn að sækja sjóinn í hálfa öld. -Hefurðu séð annað eins? „Ég held ekki. Ég held ég muni ekki eftir þessu. Þetta er með ólíkindum.“Gunnar Bjarnason SH í Ólafsvíkurhöfn í gær.Stöð 2/Hákon Logi Sigurðarson.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira