Nei þýðir nei, þýðir nei, þýðir nei Heimir Már Pétursson skrifar 23. mars 2017 18:30 Heilbrigðisráðherra var þráspurður um það á Alþingi í dag hvort hann ætlaði að samþykkja frekari einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu með því að heimila Klínikinni að reka einkasjúkrahús. En þótt ráðherrann þvertæki fyrir þetta, var eins og þingmenn stjórnarandstöðunnar tryðu ekki svörunum. Pólitíkin tekur oft á sig undarlegar myndir. Í fyrirspurnatíma í dag mátti ætla að annað hvort heyrðu þingmenn illa eða heilbrigðisráðherra talaði óskýrt - en svo getur verið að allir heyri ágætlega og ráðherrann hafi talað nokkuð skýrt en menn kosið að hlusta ekki hver á annan. Fimm þingmenn komust að með fyrirspurnir til ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum í dag og fjórir þeirra voru meira og minna allir með sömu spurningarnar til heilbrigðisráðherra varðandi hugsanlegt starfsleyfi til Klínikurinnar um rekstur einkasjúkrahúss.Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata.Vísir/EyþórVitnaði í eldri ræðu ráðherra Einar Brynjólfsson þingmaður Pírata vitnaði þingræðu Óttars Proppé heilbrigðisráðherra frá því hann var þingmaður í desember, þar sem hann sagði Bjarta framtíð hafa verið jákvæða gagnvart fjölbreyttu rekstrarformi í heilbrigðiskerfinu. „Það er ekki laumuleg leið til að ljúga í gegn alræmdri og ískaldri einkavæðingu í kerfinu. Heldur þvert á móti,“ hafði Einar eftir Óttarri. „Ég vil bara nota tækifærið til að taka fullkomlega undir með sjálfum mér og standa við þær fullyrðingar sem komu fram í ræðu minni 22. Desember,“ svaraði Óttarr. Svör ráðherrans dugðu frænda hans Kolbeini Óttarssyni Proppé þingmanni Vinstri grænna ekki og fannst honum greinilega erfitt að fest hönd á stefnu frænda síns. „Það á að vera hverjum þeim sem sest á ráðherrastól einfalt mál að segja hreint út hvort að viðkomandi sé fylgjandi því að sjúkrahús eða starfsemi af þessum toga sé í gangi, verði leyfð eða ekki,“ sagði Kolbeinn.Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG.Vísir/AntonStyður ekki uppbyggingu á einkareknum sjúkrahúsum sem rekin eru í gróðaskyni Ráðherra ítrekaði margsinnis í umræðunni að hann styddi, og það væri hluti af stefnu Bjartrar framtíðar, að sjálfseignarstofnanir kæmu að rekstri á ýmsum sviðum, sem hafi verið mikilvægur hluti af íslensku heilbrigðiskerfi. „Hins vegar styð ég ekki og mun ekki styðja uppbyggingu á einkareknum sjúkrahúsum með heildstæðri þjónustu sem eru reknar í gróðaskyni,“ sagði Óttarr. Það standi aftur á móti til að semja við sömu opinberu heilbrigðisstofnanir og áður ásamt augnaðgerðafyrirtæki um niðurskurð á biðlistum á þessu ári. Klínikin væri ekki þar á meðal. Unnið væri eftir áður gerðu rammasamkomulagi við Læknafélag Reykjavíkur í þessum efnum. „Þar heyrir meðal annars ekki undir rekstur á margra daga legudeild. Til slíks þyrfti sérstaka samninga,“ sagði heilbrigðisráðherra. Það hafi hins vegar verið ágætur hluti af heilbrigðiskerfinu að minni aðgerðir geti farið fram á stofum sérfræðinga. „En ég sé ekki að það yrði til heilla að dreifa kröftum heilbrigðiskerfisins með því að auka flóknari og meiri sjúkrahúsþjónustu hjá aðilum annars staðar en hjá þeim sjúkrahúsum og spítölum sem fyrir eru,“ sagði Óttarr Proppé. Ráðherrann hafði í frétt á Vísi þegar í gær svarað fyrir söguburð um að hann hefði gengið til samninga við Klíníkina og rekstur á sjúkrastofnun. Mótmælum gegn meintri einkavæðingu heilbrigðisráðherra sem boðað hafði verið til á Austurvelli í dag, var frestað vegna veðurs. Tengdar fréttir Enginn fótur fyrir Gróusögu á Alþingi Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir ekkert til í fullyrðingum Elsu Láru Arnardóttur þingmans Framsóknarflokksins á Alþingi í dag, að hann sé að semja um aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. 22. mars 2017 19:30 Ekki áhersla ríkisstjórnarinnar að auka einkarekstur Til greina komi að hafna umsókn um rekstur sérhæfðrar sjúkraþjónustu í Ármúla, komi í ljós að hún hafi slæm áhrif á heilbrigðiskerfið. 27. janúar 2017 19:31 Segir ráðherra bera pólitíska ábyrgð á einkasjúkrahúsi Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er mótfallinn hugmyndum um að einkafyrirtækið Klínikin í Ármúla fái að opna legudeild. Hann segir að opnun legudeildarinnar sé pólitísk ákvörðun sem heilbrigðisráðherra þurfi að taka afstöðu til. 27. janúar 2017 14:15 Fyrstu bæklunaraðgerðirnar á einkastofu framkvæmdar fyrir 1,2 milljón króna Þeir sem geta reitt fram fjárhæðina sleppa því við árs biðlista á Landspítalanum. Framkvæmdastjóri Klíníkunnar segir alla þurfa að hjálpast að í heilbrigðiskerfinu. 5. mars 2017 19:30 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Sjá meira
Heilbrigðisráðherra var þráspurður um það á Alþingi í dag hvort hann ætlaði að samþykkja frekari einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu með því að heimila Klínikinni að reka einkasjúkrahús. En þótt ráðherrann þvertæki fyrir þetta, var eins og þingmenn stjórnarandstöðunnar tryðu ekki svörunum. Pólitíkin tekur oft á sig undarlegar myndir. Í fyrirspurnatíma í dag mátti ætla að annað hvort heyrðu þingmenn illa eða heilbrigðisráðherra talaði óskýrt - en svo getur verið að allir heyri ágætlega og ráðherrann hafi talað nokkuð skýrt en menn kosið að hlusta ekki hver á annan. Fimm þingmenn komust að með fyrirspurnir til ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum í dag og fjórir þeirra voru meira og minna allir með sömu spurningarnar til heilbrigðisráðherra varðandi hugsanlegt starfsleyfi til Klínikurinnar um rekstur einkasjúkrahúss.Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata.Vísir/EyþórVitnaði í eldri ræðu ráðherra Einar Brynjólfsson þingmaður Pírata vitnaði þingræðu Óttars Proppé heilbrigðisráðherra frá því hann var þingmaður í desember, þar sem hann sagði Bjarta framtíð hafa verið jákvæða gagnvart fjölbreyttu rekstrarformi í heilbrigðiskerfinu. „Það er ekki laumuleg leið til að ljúga í gegn alræmdri og ískaldri einkavæðingu í kerfinu. Heldur þvert á móti,“ hafði Einar eftir Óttarri. „Ég vil bara nota tækifærið til að taka fullkomlega undir með sjálfum mér og standa við þær fullyrðingar sem komu fram í ræðu minni 22. Desember,“ svaraði Óttarr. Svör ráðherrans dugðu frænda hans Kolbeini Óttarssyni Proppé þingmanni Vinstri grænna ekki og fannst honum greinilega erfitt að fest hönd á stefnu frænda síns. „Það á að vera hverjum þeim sem sest á ráðherrastól einfalt mál að segja hreint út hvort að viðkomandi sé fylgjandi því að sjúkrahús eða starfsemi af þessum toga sé í gangi, verði leyfð eða ekki,“ sagði Kolbeinn.Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG.Vísir/AntonStyður ekki uppbyggingu á einkareknum sjúkrahúsum sem rekin eru í gróðaskyni Ráðherra ítrekaði margsinnis í umræðunni að hann styddi, og það væri hluti af stefnu Bjartrar framtíðar, að sjálfseignarstofnanir kæmu að rekstri á ýmsum sviðum, sem hafi verið mikilvægur hluti af íslensku heilbrigðiskerfi. „Hins vegar styð ég ekki og mun ekki styðja uppbyggingu á einkareknum sjúkrahúsum með heildstæðri þjónustu sem eru reknar í gróðaskyni,“ sagði Óttarr. Það standi aftur á móti til að semja við sömu opinberu heilbrigðisstofnanir og áður ásamt augnaðgerðafyrirtæki um niðurskurð á biðlistum á þessu ári. Klínikin væri ekki þar á meðal. Unnið væri eftir áður gerðu rammasamkomulagi við Læknafélag Reykjavíkur í þessum efnum. „Þar heyrir meðal annars ekki undir rekstur á margra daga legudeild. Til slíks þyrfti sérstaka samninga,“ sagði heilbrigðisráðherra. Það hafi hins vegar verið ágætur hluti af heilbrigðiskerfinu að minni aðgerðir geti farið fram á stofum sérfræðinga. „En ég sé ekki að það yrði til heilla að dreifa kröftum heilbrigðiskerfisins með því að auka flóknari og meiri sjúkrahúsþjónustu hjá aðilum annars staðar en hjá þeim sjúkrahúsum og spítölum sem fyrir eru,“ sagði Óttarr Proppé. Ráðherrann hafði í frétt á Vísi þegar í gær svarað fyrir söguburð um að hann hefði gengið til samninga við Klíníkina og rekstur á sjúkrastofnun. Mótmælum gegn meintri einkavæðingu heilbrigðisráðherra sem boðað hafði verið til á Austurvelli í dag, var frestað vegna veðurs.
Tengdar fréttir Enginn fótur fyrir Gróusögu á Alþingi Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir ekkert til í fullyrðingum Elsu Láru Arnardóttur þingmans Framsóknarflokksins á Alþingi í dag, að hann sé að semja um aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. 22. mars 2017 19:30 Ekki áhersla ríkisstjórnarinnar að auka einkarekstur Til greina komi að hafna umsókn um rekstur sérhæfðrar sjúkraþjónustu í Ármúla, komi í ljós að hún hafi slæm áhrif á heilbrigðiskerfið. 27. janúar 2017 19:31 Segir ráðherra bera pólitíska ábyrgð á einkasjúkrahúsi Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er mótfallinn hugmyndum um að einkafyrirtækið Klínikin í Ármúla fái að opna legudeild. Hann segir að opnun legudeildarinnar sé pólitísk ákvörðun sem heilbrigðisráðherra þurfi að taka afstöðu til. 27. janúar 2017 14:15 Fyrstu bæklunaraðgerðirnar á einkastofu framkvæmdar fyrir 1,2 milljón króna Þeir sem geta reitt fram fjárhæðina sleppa því við árs biðlista á Landspítalanum. Framkvæmdastjóri Klíníkunnar segir alla þurfa að hjálpast að í heilbrigðiskerfinu. 5. mars 2017 19:30 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Sjá meira
Enginn fótur fyrir Gróusögu á Alþingi Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir ekkert til í fullyrðingum Elsu Láru Arnardóttur þingmans Framsóknarflokksins á Alþingi í dag, að hann sé að semja um aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. 22. mars 2017 19:30
Ekki áhersla ríkisstjórnarinnar að auka einkarekstur Til greina komi að hafna umsókn um rekstur sérhæfðrar sjúkraþjónustu í Ármúla, komi í ljós að hún hafi slæm áhrif á heilbrigðiskerfið. 27. janúar 2017 19:31
Segir ráðherra bera pólitíska ábyrgð á einkasjúkrahúsi Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er mótfallinn hugmyndum um að einkafyrirtækið Klínikin í Ármúla fái að opna legudeild. Hann segir að opnun legudeildarinnar sé pólitísk ákvörðun sem heilbrigðisráðherra þurfi að taka afstöðu til. 27. janúar 2017 14:15
Fyrstu bæklunaraðgerðirnar á einkastofu framkvæmdar fyrir 1,2 milljón króna Þeir sem geta reitt fram fjárhæðina sleppa því við árs biðlista á Landspítalanum. Framkvæmdastjóri Klíníkunnar segir alla þurfa að hjálpast að í heilbrigðiskerfinu. 5. mars 2017 19:30