Vitni lýsa árásinni sem algjörum hryllingi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. mars 2017 07:00 Þungvopnað lið lögreglu á vettvangi í gær. Nordicphotos/AFP Þingmenn á breska þinginu voru læstir inni í þingsal, umferð var stöðvuð og ýmsar aðrar varúðarráðstafanir voru gerðar í kjölfar árásar í nágrenni breska þinghússins í gær. Málið er rannsakað sem hryðjuverkaárás og fór rannsókn af stað í gær. Lögregla telur að einn árásarmaður hafi verið að verki. Samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglunni í Lundúnum sögðu vitni árásarmanninn hafa ekið fólk niður og stungið lögreglumann til bana við þinghúsið. Sjálfur var árásarmaðurinn skotinn á vettvangi, lóð breska þingsins, og lést hann af sárum sínum. Þegar Fréttablaðið fór í prentun voru alls fjórir látnir. Það er lögreglumaðurinn, árásarmaðurinn og tveir aðrir. Sömuleiðis voru rúmlega tuttugu særðir, þar af þrír lögreglumenn og þrjú frönsk skólabörn á unglingsaldri sem voru í vettvangsferð með samnemendum. „Fólk flaug um eins og fótboltar þegar hann ók það niður. Þetta er ekki eitthvað sem ég myndi vilja verða vitni að á hverjum degi,“ sagði vitni að nafni Ismail í viðtali við BBC. Hann, sem og fleiri vitni, lýsti árásinni sem algjörum hryllingi. Sagðist Ismail hafa orðið líkamlega illt þegar hann sá árásarmanninn keyra fólk niður. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Garðar Agnarsson Hall, matreiðslumeistari hjá lávarðadeild þingsins, að engum væri hleypt út og engum inn. „Þetta er bara algjört „lockdown“ eins og þeir kalla það hérna. Við erum raunverulega varin af hryðjuverkalögreglunni. Það er bara búið að loka húsinu en við vitum ekkert meira,“ sagði Garðar. Hann sagði fólk rólegt þó tilfinningin væri óþægileg. Alþjóðasamfélagið vottaði Bretum samúð í kjölfar árásarinnar. Þannig sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, árásina koma sér í opna skjöldu. „Hugur minn er hjá hinum særðu. Við stöndum með Bretum,“ segir í yfirlýsingu Merkel. FranÇois Hollande, forseti Frakklands, tók í sama streng. „Hryðjuverk hafa áhrif á okkur öll. Frakkar þekkja vel þá þjáningu sem Bretar þurfa að þola í dag,“ segir í yfirlýsingu Hollande. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sagði Bandaríkin fordæma árásina. Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, tjáði sig einnig um árásina. Sagði hann að öryggisgæsla í borginni yrði aukin héðan í frá. „Lundúnabúar munu aldrei beygja sig fyrir hryðjuverkamönnum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Sjá meira
Þingmenn á breska þinginu voru læstir inni í þingsal, umferð var stöðvuð og ýmsar aðrar varúðarráðstafanir voru gerðar í kjölfar árásar í nágrenni breska þinghússins í gær. Málið er rannsakað sem hryðjuverkaárás og fór rannsókn af stað í gær. Lögregla telur að einn árásarmaður hafi verið að verki. Samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglunni í Lundúnum sögðu vitni árásarmanninn hafa ekið fólk niður og stungið lögreglumann til bana við þinghúsið. Sjálfur var árásarmaðurinn skotinn á vettvangi, lóð breska þingsins, og lést hann af sárum sínum. Þegar Fréttablaðið fór í prentun voru alls fjórir látnir. Það er lögreglumaðurinn, árásarmaðurinn og tveir aðrir. Sömuleiðis voru rúmlega tuttugu særðir, þar af þrír lögreglumenn og þrjú frönsk skólabörn á unglingsaldri sem voru í vettvangsferð með samnemendum. „Fólk flaug um eins og fótboltar þegar hann ók það niður. Þetta er ekki eitthvað sem ég myndi vilja verða vitni að á hverjum degi,“ sagði vitni að nafni Ismail í viðtali við BBC. Hann, sem og fleiri vitni, lýsti árásinni sem algjörum hryllingi. Sagðist Ismail hafa orðið líkamlega illt þegar hann sá árásarmanninn keyra fólk niður. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Garðar Agnarsson Hall, matreiðslumeistari hjá lávarðadeild þingsins, að engum væri hleypt út og engum inn. „Þetta er bara algjört „lockdown“ eins og þeir kalla það hérna. Við erum raunverulega varin af hryðjuverkalögreglunni. Það er bara búið að loka húsinu en við vitum ekkert meira,“ sagði Garðar. Hann sagði fólk rólegt þó tilfinningin væri óþægileg. Alþjóðasamfélagið vottaði Bretum samúð í kjölfar árásarinnar. Þannig sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, árásina koma sér í opna skjöldu. „Hugur minn er hjá hinum særðu. Við stöndum með Bretum,“ segir í yfirlýsingu Merkel. FranÇois Hollande, forseti Frakklands, tók í sama streng. „Hryðjuverk hafa áhrif á okkur öll. Frakkar þekkja vel þá þjáningu sem Bretar þurfa að þola í dag,“ segir í yfirlýsingu Hollande. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sagði Bandaríkin fordæma árásina. Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, tjáði sig einnig um árásina. Sagði hann að öryggisgæsla í borginni yrði aukin héðan í frá. „Lundúnabúar munu aldrei beygja sig fyrir hryðjuverkamönnum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Sjá meira