Geir segir fréttaflutning af launamálum KSÍ stórfurðulegan atli ísleifsson skrifar 11. febrúar 2017 20:25 Geir Þorsteinsson segir að umfjöllun fjölmiðla, sér í lagi Vísis, um launamál æðstu stjórnenda sambandsins og fleira sem snýr að knattspyrnuhreyfingunni ekki gefa sanna mynd af þeirri einingu sem ríki innan íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar. Geir lét í dag af störfum sem formaður KSÍ og tók Guðni Bergsson við stöðunni. Geir lét orðin falla í viðtali við fréttastofu á ársþingi KSÍ í dag, en þingið fer fram í Vestmannaeyjum. Geir segir að því miður hafi ekki verið svarað nóg fyrir þá einingu og þann mikla stuðning sem hafi verið við hans störf. „Það hefur verið alltaf, og var í dag og frábær stemmning hér á þinginu. Ég er ánægður að rétta keflið nú yfir til nýs formanns.“Launamálin í deiglunniAð undanförnu hefur mikið verið rætt um laun æðstu stjórnenda KSÍ en í frétt Vísis kom fram að í ársreikningum sambandsins hafi laun til formanns og framkvæmdastjóra verið tekin saman í eina tölu þannig að ekki væri mögulegt að greina á milli hvað hvor starfsmaður væri með í laun. Laun formanns hefðu ekki verið gefin upp nema í einstök skipti þar sem formenn félaga í efstu deild hefðu gengið á formanninn á ársþingi og krafið hann svara.Í frétt Vísis sagði að samkvæmt heimildum væri formaðurinn launahærri en framkvæmdastjórinn, en opinberlega hefði Geir ekki sagst vita hver skiptingin væri og hvort hann eða framkvæmdastjórinn væri með hærri laun. Geir gegndi áður stöðu framkvæmdastjóra KSÍ, áður en hann tók við formennsku árið 2007. Geir hafði ekki svarað fyrirspurnum frá Vísi vegna launagreiðslna en hann hefur í fyrri samtölum sagt að það sé ekki hans að ræða laun sín, hvort sem það væru laun eða aukagreiðslur eins og í tilfelli síðasta árs þegar hann, einn starfsmanna KSÍ, fékk tvenn mánaðarlaun aukalega fyrir vinnu sína. Aðrir starfsmenn fengu ein mánaðarlaun. Geir segist í viðtali í dag ávallt hafa greint frá launum sínum á ársþingum, auk þess að hafa gert það í löngu og ítarlegu viðtali í Morgunblaðinu í gær. „Þannig að ég veit ekki hvað Vísir er að fjalla um. Það er alveg stórfurðulegt. Það er eins og menn telji að ég komi ekki heiðarlega fram, en það hef ég gert öll mín ár í Knattspyrnusambandinu.“ Í fyrri frétt Vísis kemur jafnframt fram að í ársskýrslu væru óútskýrðar 7,5 milljónir króna þegar kæmi að launum hans.Kannastu ekki við þá upphæð og að það sé einhver óútskýrður mismunur þar á?„Ég veit ekkert hvað Kolbeinn Tumi [Daðason, fréttamaður Vísis] er að tala um. Ég fékk mánaðarlaun á síðasta ári 1.217 þúsund og upplýsti það í viðtali við Morgunblaðið [í gær],“ segir Geir.Telur sig hafa skilað góðu búiGeir segir það sérstaka tilfinningu að hafa nú látið af störfum sem formaður KSÍ. „Ég er glaður á þessum degi og hef skilað góðu búi held ég til nýja formannsins. Nú er ég einn af mörgum áhugamönnum um knattspyrnu á Íslandi.“ Aðspurður um hvernig honum lítist á nýjan formann, Guðna Bergsson, segir hann að hann geti orðið mjög farsæll í störfum sínum fyrir íslenska knattspyrnu. „Eins og ég var að segja við landsliðsþjálfarann áðan: „Nú erum við komin með sérfræðing í knattspyrnu sem formann, þannig að það hljóta að vera breyttir tímar fyrir þjálfarana að nú hafa þeir sérfræðing fyrir ofan sig sem kannski vill hafa áhrif á hvernig liðið er valið.“ Nei, ég er nú að grínast með það. Mér líst bara vel á [nýjan formann]. Þetta var spennandi kosning en Guðni hefur mikla þekkingu á knattspyrnumálum og ég tel að hann geti verið mjög farsæll í störfum fyrir íslenska knattspyrnu.“Almennt var talað um að Björn hafi talað fyrir meiri breytingum en Guðni. Heldurðu að það verði mikil breyting með komu Guðna?„Ég veit það ekki. Við eigum eftir að sjá hvernig stjórnarkjörið fer en knattspyrnuhreyfingin er mjög íhaldssöm og yfirleitt eru ekki miklar og örar breytingar þar.“Hvað með þína framtíð? Hvað munt þú nú taka þér fyrir hendur?„Ég reikna með að það tengist knattspyrnu. Ég er í framboði hjá FIFA [Alþjóðaknattspyrnusambandsins]. Það skýrist í síðasta lagi 5. apríl,“ segir Geir. KSÍ Tengdar fréttir Guðni: Enn meiri pólitík en maður átti von á Nýkjörinn formaður KSÍ segist þakklátur og fullur auðmýktar. 11. febrúar 2017 18:48 Óútskýrðar milljónir í launagreiðslum til formanns KSÍ Geir Þorsteinsson lætur af störfum sem formaður KSÍ á morgun. Óvíst er hvað nýr formaður fær í laun. 10. febrúar 2017 14:15 Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ Æsispennandi formannskosningu á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 16:45 Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00 Svona var ársþing KSÍ Ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 18:30 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Geir Þorsteinsson segir að umfjöllun fjölmiðla, sér í lagi Vísis, um launamál æðstu stjórnenda sambandsins og fleira sem snýr að knattspyrnuhreyfingunni ekki gefa sanna mynd af þeirri einingu sem ríki innan íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar. Geir lét í dag af störfum sem formaður KSÍ og tók Guðni Bergsson við stöðunni. Geir lét orðin falla í viðtali við fréttastofu á ársþingi KSÍ í dag, en þingið fer fram í Vestmannaeyjum. Geir segir að því miður hafi ekki verið svarað nóg fyrir þá einingu og þann mikla stuðning sem hafi verið við hans störf. „Það hefur verið alltaf, og var í dag og frábær stemmning hér á þinginu. Ég er ánægður að rétta keflið nú yfir til nýs formanns.“Launamálin í deiglunniAð undanförnu hefur mikið verið rætt um laun æðstu stjórnenda KSÍ en í frétt Vísis kom fram að í ársreikningum sambandsins hafi laun til formanns og framkvæmdastjóra verið tekin saman í eina tölu þannig að ekki væri mögulegt að greina á milli hvað hvor starfsmaður væri með í laun. Laun formanns hefðu ekki verið gefin upp nema í einstök skipti þar sem formenn félaga í efstu deild hefðu gengið á formanninn á ársþingi og krafið hann svara.Í frétt Vísis sagði að samkvæmt heimildum væri formaðurinn launahærri en framkvæmdastjórinn, en opinberlega hefði Geir ekki sagst vita hver skiptingin væri og hvort hann eða framkvæmdastjórinn væri með hærri laun. Geir gegndi áður stöðu framkvæmdastjóra KSÍ, áður en hann tók við formennsku árið 2007. Geir hafði ekki svarað fyrirspurnum frá Vísi vegna launagreiðslna en hann hefur í fyrri samtölum sagt að það sé ekki hans að ræða laun sín, hvort sem það væru laun eða aukagreiðslur eins og í tilfelli síðasta árs þegar hann, einn starfsmanna KSÍ, fékk tvenn mánaðarlaun aukalega fyrir vinnu sína. Aðrir starfsmenn fengu ein mánaðarlaun. Geir segist í viðtali í dag ávallt hafa greint frá launum sínum á ársþingum, auk þess að hafa gert það í löngu og ítarlegu viðtali í Morgunblaðinu í gær. „Þannig að ég veit ekki hvað Vísir er að fjalla um. Það er alveg stórfurðulegt. Það er eins og menn telji að ég komi ekki heiðarlega fram, en það hef ég gert öll mín ár í Knattspyrnusambandinu.“ Í fyrri frétt Vísis kemur jafnframt fram að í ársskýrslu væru óútskýrðar 7,5 milljónir króna þegar kæmi að launum hans.Kannastu ekki við þá upphæð og að það sé einhver óútskýrður mismunur þar á?„Ég veit ekkert hvað Kolbeinn Tumi [Daðason, fréttamaður Vísis] er að tala um. Ég fékk mánaðarlaun á síðasta ári 1.217 þúsund og upplýsti það í viðtali við Morgunblaðið [í gær],“ segir Geir.Telur sig hafa skilað góðu búiGeir segir það sérstaka tilfinningu að hafa nú látið af störfum sem formaður KSÍ. „Ég er glaður á þessum degi og hef skilað góðu búi held ég til nýja formannsins. Nú er ég einn af mörgum áhugamönnum um knattspyrnu á Íslandi.“ Aðspurður um hvernig honum lítist á nýjan formann, Guðna Bergsson, segir hann að hann geti orðið mjög farsæll í störfum sínum fyrir íslenska knattspyrnu. „Eins og ég var að segja við landsliðsþjálfarann áðan: „Nú erum við komin með sérfræðing í knattspyrnu sem formann, þannig að það hljóta að vera breyttir tímar fyrir þjálfarana að nú hafa þeir sérfræðing fyrir ofan sig sem kannski vill hafa áhrif á hvernig liðið er valið.“ Nei, ég er nú að grínast með það. Mér líst bara vel á [nýjan formann]. Þetta var spennandi kosning en Guðni hefur mikla þekkingu á knattspyrnumálum og ég tel að hann geti verið mjög farsæll í störfum fyrir íslenska knattspyrnu.“Almennt var talað um að Björn hafi talað fyrir meiri breytingum en Guðni. Heldurðu að það verði mikil breyting með komu Guðna?„Ég veit það ekki. Við eigum eftir að sjá hvernig stjórnarkjörið fer en knattspyrnuhreyfingin er mjög íhaldssöm og yfirleitt eru ekki miklar og örar breytingar þar.“Hvað með þína framtíð? Hvað munt þú nú taka þér fyrir hendur?„Ég reikna með að það tengist knattspyrnu. Ég er í framboði hjá FIFA [Alþjóðaknattspyrnusambandsins]. Það skýrist í síðasta lagi 5. apríl,“ segir Geir.
KSÍ Tengdar fréttir Guðni: Enn meiri pólitík en maður átti von á Nýkjörinn formaður KSÍ segist þakklátur og fullur auðmýktar. 11. febrúar 2017 18:48 Óútskýrðar milljónir í launagreiðslum til formanns KSÍ Geir Þorsteinsson lætur af störfum sem formaður KSÍ á morgun. Óvíst er hvað nýr formaður fær í laun. 10. febrúar 2017 14:15 Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ Æsispennandi formannskosningu á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 16:45 Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00 Svona var ársþing KSÍ Ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 18:30 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Guðni: Enn meiri pólitík en maður átti von á Nýkjörinn formaður KSÍ segist þakklátur og fullur auðmýktar. 11. febrúar 2017 18:48
Óútskýrðar milljónir í launagreiðslum til formanns KSÍ Geir Þorsteinsson lætur af störfum sem formaður KSÍ á morgun. Óvíst er hvað nýr formaður fær í laun. 10. febrúar 2017 14:15
Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ Æsispennandi formannskosningu á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 16:45
Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00