Enski boltinn

Sánchez kom Arsenal á bragðið með hendinni | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexis Sánchez skoraði bæði mörk Arsenal í 2-0 sigri á Hull City í fyrsta leik 25. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Sánchez kom Arsenal yfir á 34. mínútu. Markið var ólöglegt en boltinn fór af hendinni á Sílemanninum og í markið.

Hann bætti svo öðru marki við í uppbótartíma leiksins. Sam Clucas varði þá skot Lucas Pérez með hendinni eftir slæm mistök hjá Eldin Jakupovic, markverði Hull.

Clucas fékk að líta rauða spjaldið og Arsenal fékk vítaspyrnu sem Sánchez skoraði úr.

Sánchez er nú kominn með 17 mörk í ensku úrvalsdeildinni, flest allra.

Með sigrinum fór Arsenal upp fyrir Manchester City og í 3. sæti deildarinnar. Hull er hins vegar áfram í 18. sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×