Erlent

Krónprins Saudi-Arabíu segir bönd landsins við Bandaríkin vera sterk

Anton Egilsson skrifar
Mohammed bin Nayef er krónprins Sádi-Arabíu.
Mohammed bin Nayef er krónprins Sádi-Arabíu. Vísir/AFP
Mohammed bin Nayef, krónprins Saudi-Arabíu, segir bönd landsins við Bandaríkin vera sterk. Þau séu bæði söguleg og hernaðarlega mikilvæg. Reuters segir frá.

„Samband okkar við Bandaríkin er bæði sögulegt og hernaðarlega mikilvægt. Allar tilraunir til að grafa undan því sambandi munu fara út um þúfur,” segir Nayef krónprins en hann gegnir einnig stöðu innanríkisráðherra Saudi-Arabíu.

Þessi ummæli lét Nayef falla í kjölfar heimsóknar Mike Pompeo, yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, til Riyadh, höfuðborgar Saudi-Arabíu. Um er að ræða fyrstu heimsókn aðila sem skipaður er af stjórn Trump til landsins.

Góð samskipti hafa löngum verið á milli Bandaríkjanna og Saudi-Arabíu. Í símtali sem átti sér stað á dögunum á milli Salman Al Saud, konungs Saudi-Arabíu, og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, óskaði Salman eftir því að bandarísk stjórnvöld myndu leiða aðgerðir Miðausturlanda gegn hryðjuverkum í heimshlutanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×