Fjölburabylgja í Hollywood Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 11. febrúar 2017 10:30 Fræga fólkið virðist eiga auðveldara með að eignast tvíbura heldur en aðrir. Getty Hollywoodleikarinn George Clooney og eiginkona hans, og mannréttindalögfræðingurinn, Amal Clooney, eiga von á tvíburum í júní. Frá þessu greindu fjölmiðlar vestanhafs í vikunni, en þetta verða fyrstu börn hjónanna. Fræga fólkið virðist eiga auðveldara með að eignast tvíbura heldur en aðrir. Fréttablaðið heyrði í Snorra Einarssyni, Fæðinga-, kvensjúkdóma- og ófrjósemislækni hjá IVF Klíníkinni Reykjavík og grennslaðist fyrir um málið. „Það er mjög erfitt fyrir okkur að gefa þér nokkur svör um hvernig barneignir fræga fólksins í útlöndum eru til komnar. Ég geng út frá því að þrátt fyrir frægðina hrærist í þessu fólki svipaðar tilfinningar og í okkur hinum. Samkvæmt reynslu minni þýðir það að barneignir eru eitthvað sem fólk þráir heitt og eru kjarninn í lífi flestra. Það er vel þekkt að aldur kvenna hefur mikil áhrif á möguleika þeirra til þess að eignast börn og eftir fertugt fer róðurinn að verða þungur. Í hópi fræga fólksins er trúlegt að margar konur fresti barneignum sínum svo lengi að þær þurfi á endanum hjálp með tæknifrjóvgun. Ef börnin hafa orðið til með aðstoð tæknifrjóvgunar er það yfirleitt merki um að vandamál hafi verið til staðar en ekki að um einhvers konar „fjölburapöntun“ sé að ræða," segir Snorri Einarsson, fæðinga-, kvensjúkdóma- og ófrjósemislæknir hjá IVF Klíníkinni Reykjavík, spurður hvort það sé líklegt að fræga fólkið fari í tæknifrjóvgun eða glasafrjóvgun til þess að reyna að eignast tvíbura eða þríbura. „Mér finnst að þá krísu og þær erfiðu tilfinningar sem fylgja barnleysi eigi að virða og ekki setja það fram sem eitthvað óeðlilegt ef fólk hefur þurft að leita sér læknishjálpar vegna þess. Frekar að samgleðjast og fagna þessum nýju mannverum sem eru svo hjartanlega velkomnar og foreldrarnir eru væntanlega búin að bíða lengi eftir,“ segir Snorri. Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Hollywoodleikarinn George Clooney og eiginkona hans, og mannréttindalögfræðingurinn, Amal Clooney, eiga von á tvíburum í júní. Frá þessu greindu fjölmiðlar vestanhafs í vikunni, en þetta verða fyrstu börn hjónanna. Fræga fólkið virðist eiga auðveldara með að eignast tvíbura heldur en aðrir. Fréttablaðið heyrði í Snorra Einarssyni, Fæðinga-, kvensjúkdóma- og ófrjósemislækni hjá IVF Klíníkinni Reykjavík og grennslaðist fyrir um málið. „Það er mjög erfitt fyrir okkur að gefa þér nokkur svör um hvernig barneignir fræga fólksins í útlöndum eru til komnar. Ég geng út frá því að þrátt fyrir frægðina hrærist í þessu fólki svipaðar tilfinningar og í okkur hinum. Samkvæmt reynslu minni þýðir það að barneignir eru eitthvað sem fólk þráir heitt og eru kjarninn í lífi flestra. Það er vel þekkt að aldur kvenna hefur mikil áhrif á möguleika þeirra til þess að eignast börn og eftir fertugt fer róðurinn að verða þungur. Í hópi fræga fólksins er trúlegt að margar konur fresti barneignum sínum svo lengi að þær þurfi á endanum hjálp með tæknifrjóvgun. Ef börnin hafa orðið til með aðstoð tæknifrjóvgunar er það yfirleitt merki um að vandamál hafi verið til staðar en ekki að um einhvers konar „fjölburapöntun“ sé að ræða," segir Snorri Einarsson, fæðinga-, kvensjúkdóma- og ófrjósemislæknir hjá IVF Klíníkinni Reykjavík, spurður hvort það sé líklegt að fræga fólkið fari í tæknifrjóvgun eða glasafrjóvgun til þess að reyna að eignast tvíbura eða þríbura. „Mér finnst að þá krísu og þær erfiðu tilfinningar sem fylgja barnleysi eigi að virða og ekki setja það fram sem eitthvað óeðlilegt ef fólk hefur þurft að leita sér læknishjálpar vegna þess. Frekar að samgleðjast og fagna þessum nýju mannverum sem eru svo hjartanlega velkomnar og foreldrarnir eru væntanlega búin að bíða lengi eftir,“ segir Snorri.
Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira