Þúsund hermenn á götum Bretlands Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. maí 2017 20:00 Þúsund hermenn voru sendir út á götur Bretlands í dag til að standa vörð við þekkt kennileiti. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkjahættu ríkir í landinu en sjö hafa verið handteknir vegna sprengjuárásarinnar í Manchester á mánudag. Theresa May varð fyrsti forsætisráðherrann til að virkja svokallaða Temperer aðgerð sem felur í sér heimild til að senda allt að fimm þúsund hermenn til að standa við hlið lögreglumanna á götum úti. Þá verður hergæsla við Wembley leikvanginn um helgina þar sem úrslitaleikurinn í enska bikarnum fer fram. Búið er að aflýsa ýmsum viðburðum líkt og skrúðgöngu Chelsea sem átti að fara fram á sunnudag til að fagna sigri liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir ástandið hafa farþegar ekki verið að afbóka flug frá Íslandi til Bretlands að sögn talsmanna Icelandair og WOW air. Hafa þó einhverjir sett sig í samband til að kanna aðstæður.Búið er að bera kennsl á 22 sem létust í árásinni. Þar af hafa 12 verið nafngreindir í fjölmiðlum en þeirra á meðal eru átta ára stúlka, táningar og foreldrar sem voru að sækja dætur sínar á tónleikana. Læknar sem hafa séð um fórnarlömbin greindu í dag frá því að tuttugu til viðbótar séu alvarlega særðir en alls slösuðust 64. Sjö menn hafa verið handteknir í tengslum við málið, þar af fimm í Bretlandi auk þess sem bróðir og faðir árásarmannsins voru handteknir í Líbýu. Rannsakar lögregla nú möguleg tengsl árásarmannsins, hins 22 ára gamla Salman Abedi, við stærra hryðjuverkanet. Kosningabaráttunni fyrir komandi þingkosningar hafði verið frestað vegna árásinnar en henni verður haldið áfram á föstudaginn. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Þúsund hermenn voru sendir út á götur Bretlands í dag til að standa vörð við þekkt kennileiti. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkjahættu ríkir í landinu en sjö hafa verið handteknir vegna sprengjuárásarinnar í Manchester á mánudag. Theresa May varð fyrsti forsætisráðherrann til að virkja svokallaða Temperer aðgerð sem felur í sér heimild til að senda allt að fimm þúsund hermenn til að standa við hlið lögreglumanna á götum úti. Þá verður hergæsla við Wembley leikvanginn um helgina þar sem úrslitaleikurinn í enska bikarnum fer fram. Búið er að aflýsa ýmsum viðburðum líkt og skrúðgöngu Chelsea sem átti að fara fram á sunnudag til að fagna sigri liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir ástandið hafa farþegar ekki verið að afbóka flug frá Íslandi til Bretlands að sögn talsmanna Icelandair og WOW air. Hafa þó einhverjir sett sig í samband til að kanna aðstæður.Búið er að bera kennsl á 22 sem létust í árásinni. Þar af hafa 12 verið nafngreindir í fjölmiðlum en þeirra á meðal eru átta ára stúlka, táningar og foreldrar sem voru að sækja dætur sínar á tónleikana. Læknar sem hafa séð um fórnarlömbin greindu í dag frá því að tuttugu til viðbótar séu alvarlega særðir en alls slösuðust 64. Sjö menn hafa verið handteknir í tengslum við málið, þar af fimm í Bretlandi auk þess sem bróðir og faðir árásarmannsins voru handteknir í Líbýu. Rannsakar lögregla nú möguleg tengsl árásarmannsins, hins 22 ára gamla Salman Abedi, við stærra hryðjuverkanet. Kosningabaráttunni fyrir komandi þingkosningar hafði verið frestað vegna árásinnar en henni verður haldið áfram á föstudaginn.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira