WOW air flutti 218 þúsund farþega til og frá landinu í apríl eða um 173% fleiri farþega en í apríl árið 2016. Þá var sætanýting WOW air 88,2% í apríl í ár sem er nálægt tveggja prósentustiga aukning á milli ára. Sætanýtingin jókst þrátt fyrir 243% aukningu á framboðnum sætakílómetrum miðað við sama tímabil í fyrra.
Það sem af er ári þá hefur WOW air flutt um 752 þúsund farþega en það er 178% aukning farþega á sama tímabili frá árinu áður.
WOW air flýgur nú til 32 áfangastaða í Evrópu og Norður Ameríku og nýlega bættist Asía við en frá og með haustinu verður flogið til Tel Aviv fjórum sinnum í viku.
Farþegum WOW air fjölgar um 178 prósent milli ára

Tengdar fréttir

Segir það siðferðislega vafasamt af WOW að hefja flug til Ísrael
Með þessu sé WOW-air að taka afstöðu með Ísrael. "og eru á sama tíma sjálfir að græða á hernámi og arðráni.“

WOW air flýgur til Tel Aviv í Ísrael
"Það er gaman að geta átt þátt í því að marka tímamót í íslenskri flugsögu,“ segir Skúli Mogensen.

Flugmenn uppseldir á Íslandi
Tæpur helmingur flugmanna WOW eru erlendir flugmenn sem fengnir eru í gegnum umboðsskrifstofu. Flestir eru frá Vestur-Evrópu en íslenskir kollegar þeirra eru einfaldlega uppseldir.