Ofurmenni í Hörpu Jónas Sen skrifar 24. maí 2017 09:30 Túlkunin var þrungin ástríðum og skáldlegu innsæi, segir meðal annars í dómnum um sellóleik hins franska Gautier Capuçon. Tónlist Kammersveit Vínar og Berlínar flutti verk eftir Haydn og Mozart. Einleikarar: Gautier Capuçon, Rainer Honeck og Noah Bendix-Balgley. Eldborg í Hörpu föstudaginn 19. maí Nokkrar erlendar sinfóníuhljómsveitir hafa sótt okkur heim eftir að Harpa var opnuð. Sú fremsta var án efa Berlínarfílharmónían, en hinar hafa líka verið magnaðar. Mjög sérstakt er að fá að njóta tónlistarflutnings svona frábærra hljóðfæraleikara. Það skapar ákveðna lotningu, kannski eins og að verða vitni að yfirnáttúrulegu fyrirbæri. Manni líður eins og Superman sé stiginn niður af himnum. Á föstudagskvöldið mætti Superman í líki Kammersveitar Vínar og Berlínar. Hljómsveitin samanstendur af meðlimum Fílharmóníuhljómsveitanna í þessum borgum. Hljómsveitirnar hafa lengi verið keppinautar en svo fundu þær samvinnugrundvöll eftir að Sir Simon Rattle stjórnaði þeim báðum á fimmtugsafmælinu sínu fyrir tólf árum. Líkt og nafnið ber með sér er þetta lítil hljómsveit, hún telur tuttugu manns, og þar af eru fjórtán strengjaleikarar. Yfirlýst markmið hennar er að sameina fínleika kammertónlistar annars vegar og tignarleika sinfónískra verka hins vegar. Segja má að það hafi tekist á tónleikunum sem hér um ræðir. Fyrsta verkið á dagskránni var hin svonefnda Eldsinfónía (nr. 59) eftir Haydn. Ekki er vitað af hverju hún ber þetta nafn, en talið er að hún hafi fyrst verið leikin undir leikriti sem hét Eldsvoðinn. Víst er að tónlistin er býsna leikhúsleg, hún er myndræn og full af drama. Hljómsveitin lék hana ótrúlega vel. Hún var svo samtaka að það jaðraði við fullkomnun. Smæstu smáatriði voru mótuð af einstakri kostgæfni. Hröðustu tónahlaup voru gríðarlega nákvæm og glæsileg, heildarhljómurinn þéttur, fókuseraður og stór. Næst á dagskránni var annað verk eftir Haydn, sellókonsert í C-dúr. Þar var einleikari hinn franski Gautier Capuçon. Nú er alltaf vafasamt að fullyrða að einhver sé „bestur“ en segjast verður eins og er að varla er hægt að hugsa sér betri sellóleik. Hvílíkt vald yfir hljóðfærinu! Hraðar nótnarunur voru yfirmáta hnitmiðaðar og meitlaðar. Tónmyndunin var safarík og munúðarfull, túlkunin þrungin ástríðum og skáldlegu innsæi. Þetta var ógleymanlegur flutningur. Ekki síðri var fiðlueinleikur Rainer Honeck og Noah Bendix-Balgley í svokölluðum Concertone (stórum konsert) KV 190 eftir Mozart. Þetta er æskuverk og ristir ekki eins djúpt og konsertinn eftir Haydn, en fiðluleikararnir léku af óaðfinnanlegri fágun, auk þess sem hljómsveitin spilaði af smekkvísi og yfirburðum. Loks var á dagskránni Passíusinfónían (nr. 49) eftir Haydn. Hún er álitin hafa verið samin til flutnings á föstudeginum langa. Fyrir bragðið er hún tregafull og gædd trúarhita sem hljómsveitin útfærði af aðdáunarverðri fagmennsku. Samstillingin var slík að það var eins og einn maður léki. Laglínurnar voru sérlega blæbrigðaríkar, heildarmyndin kröftug og áleitin. Það einfaldlega gerist ekki betra.Niðurstaða: Stórfenglegir tónleikar Kammersveitar Vínar og Berlínar. Tónlistargagnrýni Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Kammersveit Vínar og Berlínar flutti verk eftir Haydn og Mozart. Einleikarar: Gautier Capuçon, Rainer Honeck og Noah Bendix-Balgley. Eldborg í Hörpu föstudaginn 19. maí Nokkrar erlendar sinfóníuhljómsveitir hafa sótt okkur heim eftir að Harpa var opnuð. Sú fremsta var án efa Berlínarfílharmónían, en hinar hafa líka verið magnaðar. Mjög sérstakt er að fá að njóta tónlistarflutnings svona frábærra hljóðfæraleikara. Það skapar ákveðna lotningu, kannski eins og að verða vitni að yfirnáttúrulegu fyrirbæri. Manni líður eins og Superman sé stiginn niður af himnum. Á föstudagskvöldið mætti Superman í líki Kammersveitar Vínar og Berlínar. Hljómsveitin samanstendur af meðlimum Fílharmóníuhljómsveitanna í þessum borgum. Hljómsveitirnar hafa lengi verið keppinautar en svo fundu þær samvinnugrundvöll eftir að Sir Simon Rattle stjórnaði þeim báðum á fimmtugsafmælinu sínu fyrir tólf árum. Líkt og nafnið ber með sér er þetta lítil hljómsveit, hún telur tuttugu manns, og þar af eru fjórtán strengjaleikarar. Yfirlýst markmið hennar er að sameina fínleika kammertónlistar annars vegar og tignarleika sinfónískra verka hins vegar. Segja má að það hafi tekist á tónleikunum sem hér um ræðir. Fyrsta verkið á dagskránni var hin svonefnda Eldsinfónía (nr. 59) eftir Haydn. Ekki er vitað af hverju hún ber þetta nafn, en talið er að hún hafi fyrst verið leikin undir leikriti sem hét Eldsvoðinn. Víst er að tónlistin er býsna leikhúsleg, hún er myndræn og full af drama. Hljómsveitin lék hana ótrúlega vel. Hún var svo samtaka að það jaðraði við fullkomnun. Smæstu smáatriði voru mótuð af einstakri kostgæfni. Hröðustu tónahlaup voru gríðarlega nákvæm og glæsileg, heildarhljómurinn þéttur, fókuseraður og stór. Næst á dagskránni var annað verk eftir Haydn, sellókonsert í C-dúr. Þar var einleikari hinn franski Gautier Capuçon. Nú er alltaf vafasamt að fullyrða að einhver sé „bestur“ en segjast verður eins og er að varla er hægt að hugsa sér betri sellóleik. Hvílíkt vald yfir hljóðfærinu! Hraðar nótnarunur voru yfirmáta hnitmiðaðar og meitlaðar. Tónmyndunin var safarík og munúðarfull, túlkunin þrungin ástríðum og skáldlegu innsæi. Þetta var ógleymanlegur flutningur. Ekki síðri var fiðlueinleikur Rainer Honeck og Noah Bendix-Balgley í svokölluðum Concertone (stórum konsert) KV 190 eftir Mozart. Þetta er æskuverk og ristir ekki eins djúpt og konsertinn eftir Haydn, en fiðluleikararnir léku af óaðfinnanlegri fágun, auk þess sem hljómsveitin spilaði af smekkvísi og yfirburðum. Loks var á dagskránni Passíusinfónían (nr. 49) eftir Haydn. Hún er álitin hafa verið samin til flutnings á föstudeginum langa. Fyrir bragðið er hún tregafull og gædd trúarhita sem hljómsveitin útfærði af aðdáunarverðri fagmennsku. Samstillingin var slík að það var eins og einn maður léki. Laglínurnar voru sérlega blæbrigðaríkar, heildarmyndin kröftug og áleitin. Það einfaldlega gerist ekki betra.Niðurstaða: Stórfenglegir tónleikar Kammersveitar Vínar og Berlínar.
Tónlistargagnrýni Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira