Engin leið að greina uppruna Fresco-músarinnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. september 2017 15:00 Tveggja til þriggja vikna músarungi fannst í Fresco salati í vikunni. Talið er að hún hafi borist til landsins í spínatpoka. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur „Engir ytri áverkar voru á dýrinu og dánarorsök var óþekkt,“ segir Óskar Ísfeld Sigurðsson deildarstjóri matvælaeftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur í samtali við Vísi um músarungann sem fannst í Fresco salati á þriðjudag. Unginn var sendur í greiningu þar sem átti að reyna að kanna hvort hann sé íslenskur eða hafi borist hingað til lands með matvælum. Í dag fékk Heilbrigðiseftirlitið skriflega skýrslu frá sérfræðingnum sem rannsakaði málið hjá Keldum, tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði.Spínatið innkallað til að tryggja öryggiÓskar segir að í skýrslunni komi fram að nagdýrið var 6,1 gramm að þyngd og 111 millímetrar að lengd, þar af var skottið 55 millímetrar. Útfrá lengd og þyngd er talið að músarunginn hafi verið tveggja til þriggja vikna gamall þegar hann drapst, ef tekið er mið af vaxtarkúrfu. Ekki var hægt að greina hvenær dýrið hafði drepist eða hvernig, engir ytri áverkar voru á því. Unnið var út frá þeirri kenningu að músarunginn hafi borist hingað í lokuðum spínatpoka. Azora spínatið var innkallað í kjölfarið í varúðarsjónarmiði eftir að tilkynnt var um aðskotahlutinn í salatinu. „Við unnum útfrá þessari tilgátu til þess að tryggja öryggi þessara matvæla og tryggja öryggi neytenda,“ segir Óskar. Í skýrslunni kemur fram að ekki var hægt að greina hvort dýrið hafi verið innlent eða nýlega innflutt. „Þar kemur fram að þetta sé húsamús að latneska heitinu Mus mus culus.“Telja enn að líklegast hafi músin komið með spínatinuInnihald maga ungans var skoðaður og allur meltingarvefur dýrsins var fullur af því sem virtist vera korn og fræ. Engin fersk græn blöð var að finna í maga músarungans svo ef hún kom til Íslands í spínatpoka var hún væntanlega ekki lifandi í pokanum, dýrið hafði nýlega borðað áður en það drapst. „Það verður aldrei hægt að segja raunverulega af eða á um það,“ svarar Óskar aðspurður um það hvort hægt sé að staðfesta að kenningin sem unnið er út frá sé rétt. „Við teljum ennþá að okkar tilgáta sé líklegasta skýringin á því sem hafi gerst.“ Hann segir að salatfyrirtækið hafi nú breytt um verklag hvað varðar þvott á spínati og öðrum matjurtum sem höfðu ekki verið þvegnar. Spínat verður nú alltaf þvegið á veitingastaðnum. „Það kom alveg skýrt fram að það hefur ekki verið þvegið. Við fengum upplýsingar um það strax sama kvöld að þessu verklagi verður breytt. Það var búið að eyða allri þessari vöru sem lá undir grun og það var engin ástæða til þess að staðurinn væri lokaður áfram.“ Tengdar fréttir Spínat innkallað vegna músarmálsins Innes hefur í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað innflutt spínat í 150 gr. og 500 gr. einingum vegna gruns um aðskotahlut. 19. september 2017 13:49 „Músin kom í salatið af völdum manna sem vilja okkur eitthvað illt“ Einar Ásgeirsson, einn eigenda og stjórnarformaður Fresco, segi algjörlega útilokað að músarungi sem karlmaður um þrítugt segist hafa fundið í salati sem hann keypti hjá Fresco, hafi verið í salatinu þegar maðurinn yfirgaf staðinn. 19. september 2017 12:54 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
„Engir ytri áverkar voru á dýrinu og dánarorsök var óþekkt,“ segir Óskar Ísfeld Sigurðsson deildarstjóri matvælaeftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur í samtali við Vísi um músarungann sem fannst í Fresco salati á þriðjudag. Unginn var sendur í greiningu þar sem átti að reyna að kanna hvort hann sé íslenskur eða hafi borist hingað til lands með matvælum. Í dag fékk Heilbrigðiseftirlitið skriflega skýrslu frá sérfræðingnum sem rannsakaði málið hjá Keldum, tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði.Spínatið innkallað til að tryggja öryggiÓskar segir að í skýrslunni komi fram að nagdýrið var 6,1 gramm að þyngd og 111 millímetrar að lengd, þar af var skottið 55 millímetrar. Útfrá lengd og þyngd er talið að músarunginn hafi verið tveggja til þriggja vikna gamall þegar hann drapst, ef tekið er mið af vaxtarkúrfu. Ekki var hægt að greina hvenær dýrið hafði drepist eða hvernig, engir ytri áverkar voru á því. Unnið var út frá þeirri kenningu að músarunginn hafi borist hingað í lokuðum spínatpoka. Azora spínatið var innkallað í kjölfarið í varúðarsjónarmiði eftir að tilkynnt var um aðskotahlutinn í salatinu. „Við unnum útfrá þessari tilgátu til þess að tryggja öryggi þessara matvæla og tryggja öryggi neytenda,“ segir Óskar. Í skýrslunni kemur fram að ekki var hægt að greina hvort dýrið hafi verið innlent eða nýlega innflutt. „Þar kemur fram að þetta sé húsamús að latneska heitinu Mus mus culus.“Telja enn að líklegast hafi músin komið með spínatinuInnihald maga ungans var skoðaður og allur meltingarvefur dýrsins var fullur af því sem virtist vera korn og fræ. Engin fersk græn blöð var að finna í maga músarungans svo ef hún kom til Íslands í spínatpoka var hún væntanlega ekki lifandi í pokanum, dýrið hafði nýlega borðað áður en það drapst. „Það verður aldrei hægt að segja raunverulega af eða á um það,“ svarar Óskar aðspurður um það hvort hægt sé að staðfesta að kenningin sem unnið er út frá sé rétt. „Við teljum ennþá að okkar tilgáta sé líklegasta skýringin á því sem hafi gerst.“ Hann segir að salatfyrirtækið hafi nú breytt um verklag hvað varðar þvott á spínati og öðrum matjurtum sem höfðu ekki verið þvegnar. Spínat verður nú alltaf þvegið á veitingastaðnum. „Það kom alveg skýrt fram að það hefur ekki verið þvegið. Við fengum upplýsingar um það strax sama kvöld að þessu verklagi verður breytt. Það var búið að eyða allri þessari vöru sem lá undir grun og það var engin ástæða til þess að staðurinn væri lokaður áfram.“
Tengdar fréttir Spínat innkallað vegna músarmálsins Innes hefur í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað innflutt spínat í 150 gr. og 500 gr. einingum vegna gruns um aðskotahlut. 19. september 2017 13:49 „Músin kom í salatið af völdum manna sem vilja okkur eitthvað illt“ Einar Ásgeirsson, einn eigenda og stjórnarformaður Fresco, segi algjörlega útilokað að músarungi sem karlmaður um þrítugt segist hafa fundið í salati sem hann keypti hjá Fresco, hafi verið í salatinu þegar maðurinn yfirgaf staðinn. 19. september 2017 12:54 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Spínat innkallað vegna músarmálsins Innes hefur í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað innflutt spínat í 150 gr. og 500 gr. einingum vegna gruns um aðskotahlut. 19. september 2017 13:49
„Músin kom í salatið af völdum manna sem vilja okkur eitthvað illt“ Einar Ásgeirsson, einn eigenda og stjórnarformaður Fresco, segi algjörlega útilokað að músarungi sem karlmaður um þrítugt segist hafa fundið í salati sem hann keypti hjá Fresco, hafi verið í salatinu þegar maðurinn yfirgaf staðinn. 19. september 2017 12:54