Engin leið að greina uppruna Fresco-músarinnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. september 2017 15:00 Tveggja til þriggja vikna músarungi fannst í Fresco salati í vikunni. Talið er að hún hafi borist til landsins í spínatpoka. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur „Engir ytri áverkar voru á dýrinu og dánarorsök var óþekkt,“ segir Óskar Ísfeld Sigurðsson deildarstjóri matvælaeftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur í samtali við Vísi um músarungann sem fannst í Fresco salati á þriðjudag. Unginn var sendur í greiningu þar sem átti að reyna að kanna hvort hann sé íslenskur eða hafi borist hingað til lands með matvælum. Í dag fékk Heilbrigðiseftirlitið skriflega skýrslu frá sérfræðingnum sem rannsakaði málið hjá Keldum, tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði.Spínatið innkallað til að tryggja öryggiÓskar segir að í skýrslunni komi fram að nagdýrið var 6,1 gramm að þyngd og 111 millímetrar að lengd, þar af var skottið 55 millímetrar. Útfrá lengd og þyngd er talið að músarunginn hafi verið tveggja til þriggja vikna gamall þegar hann drapst, ef tekið er mið af vaxtarkúrfu. Ekki var hægt að greina hvenær dýrið hafði drepist eða hvernig, engir ytri áverkar voru á því. Unnið var út frá þeirri kenningu að músarunginn hafi borist hingað í lokuðum spínatpoka. Azora spínatið var innkallað í kjölfarið í varúðarsjónarmiði eftir að tilkynnt var um aðskotahlutinn í salatinu. „Við unnum útfrá þessari tilgátu til þess að tryggja öryggi þessara matvæla og tryggja öryggi neytenda,“ segir Óskar. Í skýrslunni kemur fram að ekki var hægt að greina hvort dýrið hafi verið innlent eða nýlega innflutt. „Þar kemur fram að þetta sé húsamús að latneska heitinu Mus mus culus.“Telja enn að líklegast hafi músin komið með spínatinuInnihald maga ungans var skoðaður og allur meltingarvefur dýrsins var fullur af því sem virtist vera korn og fræ. Engin fersk græn blöð var að finna í maga músarungans svo ef hún kom til Íslands í spínatpoka var hún væntanlega ekki lifandi í pokanum, dýrið hafði nýlega borðað áður en það drapst. „Það verður aldrei hægt að segja raunverulega af eða á um það,“ svarar Óskar aðspurður um það hvort hægt sé að staðfesta að kenningin sem unnið er út frá sé rétt. „Við teljum ennþá að okkar tilgáta sé líklegasta skýringin á því sem hafi gerst.“ Hann segir að salatfyrirtækið hafi nú breytt um verklag hvað varðar þvott á spínati og öðrum matjurtum sem höfðu ekki verið þvegnar. Spínat verður nú alltaf þvegið á veitingastaðnum. „Það kom alveg skýrt fram að það hefur ekki verið þvegið. Við fengum upplýsingar um það strax sama kvöld að þessu verklagi verður breytt. Það var búið að eyða allri þessari vöru sem lá undir grun og það var engin ástæða til þess að staðurinn væri lokaður áfram.“ Tengdar fréttir Spínat innkallað vegna músarmálsins Innes hefur í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað innflutt spínat í 150 gr. og 500 gr. einingum vegna gruns um aðskotahlut. 19. september 2017 13:49 „Músin kom í salatið af völdum manna sem vilja okkur eitthvað illt“ Einar Ásgeirsson, einn eigenda og stjórnarformaður Fresco, segi algjörlega útilokað að músarungi sem karlmaður um þrítugt segist hafa fundið í salati sem hann keypti hjá Fresco, hafi verið í salatinu þegar maðurinn yfirgaf staðinn. 19. september 2017 12:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira
„Engir ytri áverkar voru á dýrinu og dánarorsök var óþekkt,“ segir Óskar Ísfeld Sigurðsson deildarstjóri matvælaeftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur í samtali við Vísi um músarungann sem fannst í Fresco salati á þriðjudag. Unginn var sendur í greiningu þar sem átti að reyna að kanna hvort hann sé íslenskur eða hafi borist hingað til lands með matvælum. Í dag fékk Heilbrigðiseftirlitið skriflega skýrslu frá sérfræðingnum sem rannsakaði málið hjá Keldum, tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði.Spínatið innkallað til að tryggja öryggiÓskar segir að í skýrslunni komi fram að nagdýrið var 6,1 gramm að þyngd og 111 millímetrar að lengd, þar af var skottið 55 millímetrar. Útfrá lengd og þyngd er talið að músarunginn hafi verið tveggja til þriggja vikna gamall þegar hann drapst, ef tekið er mið af vaxtarkúrfu. Ekki var hægt að greina hvenær dýrið hafði drepist eða hvernig, engir ytri áverkar voru á því. Unnið var út frá þeirri kenningu að músarunginn hafi borist hingað í lokuðum spínatpoka. Azora spínatið var innkallað í kjölfarið í varúðarsjónarmiði eftir að tilkynnt var um aðskotahlutinn í salatinu. „Við unnum útfrá þessari tilgátu til þess að tryggja öryggi þessara matvæla og tryggja öryggi neytenda,“ segir Óskar. Í skýrslunni kemur fram að ekki var hægt að greina hvort dýrið hafi verið innlent eða nýlega innflutt. „Þar kemur fram að þetta sé húsamús að latneska heitinu Mus mus culus.“Telja enn að líklegast hafi músin komið með spínatinuInnihald maga ungans var skoðaður og allur meltingarvefur dýrsins var fullur af því sem virtist vera korn og fræ. Engin fersk græn blöð var að finna í maga músarungans svo ef hún kom til Íslands í spínatpoka var hún væntanlega ekki lifandi í pokanum, dýrið hafði nýlega borðað áður en það drapst. „Það verður aldrei hægt að segja raunverulega af eða á um það,“ svarar Óskar aðspurður um það hvort hægt sé að staðfesta að kenningin sem unnið er út frá sé rétt. „Við teljum ennþá að okkar tilgáta sé líklegasta skýringin á því sem hafi gerst.“ Hann segir að salatfyrirtækið hafi nú breytt um verklag hvað varðar þvott á spínati og öðrum matjurtum sem höfðu ekki verið þvegnar. Spínat verður nú alltaf þvegið á veitingastaðnum. „Það kom alveg skýrt fram að það hefur ekki verið þvegið. Við fengum upplýsingar um það strax sama kvöld að þessu verklagi verður breytt. Það var búið að eyða allri þessari vöru sem lá undir grun og það var engin ástæða til þess að staðurinn væri lokaður áfram.“
Tengdar fréttir Spínat innkallað vegna músarmálsins Innes hefur í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað innflutt spínat í 150 gr. og 500 gr. einingum vegna gruns um aðskotahlut. 19. september 2017 13:49 „Músin kom í salatið af völdum manna sem vilja okkur eitthvað illt“ Einar Ásgeirsson, einn eigenda og stjórnarformaður Fresco, segi algjörlega útilokað að músarungi sem karlmaður um þrítugt segist hafa fundið í salati sem hann keypti hjá Fresco, hafi verið í salatinu þegar maðurinn yfirgaf staðinn. 19. september 2017 12:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira
Spínat innkallað vegna músarmálsins Innes hefur í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað innflutt spínat í 150 gr. og 500 gr. einingum vegna gruns um aðskotahlut. 19. september 2017 13:49
„Músin kom í salatið af völdum manna sem vilja okkur eitthvað illt“ Einar Ásgeirsson, einn eigenda og stjórnarformaður Fresco, segi algjörlega útilokað að músarungi sem karlmaður um þrítugt segist hafa fundið í salati sem hann keypti hjá Fresco, hafi verið í salatinu þegar maðurinn yfirgaf staðinn. 19. september 2017 12:54