Dregið í riðla í Þjóðardeildinni 25. janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2017 16:30 Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Eyþór Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú endanlega ákveðið fyrirkomulag og tímasetningar í kringum nýju Þjóðardeild landsliða sem hefst í september á næsta ári. 55 knattspyrnusambönd munu taka þátt og þeim verður skipt niður í fjórar deildir, A, B, C og D. Tólf efstu þjóðirnar verða í A-deild, næstu tólf í B-deild, fimmtán þjóðir verða í C-deild og síðustu sextán þjóðirnar verða í D-deild. Íslenska liðið er í A-deild eins og staðan er í dag (11. sæti á undan Wales) en þjóðunum er raðað eftir stigaútreikningi UEFA þar sem síðustu tvær undankeppnir gilda 40% (EM 2016 og HM 2018) og undankeppni HM 2014 gildir 20 prósent. Liðunum í A-deild og B-deild verður skipt niður í fjóra þriggja liða riðla. Sigurvegarar hvers riðils komast í fjögurra þjóða úrslitakeppni sem fer fram í júní 2019. Liðin sem vinna riðlana í hinum liðunum komast öll upp í næstu deild fyrir ofan og liðin sem enda í neðsta sæti í sínum riðlum í deildum A, B og C falla niður um deild. Styrkleikaröðin þjóðanna mun ráðast eftir síðasta leikinn í riðlakeppni undankeppni HM 2018 en það verður síðan dregið í riðla í Þjóðardeildinni 25. janúar næstkomandi. Þá verður einnig kynntur bikar keppninnar.Hér má sjá myndband þar sem Þjóðardeild landsliða er útskýrð. Þjóðardeildin mun einnig bjóða upp á farseðil í úrslitakeppni EM 2020. Fjögur sæti verða í boði, eitt í hverri deild en í fjögurra þjóða úrslitakeppni um laust sæti í hverri deild komast sigurvegarar í riðlinum. Sjá útskýringu hér. Verði sigurvegarar riðlanna áður búnir að tryggja sér sæti á EM 2020 í gegnum hefðbundna undankeppni EM þá fær liðið sem er næst inn sætið. Hefðbundin undankeppni EM 2020 mun fara fram frá mars til nóvember 2019 þar sem þjóðunum verður skipt niður í tíu riðla þar sem tvær efstu þjóðirnar komast áfram. Úrslitakeppnin um síðustu fjögur sætin mun fara fram í mars 2020 en 24 þjóða úrslitakeppni EM 2020 verður síðan í júní og júlí. EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú endanlega ákveðið fyrirkomulag og tímasetningar í kringum nýju Þjóðardeild landsliða sem hefst í september á næsta ári. 55 knattspyrnusambönd munu taka þátt og þeim verður skipt niður í fjórar deildir, A, B, C og D. Tólf efstu þjóðirnar verða í A-deild, næstu tólf í B-deild, fimmtán þjóðir verða í C-deild og síðustu sextán þjóðirnar verða í D-deild. Íslenska liðið er í A-deild eins og staðan er í dag (11. sæti á undan Wales) en þjóðunum er raðað eftir stigaútreikningi UEFA þar sem síðustu tvær undankeppnir gilda 40% (EM 2016 og HM 2018) og undankeppni HM 2014 gildir 20 prósent. Liðunum í A-deild og B-deild verður skipt niður í fjóra þriggja liða riðla. Sigurvegarar hvers riðils komast í fjögurra þjóða úrslitakeppni sem fer fram í júní 2019. Liðin sem vinna riðlana í hinum liðunum komast öll upp í næstu deild fyrir ofan og liðin sem enda í neðsta sæti í sínum riðlum í deildum A, B og C falla niður um deild. Styrkleikaröðin þjóðanna mun ráðast eftir síðasta leikinn í riðlakeppni undankeppni HM 2018 en það verður síðan dregið í riðla í Þjóðardeildinni 25. janúar næstkomandi. Þá verður einnig kynntur bikar keppninnar.Hér má sjá myndband þar sem Þjóðardeild landsliða er útskýrð. Þjóðardeildin mun einnig bjóða upp á farseðil í úrslitakeppni EM 2020. Fjögur sæti verða í boði, eitt í hverri deild en í fjögurra þjóða úrslitakeppni um laust sæti í hverri deild komast sigurvegarar í riðlinum. Sjá útskýringu hér. Verði sigurvegarar riðlanna áður búnir að tryggja sér sæti á EM 2020 í gegnum hefðbundna undankeppni EM þá fær liðið sem er næst inn sætið. Hefðbundin undankeppni EM 2020 mun fara fram frá mars til nóvember 2019 þar sem þjóðunum verður skipt niður í tíu riðla þar sem tvær efstu þjóðirnar komast áfram. Úrslitakeppnin um síðustu fjögur sætin mun fara fram í mars 2020 en 24 þjóða úrslitakeppni EM 2020 verður síðan í júní og júlí.
EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti