Dalsmenn krefja Björn Inga um hluthafafund Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. september 2017 06:41 Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi Pressunnar. Dalsmenn, sem eiga meirihluta í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, hafa sent stjórnarformanninum Birni Inga Hrafnssyni bréf þar sem krafist er hluthafafundar. Vilja þeir meðal annars ræða stöðu fyrirtækisins eftir að allir helstu fjölmiðlar þess voru seldir á dögunum. Þá krefjast þeir einnig að ný stjórn verði kosin. Þannig færu þeir ekki lengur með tögl og hagldir í félaginu sem voru við stjórnvölinn þegar fjölmiðlarnar voru seldir - degi áður en taka átti fyrir beiðni um gjaldþrot félagsins.Sjá einnig: Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjölduKaup Hæstaréttarlögmannsins Sigurðar G. Guðjónssonar á öllum eignum Pressunnar voru ekki kynnt eigendum Dalsins fyrr en þau voru frágengin. Dalurinn, sem er í jafnri eigu fjárfestanna Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar, Jóhanns G. Jóhannssonar og Róberts Wessmann, á 68 prósenta hlut í Pressunni.Ríkisútvarpið greinir frá bréfinu, sem sent var á þriðjudag, en áður hefur verið greint frá hinni miklu forvitni Dalsmanna um hvaða fjárfestar standi að baki Sigurði. Í bréfinu kemur fram að meirihlutaeigendurnir vilji meðal annars fá upplýsingar um það hvernig kaupverðinu sem fékkst fyrir fjölmiðlana hefur verið og verður ráðstafað. Þá segir Ríkisútvarpið Dalsmenn einnig vilja fá umræðu á fundinum um fjárhagslega stöðu Pressunnar ásamt því að kalla eftir stjórnarkjöri.Sjá einnig: Róbert Wessmann og meðfjárfestar eignast 88 prósenta hlut í DVEigendur Dalsins eru þeir Róbert Wessmann, Árni Harðarson, Halldór Kristmannsson, Hilmar Þór Kristinsson og Jóhann G. Jóhannsson, en hver um sig á tuttugu prósenta hlut í félaginuAlvogenDalsmenn segjast hafa kallað áður eftir hlutahafafundi en ekki hafi verið orðið við þeirri beiðni. Skömmu síðar hafi allar helstu eignir verið seldar úr félaginu. Í apríl var tilkynnt að sex fjárfestahópar, þar á meðal Dalurinn, hefðu ákveðið að leggja Pressunni til fé. Var gert ráð fyrir að hlutafé yrði aukið um 300 milljónir. Áformin um hlutafjáraukninguna gengu hins vegar ekki eftir. Dalurinn lagði til umtalsverða fjármuni, sem nýttust við greiðslu opinberra gjalda og vegna vanskila á lífeyrissjóðs- og stéttarfélagsgreiðslum starfsmanna, en aðrir fjárfestar hættu við. Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. Björn Ingi er útgefandi Pressunnar. Félög í hans eigu og Arnars Ægissonar, framkvæmdastjóra Pressunnar, eiga samanlagt um 31 prósents hlut í Pressunni. Skuldir Vefpressunnar og DV höfðu aukist undanfarnamánuði og áætlað að heildarskuldir Pressusamstæðunnar hafi numið um 700 milljónum króna þegar salan gekk í gegn. Tengdar fréttir Sigurður G. kaupir DV og aðrar eignir Pressunnar Ekki fást upplýsingar um hvaða fjárfestar standa að baki Sigurðar en Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 7. september 2017 06:00 Róbert Wessmann og meðfjárfestar eignast 88 prósenta hlut í DV Eignarhaldsfélagið Dalurinn eignaðist í liðinni viku 88,38 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 30. ágúst 2017 08:00 Björn Ingi og Arnar komnir með þriðjungshlut í Pressunni Félagið Kringluturninn, sem er í jafnri eigu Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, jók í liðinni viku við eignarhlut sinn í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 6. september 2017 09:00 Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjöldu Dalurinn á 68% hlut í Pressunni en vissu ekki af kaupum Sigurðar G. Guðjónssonar fyrr en þau voru gengin í gegn. 7. september 2017 12:12 Mest lesið Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Dalsmenn, sem eiga meirihluta í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, hafa sent stjórnarformanninum Birni Inga Hrafnssyni bréf þar sem krafist er hluthafafundar. Vilja þeir meðal annars ræða stöðu fyrirtækisins eftir að allir helstu fjölmiðlar þess voru seldir á dögunum. Þá krefjast þeir einnig að ný stjórn verði kosin. Þannig færu þeir ekki lengur með tögl og hagldir í félaginu sem voru við stjórnvölinn þegar fjölmiðlarnar voru seldir - degi áður en taka átti fyrir beiðni um gjaldþrot félagsins.Sjá einnig: Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjölduKaup Hæstaréttarlögmannsins Sigurðar G. Guðjónssonar á öllum eignum Pressunnar voru ekki kynnt eigendum Dalsins fyrr en þau voru frágengin. Dalurinn, sem er í jafnri eigu fjárfestanna Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar, Jóhanns G. Jóhannssonar og Róberts Wessmann, á 68 prósenta hlut í Pressunni.Ríkisútvarpið greinir frá bréfinu, sem sent var á þriðjudag, en áður hefur verið greint frá hinni miklu forvitni Dalsmanna um hvaða fjárfestar standi að baki Sigurði. Í bréfinu kemur fram að meirihlutaeigendurnir vilji meðal annars fá upplýsingar um það hvernig kaupverðinu sem fékkst fyrir fjölmiðlana hefur verið og verður ráðstafað. Þá segir Ríkisútvarpið Dalsmenn einnig vilja fá umræðu á fundinum um fjárhagslega stöðu Pressunnar ásamt því að kalla eftir stjórnarkjöri.Sjá einnig: Róbert Wessmann og meðfjárfestar eignast 88 prósenta hlut í DVEigendur Dalsins eru þeir Róbert Wessmann, Árni Harðarson, Halldór Kristmannsson, Hilmar Þór Kristinsson og Jóhann G. Jóhannsson, en hver um sig á tuttugu prósenta hlut í félaginuAlvogenDalsmenn segjast hafa kallað áður eftir hlutahafafundi en ekki hafi verið orðið við þeirri beiðni. Skömmu síðar hafi allar helstu eignir verið seldar úr félaginu. Í apríl var tilkynnt að sex fjárfestahópar, þar á meðal Dalurinn, hefðu ákveðið að leggja Pressunni til fé. Var gert ráð fyrir að hlutafé yrði aukið um 300 milljónir. Áformin um hlutafjáraukninguna gengu hins vegar ekki eftir. Dalurinn lagði til umtalsverða fjármuni, sem nýttust við greiðslu opinberra gjalda og vegna vanskila á lífeyrissjóðs- og stéttarfélagsgreiðslum starfsmanna, en aðrir fjárfestar hættu við. Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. Björn Ingi er útgefandi Pressunnar. Félög í hans eigu og Arnars Ægissonar, framkvæmdastjóra Pressunnar, eiga samanlagt um 31 prósents hlut í Pressunni. Skuldir Vefpressunnar og DV höfðu aukist undanfarnamánuði og áætlað að heildarskuldir Pressusamstæðunnar hafi numið um 700 milljónum króna þegar salan gekk í gegn.
Tengdar fréttir Sigurður G. kaupir DV og aðrar eignir Pressunnar Ekki fást upplýsingar um hvaða fjárfestar standa að baki Sigurðar en Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 7. september 2017 06:00 Róbert Wessmann og meðfjárfestar eignast 88 prósenta hlut í DV Eignarhaldsfélagið Dalurinn eignaðist í liðinni viku 88,38 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 30. ágúst 2017 08:00 Björn Ingi og Arnar komnir með þriðjungshlut í Pressunni Félagið Kringluturninn, sem er í jafnri eigu Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, jók í liðinni viku við eignarhlut sinn í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 6. september 2017 09:00 Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjöldu Dalurinn á 68% hlut í Pressunni en vissu ekki af kaupum Sigurðar G. Guðjónssonar fyrr en þau voru gengin í gegn. 7. september 2017 12:12 Mest lesið Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Sigurður G. kaupir DV og aðrar eignir Pressunnar Ekki fást upplýsingar um hvaða fjárfestar standa að baki Sigurðar en Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 7. september 2017 06:00
Róbert Wessmann og meðfjárfestar eignast 88 prósenta hlut í DV Eignarhaldsfélagið Dalurinn eignaðist í liðinni viku 88,38 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 30. ágúst 2017 08:00
Björn Ingi og Arnar komnir með þriðjungshlut í Pressunni Félagið Kringluturninn, sem er í jafnri eigu Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, jók í liðinni viku við eignarhlut sinn í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 6. september 2017 09:00
Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjöldu Dalurinn á 68% hlut í Pressunni en vissu ekki af kaupum Sigurðar G. Guðjónssonar fyrr en þau voru gengin í gegn. 7. september 2017 12:12