Sjá einnig: Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjöldu
Kaup Hæstaréttarlögmannsins Sigurðar G. Guðjónssonar á öllum eignum Pressunnar voru ekki kynnt eigendum Dalsins fyrr en þau voru frágengin. Dalurinn, sem er í jafnri eigu fjárfestanna Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar, Jóhanns G. Jóhannssonar og Róberts Wessmann, á 68 prósenta hlut í Pressunni.
Ríkisútvarpið greinir frá bréfinu, sem sent var á þriðjudag, en áður hefur verið greint frá hinni miklu forvitni Dalsmanna um hvaða fjárfestar standi að baki Sigurði. Í bréfinu kemur fram að meirihlutaeigendurnir vilji meðal annars fá upplýsingar um það hvernig kaupverðinu sem fékkst fyrir fjölmiðlana hefur verið og verður ráðstafað. Þá segir Ríkisútvarpið Dalsmenn einnig vilja fá umræðu á fundinum um fjárhagslega stöðu Pressunnar ásamt því að kalla eftir stjórnarkjöri.
Sjá einnig: Róbert Wessmann og meðfjárfestar eignast 88 prósenta hlut í DV

Í apríl var tilkynnt að sex fjárfestahópar, þar á meðal Dalurinn, hefðu ákveðið að leggja Pressunni til fé. Var gert ráð fyrir að hlutafé yrði aukið um 300 milljónir. Áformin um hlutafjáraukninguna gengu hins vegar ekki eftir. Dalurinn lagði til umtalsverða fjármuni, sem nýttust við greiðslu opinberra gjalda og vegna vanskila á lífeyrissjóðs- og stéttarfélagsgreiðslum starfsmanna, en aðrir fjárfestar hættu við.
Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. Björn Ingi er útgefandi Pressunnar. Félög í hans eigu og Arnars Ægissonar, framkvæmdastjóra Pressunnar, eiga samanlagt um 31 prósents hlut í Pressunni. Skuldir Vefpressunnar og DV höfðu aukist undanfarnamánuði og áætlað að heildarskuldir Pressusamstæðunnar hafi numið um 700 milljónum króna þegar salan gekk í gegn.