1. des. 2018. Þjóðhátíð eða hnípin þjóð í vanda? Svanur Kristjánsson skrifar 21. september 2017 06:30 Þegar stjórnarskrá konungsríkisins Íslands var endurskoðuð árið 1944 var um það einhugur að breyta því einu sem breyta þyrfti af nauðsyn við þau kaflaskil. Við fyrstu hentugleika yrði stjórnarskráin svo tekin til gagngerrar endurskoðunar. Þannig líkti Sveinn Björnsson, fyrsti forseti lýðveldisins, henni við „bætta flík, sem sniðin var upprunalega fyrir annað land, með öðrum viðhorfum, fyrir heilli öld“.“(Ávarp forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, við setningu Alþingis 12. sept. 2017.) Í rúm 70 ár hefur Alþingi ekki efnt hátíðleg loforð gefin íslenskri þjóð um endurskoðun stjórnarskrárinnar: Að grunnlög lýðveldisins séu byggð á hugsjónum og stjórnskipulagi lýðræðis og mannréttinda en ekki arfleifð frá stjórnarskrá konungsríkisins Danmerkur – frá 1849! Meirihluta Alþingis virðist meira að segja engu máli skipta að í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 samþykktu 67% kjósenda meginatriði nýrrar stjórnarskrár sem Stjórnlagaráð samdi að frumkvæði Alþingis. Undanfarið höfum við horft upp á afleiðingar þess að hafa stjórnarskrá og lög sem kveða ekki skýrt á um umboð, vald og ábyrgð handhafa ríkisvaldsins. Hver bar t.d. ábyrgð á skipan dómara í Landsrétt? Meirihluti Alþingis benti á dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra benti á forseta Íslands. Forseti Íslands gerði sjálfstæða rannsókn og kvað upp þann úrskurð að Alþingi hefði farið að lögum við atkvæðagreiðslu við skipan dómara. Ekki þarf að rekja hér þann sársauka og niðurlægingu sem „uppreist æra“ dæmdra kynferðisafbrotamanna veldur þeim sem síst skyldi. Í ávarpi sínu við setningu Alþingis kom forseti Íslands að kjarna málsins: „Við óbreytt ástand verður ekki unað. Eftir óbreyttu verklagi verður ekki unnið.“ 1. desember 2018 verða 100 ár liðin frá því Ísland varð fullvalda ríki. Hver verður þá staða íslenska lýðveldisins? Við Íslendingar eigum einungis tvo valkosti: l 1. desember 2018 verður sannkallaður þjóðhátíðardagur. Íslendingar hafa samið Samfélagssáttmála og nýja stjórnarskrá. Byggt var á grundvelli frumvarps stjórnlagaráðs en gerðar þær breytingar sem þjóð og þing töldu vera til bóta. Meirihluti þings og þjóðar samþykkir nýju stjórnarskrána. Ekki var fallist á kröfu sérhagsmunahópa um neitunarvald þeirra varðandi gerð stjórnarskrárinnar. l 1. desember 2018 verður dagur þjóðlegra umbúða án innihalds. Veislur fyrirfólks eru haldnar og ráðamenn flytja hástemmdar ræður um fáheyrða sigurgöngu íslenskrar þjóðar. Fólkið í landinu lætur sér fátt um finnast enda tekst engum að fela hinn bitra sannleik: Íslendingar eru enn hnípin þjóð í vanda, ófær um byggja upp venjulegt vestrænt lýðræðisríki með Samfélagssáttmála og vandaða stjórnarskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Þegar stjórnarskrá konungsríkisins Íslands var endurskoðuð árið 1944 var um það einhugur að breyta því einu sem breyta þyrfti af nauðsyn við þau kaflaskil. Við fyrstu hentugleika yrði stjórnarskráin svo tekin til gagngerrar endurskoðunar. Þannig líkti Sveinn Björnsson, fyrsti forseti lýðveldisins, henni við „bætta flík, sem sniðin var upprunalega fyrir annað land, með öðrum viðhorfum, fyrir heilli öld“.“(Ávarp forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, við setningu Alþingis 12. sept. 2017.) Í rúm 70 ár hefur Alþingi ekki efnt hátíðleg loforð gefin íslenskri þjóð um endurskoðun stjórnarskrárinnar: Að grunnlög lýðveldisins séu byggð á hugsjónum og stjórnskipulagi lýðræðis og mannréttinda en ekki arfleifð frá stjórnarskrá konungsríkisins Danmerkur – frá 1849! Meirihluta Alþingis virðist meira að segja engu máli skipta að í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 samþykktu 67% kjósenda meginatriði nýrrar stjórnarskrár sem Stjórnlagaráð samdi að frumkvæði Alþingis. Undanfarið höfum við horft upp á afleiðingar þess að hafa stjórnarskrá og lög sem kveða ekki skýrt á um umboð, vald og ábyrgð handhafa ríkisvaldsins. Hver bar t.d. ábyrgð á skipan dómara í Landsrétt? Meirihluti Alþingis benti á dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra benti á forseta Íslands. Forseti Íslands gerði sjálfstæða rannsókn og kvað upp þann úrskurð að Alþingi hefði farið að lögum við atkvæðagreiðslu við skipan dómara. Ekki þarf að rekja hér þann sársauka og niðurlægingu sem „uppreist æra“ dæmdra kynferðisafbrotamanna veldur þeim sem síst skyldi. Í ávarpi sínu við setningu Alþingis kom forseti Íslands að kjarna málsins: „Við óbreytt ástand verður ekki unað. Eftir óbreyttu verklagi verður ekki unnið.“ 1. desember 2018 verða 100 ár liðin frá því Ísland varð fullvalda ríki. Hver verður þá staða íslenska lýðveldisins? Við Íslendingar eigum einungis tvo valkosti: l 1. desember 2018 verður sannkallaður þjóðhátíðardagur. Íslendingar hafa samið Samfélagssáttmála og nýja stjórnarskrá. Byggt var á grundvelli frumvarps stjórnlagaráðs en gerðar þær breytingar sem þjóð og þing töldu vera til bóta. Meirihluti þings og þjóðar samþykkir nýju stjórnarskrána. Ekki var fallist á kröfu sérhagsmunahópa um neitunarvald þeirra varðandi gerð stjórnarskrárinnar. l 1. desember 2018 verður dagur þjóðlegra umbúða án innihalds. Veislur fyrirfólks eru haldnar og ráðamenn flytja hástemmdar ræður um fáheyrða sigurgöngu íslenskrar þjóðar. Fólkið í landinu lætur sér fátt um finnast enda tekst engum að fela hinn bitra sannleik: Íslendingar eru enn hnípin þjóð í vanda, ófær um byggja upp venjulegt vestrænt lýðræðisríki með Samfélagssáttmála og vandaða stjórnarskrá.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar