Merkilegir atburðir að gerast í kringum Öskju og Herðubreið Kristján Már Unnarsson skrifar 1. desember 2017 21:00 Horft yfir Öskju og Dyngjufjöll. Mynd/Stöð 2. Kvikuhreyfingar mælast nú djúpt undir svæðinu í kringum Öskju og Herðubreið. Kvikuþrýstingur virðist hins vegar fara minnkandi í Öskju sjálfri. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Pál Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Jarðskjálftar undanfarna daga í Öskju og nágrenni hennar hafa vakið spurningar um hvort þessi mikla eldstöð sé einnig að vakna til lífsins. Páll Einarsson telur þó ekki ástæðu til að setja Öskju í hóp annarra íslenskra eldstöðva sem eru að undirbúa gos. „Það eru flekahreyfingar sem valda skjálftum við Herðubreið og við Herðubreiðartögl fyrir austan Öskju. Þetta eru grunnstæðir skjálftar og stafa sennilega bara af því að við erum þar á flekaskilum, sem eru á hreyfingu,“ segir Páll.Askja í forgrunni. Fjær sjást Herðubreið og Herðubreiðartögl og lengst til hægri sést í Upptyppinga.Mynd/Stöð 2.Askja er auðþekkt úr lofti á Öskjuvatni sem myndaðist í miklu eldgosi árið 1875. Askja gaus síðast 1961 og er mjög virk eldstöð, að sögn Páls. Það eru hins vegar hræringar í grennd við Öskju sem vekja ekki síður áhuga. „Þá kemur í ljós að það er margt í gangi þar í einu. Þar er ekki bara Askja heldur líka hennar nánasta umhverfi. Þar eru að gerast merkilegir atburðir. Askja sjálf virðist vera að síga saman. Það virðist eins og kvikuþrýstingur undir Öskju sé að minnka og hefur gert það síðustu þrjátíu ár.“Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, við Öskju, hús Háskóla Íslands.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Á svæðinu í kringum Herðubreið eru það hins vegar djúpir skjálftar sem fylgjast þarf með. „Undir öllu svæðinu hafa komið í ljós djúpir skjálftar. Á fjórum stöðum í næsta nágrenni Öskju, þar verða djúpir skjálftar sem ekki verða skýrðir öðruvísi en með kvikuhreyfingum. Þannig að kvika er á hreyfingu í kringum Öskju þó að Askja sjálf sé að missa þrýstinginn.“Herðubreið séð frá veginum að Drekagili í Öskju.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Og fimmti staðurinn, Upptyppingar, bættist svo við árið 2007 þar sem kvika var á hreyfingu. „Þetta hefur verið rannsakað nokkuð ítarlega. Þetta var kvikuinnskot í neðri hluta jarðskorpunnar og það stóð í eitt ár,“ segir Páll um atburðinn við Upptyppinga fyrir áratug. „Þannig að kvikuhreyfingar í íslensku jarðskorpunni eru algengar og þær leiða ekki alltaf til eldgosa,“ segir prófessorinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Jarðskjálftar við Upptyppinga merkilegur vitnisburður Engin merki eru um að eldgos sé í vændum norðan Vatnajökuls að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Hann segir jarðskjálftana við Upptyppinga að undanförnu þó merkilegan vitnisburð um það hvernig jarðskorpan á Íslandi myndast. 6. ágúst 2007 19:27 Fimm öflugustu eldfjöll Íslands að undirbúa gos Fimm af öflugustu eldstöðvum Íslands sýna nú merki þess að vera að undirbúa gos. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þekkt úr sögunni að gosið geti samtímis úr fleiri en einu eldfjalli. 28. nóvember 2017 21:40 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Kvikuhreyfingar mælast nú djúpt undir svæðinu í kringum Öskju og Herðubreið. Kvikuþrýstingur virðist hins vegar fara minnkandi í Öskju sjálfri. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Pál Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Jarðskjálftar undanfarna daga í Öskju og nágrenni hennar hafa vakið spurningar um hvort þessi mikla eldstöð sé einnig að vakna til lífsins. Páll Einarsson telur þó ekki ástæðu til að setja Öskju í hóp annarra íslenskra eldstöðva sem eru að undirbúa gos. „Það eru flekahreyfingar sem valda skjálftum við Herðubreið og við Herðubreiðartögl fyrir austan Öskju. Þetta eru grunnstæðir skjálftar og stafa sennilega bara af því að við erum þar á flekaskilum, sem eru á hreyfingu,“ segir Páll.Askja í forgrunni. Fjær sjást Herðubreið og Herðubreiðartögl og lengst til hægri sést í Upptyppinga.Mynd/Stöð 2.Askja er auðþekkt úr lofti á Öskjuvatni sem myndaðist í miklu eldgosi árið 1875. Askja gaus síðast 1961 og er mjög virk eldstöð, að sögn Páls. Það eru hins vegar hræringar í grennd við Öskju sem vekja ekki síður áhuga. „Þá kemur í ljós að það er margt í gangi þar í einu. Þar er ekki bara Askja heldur líka hennar nánasta umhverfi. Þar eru að gerast merkilegir atburðir. Askja sjálf virðist vera að síga saman. Það virðist eins og kvikuþrýstingur undir Öskju sé að minnka og hefur gert það síðustu þrjátíu ár.“Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, við Öskju, hús Háskóla Íslands.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Á svæðinu í kringum Herðubreið eru það hins vegar djúpir skjálftar sem fylgjast þarf með. „Undir öllu svæðinu hafa komið í ljós djúpir skjálftar. Á fjórum stöðum í næsta nágrenni Öskju, þar verða djúpir skjálftar sem ekki verða skýrðir öðruvísi en með kvikuhreyfingum. Þannig að kvika er á hreyfingu í kringum Öskju þó að Askja sjálf sé að missa þrýstinginn.“Herðubreið séð frá veginum að Drekagili í Öskju.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Og fimmti staðurinn, Upptyppingar, bættist svo við árið 2007 þar sem kvika var á hreyfingu. „Þetta hefur verið rannsakað nokkuð ítarlega. Þetta var kvikuinnskot í neðri hluta jarðskorpunnar og það stóð í eitt ár,“ segir Páll um atburðinn við Upptyppinga fyrir áratug. „Þannig að kvikuhreyfingar í íslensku jarðskorpunni eru algengar og þær leiða ekki alltaf til eldgosa,“ segir prófessorinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Jarðskjálftar við Upptyppinga merkilegur vitnisburður Engin merki eru um að eldgos sé í vændum norðan Vatnajökuls að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Hann segir jarðskjálftana við Upptyppinga að undanförnu þó merkilegan vitnisburð um það hvernig jarðskorpan á Íslandi myndast. 6. ágúst 2007 19:27 Fimm öflugustu eldfjöll Íslands að undirbúa gos Fimm af öflugustu eldstöðvum Íslands sýna nú merki þess að vera að undirbúa gos. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þekkt úr sögunni að gosið geti samtímis úr fleiri en einu eldfjalli. 28. nóvember 2017 21:40 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Jarðskjálftar við Upptyppinga merkilegur vitnisburður Engin merki eru um að eldgos sé í vændum norðan Vatnajökuls að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Hann segir jarðskjálftana við Upptyppinga að undanförnu þó merkilegan vitnisburð um það hvernig jarðskorpan á Íslandi myndast. 6. ágúst 2007 19:27
Fimm öflugustu eldfjöll Íslands að undirbúa gos Fimm af öflugustu eldstöðvum Íslands sýna nú merki þess að vera að undirbúa gos. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þekkt úr sögunni að gosið geti samtímis úr fleiri en einu eldfjalli. 28. nóvember 2017 21:40