Innlent

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kom saman til fundar í fyrsta sinn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur á sínum fyrsta fundi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur á sínum fyrsta fundi. vísir/eyþór
Fyrsti fundur ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hófst í stjórnarráðshúsinu klukkan 14 í dag. Ríkisstjórnin tók við völdum á Bessastöðum í gær og lyklaskipti ráðherra í ráðuneytum fóru fram í morgun.

Fyrsta verkefni ríkisstjórnarinnar verður að setja fjárlög næsta árs. Þar stjórnin að hafa ansi hraðar hendur þar sem desember er genginn í garð og samþykkja þarf fjárlög fyrir lok ársins. Miðað er við að Alþingi komi saman um miðjan desember og náist ekki að klára fjárlög þar gætu þingfundir verið milli jóla og nýárs.

Þá þarf einnig að klára svokallað NPA-frumvarp sem snýr að lögfestingu notendastýrðrar persónulegrar þjónustu fyrir fatlaða en áður en þingfundum var frestað fyrir kosningarnar í haust komust allir flokkar að samkomulagi um að ljúka því máli fyrir árslok.

Fjöldi kjarasamninga bæði á hinum opinbera og almenna vinnumarkaði er síðan laus og því er spurning hvort að komandi kjaraviðræður komi til tals á fyrsta ríkisstjórnarfundinum en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur sagt að það sé forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar að ná sátt á vinnumarkaði.


Tengdar fréttir

Fögur þykja fyrirheitin hjá nýrri stjórn

Réttindi hinsegin fólks, umbætur í meðferð kynferðisbrotamála og hækkað frítekjumark aldraðra er meðal þess sem ný ríkisstjórn hyggst beita sér fyrir, auk stórsóknar í byggðamálum.

Vaktin: Ráðherrar skiptast á lyklum

Vísir mun fylgjast með gangi mála í beinni og greina frá lyklaskiptunum, sem og að birta myndir af þeim, um leið og þau eiga sér stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×