Skammaði Þorgerði á leiðinni úr ráðherrastóli Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. desember 2017 07:00 Jón Gunnarsson átelur vinnubrögð fyrrverandi ráðherra. vísir/vilhelm Jón Gunnarsson, fráfarandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, nýtti tækifærið á ríkisráðsfundi fráfarandi ríkisstjórnar á Bessastöðum í gær og gerði athugasemdir við ákvörðun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um stækkun friðunarsvæðis hvala í Faxaflóa. Jón telur vinnubrögð Þorgerðar við reglugerðarbreytinguna í vikunni hafa verið ámælisverð. Sonur Jóns er einn þeirra sem hagsmuna eiga að gæta í málinu. Þorgerður vonar að ný ríkisstjórn gangi enn lengra. „Hún gerði þetta í skjóli myrkurs. Ég var að spyrja hana af hverju hún hafi ekki farið þá leið sem okkur er uppálagt samkvæmt vandaðri stjórnsýslu,“ segir Jón Gunnarsson í samtali við Fréttablaðið. Hann gagnrýnir að fyrir reglugerðarbreytinguna, sem var eitt síðasta verk Þorgerðar í ráðherrastóli þann 29. nóvember, hafi hagsmunaðilar ekki fengið að veita umsagnir og að engar málefnalegar forsendur hafi verið fyrir því að stækka friðunarsvæðið.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.vísir/ernir„Mér finnst þetta ámælisvert. Þessi reglugerð var gefin út án samráðs við hagsmunaaðila, án kynningar eða viðvarana til þeirra sem eiga afkomu sína undir. Þetta hefur varanleg áhrif á afkomu ákveðinna fyrirtækja. Svo geta menn reynt að gera það tortryggilegt að það er sonur minn sem rekur eitt þessara fyrirtækja. Það hefur ekkert með það að gera. Ég var byrjaður að berjast fyrir hvalveiðum áður en hann hafði lokið grunnskólanámi. Skoðun mín hefur ekkert breyst,“ segir Jón en sonur hans hefur um árabil stundað hrefnuveiðar. Jón segir rannsóknir Hafrannsóknastofnunar á ferlum hvalaskoðunarskipa sýni að stækkunin muni ekki skipta þau fyrirtæki máli enda fari þau ekki einu sinni nærri þeim mörkum sem fyrir voru. Þorgerður Katrín segir hins vegar sjónarmið allra helstu aðila málsins hafa legið fyrir frá fyrri ákvörðunum um bæði stækkun og síðast minnkun friðunarsvæðisins. „Síðan þá er alveg skýrt hver eru sjónarmið Reykjavíkurborgar, hvalafriðunar, ferðaþjónustu og líka þeirra sem reka hrefnuveiðifyrirtækið og svo er það bara mín pólitíska ákvörðun að ákveða þetta. En þetta er afturkræf ákvörðun. Það hefur sýnt sig að hver ríkisstjórn getur ákveðið þetta.“ Þorgerður segist hafa gert sér grein fyrir því hver skoðun fyrirtækis sonar Jóns hafi verið á málinu, Jón hafi verið búinn að tjá henni hana. „Þetta er mín ákvörðun, ég stend við hana, þetta er táknrænt skref og ég tel að næsta skref sé einfaldlega að endurmeta og endurskoða hvalveiðistefnu Íslendinga.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þorgerður Katrín stækkar friðunarsvæði hvala á síðustu dögum starfsstjórnarinnar Ákvörðunin var tekin í síðustu viku en útlit er fyrir að ný ríkisstjórn taki við völdum á allra næstu dögum. 28. nóvember 2017 15:26 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Jón Gunnarsson, fráfarandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, nýtti tækifærið á ríkisráðsfundi fráfarandi ríkisstjórnar á Bessastöðum í gær og gerði athugasemdir við ákvörðun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um stækkun friðunarsvæðis hvala í Faxaflóa. Jón telur vinnubrögð Þorgerðar við reglugerðarbreytinguna í vikunni hafa verið ámælisverð. Sonur Jóns er einn þeirra sem hagsmuna eiga að gæta í málinu. Þorgerður vonar að ný ríkisstjórn gangi enn lengra. „Hún gerði þetta í skjóli myrkurs. Ég var að spyrja hana af hverju hún hafi ekki farið þá leið sem okkur er uppálagt samkvæmt vandaðri stjórnsýslu,“ segir Jón Gunnarsson í samtali við Fréttablaðið. Hann gagnrýnir að fyrir reglugerðarbreytinguna, sem var eitt síðasta verk Þorgerðar í ráðherrastóli þann 29. nóvember, hafi hagsmunaðilar ekki fengið að veita umsagnir og að engar málefnalegar forsendur hafi verið fyrir því að stækka friðunarsvæðið.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.vísir/ernir„Mér finnst þetta ámælisvert. Þessi reglugerð var gefin út án samráðs við hagsmunaaðila, án kynningar eða viðvarana til þeirra sem eiga afkomu sína undir. Þetta hefur varanleg áhrif á afkomu ákveðinna fyrirtækja. Svo geta menn reynt að gera það tortryggilegt að það er sonur minn sem rekur eitt þessara fyrirtækja. Það hefur ekkert með það að gera. Ég var byrjaður að berjast fyrir hvalveiðum áður en hann hafði lokið grunnskólanámi. Skoðun mín hefur ekkert breyst,“ segir Jón en sonur hans hefur um árabil stundað hrefnuveiðar. Jón segir rannsóknir Hafrannsóknastofnunar á ferlum hvalaskoðunarskipa sýni að stækkunin muni ekki skipta þau fyrirtæki máli enda fari þau ekki einu sinni nærri þeim mörkum sem fyrir voru. Þorgerður Katrín segir hins vegar sjónarmið allra helstu aðila málsins hafa legið fyrir frá fyrri ákvörðunum um bæði stækkun og síðast minnkun friðunarsvæðisins. „Síðan þá er alveg skýrt hver eru sjónarmið Reykjavíkurborgar, hvalafriðunar, ferðaþjónustu og líka þeirra sem reka hrefnuveiðifyrirtækið og svo er það bara mín pólitíska ákvörðun að ákveða þetta. En þetta er afturkræf ákvörðun. Það hefur sýnt sig að hver ríkisstjórn getur ákveðið þetta.“ Þorgerður segist hafa gert sér grein fyrir því hver skoðun fyrirtækis sonar Jóns hafi verið á málinu, Jón hafi verið búinn að tjá henni hana. „Þetta er mín ákvörðun, ég stend við hana, þetta er táknrænt skref og ég tel að næsta skref sé einfaldlega að endurmeta og endurskoða hvalveiðistefnu Íslendinga.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þorgerður Katrín stækkar friðunarsvæði hvala á síðustu dögum starfsstjórnarinnar Ákvörðunin var tekin í síðustu viku en útlit er fyrir að ný ríkisstjórn taki við völdum á allra næstu dögum. 28. nóvember 2017 15:26 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Þorgerður Katrín stækkar friðunarsvæði hvala á síðustu dögum starfsstjórnarinnar Ákvörðunin var tekin í síðustu viku en útlit er fyrir að ný ríkisstjórn taki við völdum á allra næstu dögum. 28. nóvember 2017 15:26