Ferðaþjónustan á Íslandi: Efnaðir kaupi ekki „eitthvað drasl á okurverði“ Samúel Karl Ólason skrifar 2. júlí 2017 13:26 „Ég held að næsti vetur, það er að segja norðurljósatímabilið nóvember til mars, að þar verði einhver samdráttur, en næsta sumar verði mjög þungt víða.“ Vísir/GVA Ferðamenn sem ekki voru búnir að ákveða að fara til Íslands fyrir styrkingu krónunnar eru ekki að skila sér hingað til lands. Búast má við alvarlegum samdrætti í ferðaþjónustu á næstunni. Þetta segja þeir Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Katla Travel, og Daníel Jakobsson, hótelhaldari á Ísafirði, en þeir voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar fóru þeir yfir stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi og mögulega framtíð hennar. Pétur segir að þegar ferðamenn fari að halda að sér, verði ferðaþjónustan á landsbyggðinni fyrst til að finna fyrir því. Daníel segir að ekki hafi verið mikill samdráttur hjá sér í sumar, en hann hafi verulegar áhyggjur fyrir næsta sumar. Hann segir Ísland vera að verða dýrara og að ferðþjónustuaðilar séu á heimsmarkaði. Ferðamenn ákveði að fara bara eitthvað annað. „Svo ekki sé nú talað um að maður þurfi að bæta virðisaukanum ofan á það. Þá er það bara alger dauðadómur yfir greininni og ekki bara á landsbyggðinni. Mér finnst það hafa verið ofmetið að tala um að þetta verði eitthvað sérstaklega erfitt fyrir landsbyggðina. Þetta verður erfitt fyrir Reykjavík líka. Maður heyrir það á ferðaskrifstofum að það sé orðið auðvelt að fá herbergi í Reykjavík í júlí á lágu verði,“ segir Daníel. Pétur segir þetta rétt. „Þetta er líka í Reykjavík í sumar, en af því að við erum að vinna svo langt fram í tímann þá eru skilaboðin sem við erum að fá úr framtíðinni, sem er næsti vetur og 2018, í Þýskalandi, Austurríki og Sviss eru mjög alvarleg,“ segir Pétur. Hann segir fyrirtæki sitt hafa verið í viðskiptum þar í fimmtán ár og að fyrirtæki þar séu að koma með þau skilaboð að Ísland sé komið upp úr þakinu. Hægt sé að fá góð gæði fyrir peninga í löndum eins og Kanada, Noregi og Írlandi. Gæðin á Íslandi standi ekki lengur undir verðinu hér og því standi til að hvíla Ísland. „Ég held að næsti vetur, það er að segja norðurljósatímabilið nóvember til mars, að þar verði einhver samdráttur, en næsta sumar verði mjög þungt víða. Út af því að fólkið er ekki að kaupa þessa þjónustu á þessari þjónustu sem við erum að bjóða.“ Pétur heldur áfram: „Einhverjir hafa talað um að ef að verð hækki á Íslandi komi bara efnaðir ferðamenn og kaupi það. Eins og það séu til einhverjir moldríkir bjánar sem vilja kaupa eitthvað drasl á okurverði. Það er ekki þannig í ferðaþjónustunni.“ Hægt er að hlusta á þessa umræðu í Sprengisandi hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Sjá meira
Ferðamenn sem ekki voru búnir að ákveða að fara til Íslands fyrir styrkingu krónunnar eru ekki að skila sér hingað til lands. Búast má við alvarlegum samdrætti í ferðaþjónustu á næstunni. Þetta segja þeir Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Katla Travel, og Daníel Jakobsson, hótelhaldari á Ísafirði, en þeir voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar fóru þeir yfir stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi og mögulega framtíð hennar. Pétur segir að þegar ferðamenn fari að halda að sér, verði ferðaþjónustan á landsbyggðinni fyrst til að finna fyrir því. Daníel segir að ekki hafi verið mikill samdráttur hjá sér í sumar, en hann hafi verulegar áhyggjur fyrir næsta sumar. Hann segir Ísland vera að verða dýrara og að ferðþjónustuaðilar séu á heimsmarkaði. Ferðamenn ákveði að fara bara eitthvað annað. „Svo ekki sé nú talað um að maður þurfi að bæta virðisaukanum ofan á það. Þá er það bara alger dauðadómur yfir greininni og ekki bara á landsbyggðinni. Mér finnst það hafa verið ofmetið að tala um að þetta verði eitthvað sérstaklega erfitt fyrir landsbyggðina. Þetta verður erfitt fyrir Reykjavík líka. Maður heyrir það á ferðaskrifstofum að það sé orðið auðvelt að fá herbergi í Reykjavík í júlí á lágu verði,“ segir Daníel. Pétur segir þetta rétt. „Þetta er líka í Reykjavík í sumar, en af því að við erum að vinna svo langt fram í tímann þá eru skilaboðin sem við erum að fá úr framtíðinni, sem er næsti vetur og 2018, í Þýskalandi, Austurríki og Sviss eru mjög alvarleg,“ segir Pétur. Hann segir fyrirtæki sitt hafa verið í viðskiptum þar í fimmtán ár og að fyrirtæki þar séu að koma með þau skilaboð að Ísland sé komið upp úr þakinu. Hægt sé að fá góð gæði fyrir peninga í löndum eins og Kanada, Noregi og Írlandi. Gæðin á Íslandi standi ekki lengur undir verðinu hér og því standi til að hvíla Ísland. „Ég held að næsti vetur, það er að segja norðurljósatímabilið nóvember til mars, að þar verði einhver samdráttur, en næsta sumar verði mjög þungt víða. Út af því að fólkið er ekki að kaupa þessa þjónustu á þessari þjónustu sem við erum að bjóða.“ Pétur heldur áfram: „Einhverjir hafa talað um að ef að verð hækki á Íslandi komi bara efnaðir ferðamenn og kaupi það. Eins og það séu til einhverjir moldríkir bjánar sem vilja kaupa eitthvað drasl á okurverði. Það er ekki þannig í ferðaþjónustunni.“ Hægt er að hlusta á þessa umræðu í Sprengisandi hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Sjá meira