Ég er á góðum stað í lífinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. janúar 2017 06:00 Guðjón Valur fagnar einu fimm marka sinna gegn Spáni. vísir/getty „Nei, ég er ekkert að verða þreyttur á þessu. Ég veit ekki hvernig 37 ára manni á að líða en mér líður mjög vel. Ég hef alltaf sagt að ég hef aldrei tekið því sem sjálfsögðum hlut að vera í landsliðinu,“ segir landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson, sem er að taka þátt á sínu 20. stórmóti sem er auðvitað met. Hann er líka langmarkahæsti leikmaðurinn á HM í Frakklandi. Fyrsta stórmótið var EM í Króatíu árið 2000 og síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar en Guðjón virðist ekki eldast. Hann er enn fljótastur á vellinum og raðar inn mörkum eins og hann hefur alltaf gert. Hann hreinlega virðist ekki eldast. „Meðan ég er í landsliðinu vil ég sýna ungu mönnunum að það er ekki sjálfsagt. Menn eiga að berjast fyrir sínu sæti. Ég er glaður að spila fyrir landsliðið og leiða liðið út á völlinn á meðan landsliðsþjálfarinn treystir mér fyrir því. Ég held því áfram að gefa kost á mér. Auðvitað hafa komið mót sem voru ekki nógu skemmtileg en það var samt reynsla. Ég er á góðum stað í lífinu. Hamingjusamur og líður vel. Ég er ofsalega glaður að vera hérna.“ Fyrirliðinn tekur sitt hlutverk í liðinu mjög alvarlega og gefur af sér til yngri leikmanna. Miðlar af mestu reynslu í sögu íslenska handboltalandsliðsins. „Það er gaman og gefandi að fá að taka þátt í þessu ferli hjá mörgum mönnum hérna. Að koma hlutverkum yfir á þá og kannski kenna þeim eitthvað í leiðinni. Maður reynir að vanda það sem maður segir við drengina og þeir eru opnir og móttækilegir fyrir því sem við höfum fram að færa. Það er held ég meiri arfleifð sem maður getur skilið eftir heldur en leikir og mörk,“ segir Guðjón en hann gæti nánast verið faðir þeirra yngstu í liðinu. „Ómar Ingi er tveimur árum eldri en elsta dóttir mín og þetta er því sérstakt og gaman. Þetta er gefandi og mér finnst þetta mjög skemmtilegt.“ Guðjón er að kynnast fullt af nýjum strákum enda flestir sem hafa verið í liðinu síðustu árin hættir í því. Samfélagið hefur mikið breyst síðan Seltirningurinn byrjaði að spila fyrir Ísland og þrátt fyrir alla tæknina þá tala landsliðsstrákarnir enn saman. Það er ekki bara verið að hanga í símanum. „Þegar ég byrjaði í landsliðinu var maður að hringja heim úr hótelsímanum. Það er löngu búið. Ég var 20 ára á fyrsta mótinu og næstyngsti maðurinn var 26 ára. Þar var mikið bil á milli og ég var einn að koma inn. Það hefur ótrúlega mikið breyst á þessum tíma en það lifir alveg að menn tala mikið saman. Áður fyrr voru menn sektaðir fyrir að vera með símann á sér en nú er það alveg í lagi að menn hafi hann við höndina og kíki á hann. Samgangurinn er enn sá sami en við vitum að annað augað hjá mörgum er á símanum en það er ekki á kostnað þess að við tölum ekki saman.“ Það dylst engum hvað Guðjón Valur nýtur þess að spila fyrir landsliðið. Eftir að hafa skorað rúmlega 1.700 mörk fyrir liðið fagnar hann enn mörkum eins og fyrsta markinu. Í leiknum gegn Spánverjum fagnaði hann einu marki með góðu ljónsöskri og sneri í áttina að syni sínum, Jasoni, sem hoppaði hreinlega af kæti í stúkunni. Yndislegt augnablik. Guðjón var í fréttunum fyrir leik er hann ákvað að sýna réttindabaráttu hinsegin fólks stuðning með því að vera með regnbogafánann á skónum sínum. Hann reyndi að vera með regnbogafyrirliðaband ásamt Bjarte Myrhol, fyrirliða Noregs, á EM í Póllandi en þeim var meinað að bera böndin. „Það var smá uppreisnarseggur í mér eftir að hafa verið bannað að nota bandið í fyrra. Mér finnst að allir eigi að hafa sömu möguleika. Ég ákvað að fara þessa leið í því. Ég er samt ekki að leitast eftir því að vera talsmaður fyrir einhverja baráttu en mér finnst sjálfsagt að leggja mín lóð á vogarskálarnar,“ segir Guðjón og neitar því að hann sé að leggja grunninn að frama í pólitík eða einhverju álíka. „Pólitík heillar mig alls ekki. Ég fylgist með henni eins og aðrir. Einhvern veginn veldur hún manni alltaf jafn miklum vonbrigðum. Ég held mig við handboltann. Það kann ég.“ HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
„Nei, ég er ekkert að verða þreyttur á þessu. Ég veit ekki hvernig 37 ára manni á að líða en mér líður mjög vel. Ég hef alltaf sagt að ég hef aldrei tekið því sem sjálfsögðum hlut að vera í landsliðinu,“ segir landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson, sem er að taka þátt á sínu 20. stórmóti sem er auðvitað met. Hann er líka langmarkahæsti leikmaðurinn á HM í Frakklandi. Fyrsta stórmótið var EM í Króatíu árið 2000 og síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar en Guðjón virðist ekki eldast. Hann er enn fljótastur á vellinum og raðar inn mörkum eins og hann hefur alltaf gert. Hann hreinlega virðist ekki eldast. „Meðan ég er í landsliðinu vil ég sýna ungu mönnunum að það er ekki sjálfsagt. Menn eiga að berjast fyrir sínu sæti. Ég er glaður að spila fyrir landsliðið og leiða liðið út á völlinn á meðan landsliðsþjálfarinn treystir mér fyrir því. Ég held því áfram að gefa kost á mér. Auðvitað hafa komið mót sem voru ekki nógu skemmtileg en það var samt reynsla. Ég er á góðum stað í lífinu. Hamingjusamur og líður vel. Ég er ofsalega glaður að vera hérna.“ Fyrirliðinn tekur sitt hlutverk í liðinu mjög alvarlega og gefur af sér til yngri leikmanna. Miðlar af mestu reynslu í sögu íslenska handboltalandsliðsins. „Það er gaman og gefandi að fá að taka þátt í þessu ferli hjá mörgum mönnum hérna. Að koma hlutverkum yfir á þá og kannski kenna þeim eitthvað í leiðinni. Maður reynir að vanda það sem maður segir við drengina og þeir eru opnir og móttækilegir fyrir því sem við höfum fram að færa. Það er held ég meiri arfleifð sem maður getur skilið eftir heldur en leikir og mörk,“ segir Guðjón en hann gæti nánast verið faðir þeirra yngstu í liðinu. „Ómar Ingi er tveimur árum eldri en elsta dóttir mín og þetta er því sérstakt og gaman. Þetta er gefandi og mér finnst þetta mjög skemmtilegt.“ Guðjón er að kynnast fullt af nýjum strákum enda flestir sem hafa verið í liðinu síðustu árin hættir í því. Samfélagið hefur mikið breyst síðan Seltirningurinn byrjaði að spila fyrir Ísland og þrátt fyrir alla tæknina þá tala landsliðsstrákarnir enn saman. Það er ekki bara verið að hanga í símanum. „Þegar ég byrjaði í landsliðinu var maður að hringja heim úr hótelsímanum. Það er löngu búið. Ég var 20 ára á fyrsta mótinu og næstyngsti maðurinn var 26 ára. Þar var mikið bil á milli og ég var einn að koma inn. Það hefur ótrúlega mikið breyst á þessum tíma en það lifir alveg að menn tala mikið saman. Áður fyrr voru menn sektaðir fyrir að vera með símann á sér en nú er það alveg í lagi að menn hafi hann við höndina og kíki á hann. Samgangurinn er enn sá sami en við vitum að annað augað hjá mörgum er á símanum en það er ekki á kostnað þess að við tölum ekki saman.“ Það dylst engum hvað Guðjón Valur nýtur þess að spila fyrir landsliðið. Eftir að hafa skorað rúmlega 1.700 mörk fyrir liðið fagnar hann enn mörkum eins og fyrsta markinu. Í leiknum gegn Spánverjum fagnaði hann einu marki með góðu ljónsöskri og sneri í áttina að syni sínum, Jasoni, sem hoppaði hreinlega af kæti í stúkunni. Yndislegt augnablik. Guðjón var í fréttunum fyrir leik er hann ákvað að sýna réttindabaráttu hinsegin fólks stuðning með því að vera með regnbogafánann á skónum sínum. Hann reyndi að vera með regnbogafyrirliðaband ásamt Bjarte Myrhol, fyrirliða Noregs, á EM í Póllandi en þeim var meinað að bera böndin. „Það var smá uppreisnarseggur í mér eftir að hafa verið bannað að nota bandið í fyrra. Mér finnst að allir eigi að hafa sömu möguleika. Ég ákvað að fara þessa leið í því. Ég er samt ekki að leitast eftir því að vera talsmaður fyrir einhverja baráttu en mér finnst sjálfsagt að leggja mín lóð á vogarskálarnar,“ segir Guðjón og neitar því að hann sé að leggja grunninn að frama í pólitík eða einhverju álíka. „Pólitík heillar mig alls ekki. Ég fylgist með henni eins og aðrir. Einhvern veginn veldur hún manni alltaf jafn miklum vonbrigðum. Ég held mig við handboltann. Það kann ég.“
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira