Það er leikdagur hjá Íslandi á HM í Frakklandi og það þýðir líka að HM í dag er á dagskrá á Vísi.
Arnar Björnsson og Henry Birgir Gunnarsson komu sér vel fyrir í blaðamannafundaraðstöðunni í Metz og spáðu í spilin fyrir leikinn gegn Slóveníu.
Þeim var ekki hent neins staðar út að þessu sinni og náðu að klára þáttinn án nánast allrar truflunar.
Leikur Íslands og Slóveníu hefst svo klukkan 13.45 í dag og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Horfa má á HM í dag hér að ofan.

