Vegabréfsáritanir óþarfar vegna HM í Rússlandi Þórdís Valsdóttir skrifar 10. október 2017 18:18 Utanríkisráðherra fundaði í dag með Antoni Vasiliev, sendiherra Rússlands. Íslendingar sem leggja leið sína til Rússlands á næsta ári munu ekki þurfa hefðbundna vegabréfsáritun. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundaði fyrr í dag með Antoni Vasiliev, sendiherra Rússlands. Þeir ræddu undirbúning HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi á næsta ári. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér farseðil til Rússlands í gær eftir 2-0 sigur á móti Kósóvó. Búist er við því að fjöldi Íslendinga muni leggja leið sína til Rússlands til að styðja landsliðið í keppninni. Á fundi Guðlaugs Þórs og Vasiliev kom fram að rússnesk stjórnvöld munu bjóða stuðningsmönnum sem ferðast til Rússlands sérstakt stuðningsmannaskírteini, eða „Fan ID“. Því er ekki þörf fyrir stuðningsmenn að fá vegabréfsáritun til að ferðast til Rússlands. Ákveðin skilyrði gilda þó um stuðningsmannaskírteinin. Þeir stuðningsmenn sem hyggjast leggja leið sína til Rússlands næsta sumar þurfa að skrá sig á þartilgerða heimasíðu, www.fan-id.ru. Einnig er smáforrit sem ber heitið „Welcome 2018“ fyrir þá sem ferðast til Rússlands vegna leikjanna. Utanríkisráðuneytið hvetur þá sem hyggjast ferðast til Rússlands að skoða reglurnar sem gilda fyrir stuðningsmannapassana gaumgæfilega og leita til sendiráðs Rússlands ef spurningar vakna.Rússar munu taka vel á móti Íslendingum Guðlaugur Þór segir að Rússar muni leggja mikið upp úr því að undirbúa kepnnina vel og að þeir hafi lofað Íslendingum allri aðstoð sem þörf er á. „Við munum einnig senda starfsfólk aukalega til Rússlands til að styðja við bakið á sendiráði okkar, því ljóst er að mikið mun mæða á því í aðdraganda keppninnar og meðan á henni stendur,“ segir Guðlaugur Þór í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. Þann 1. desember næstkomandi mun koma í ljós hvar Ísland mun leika í keppninni en keppt verður á tólf leikvöngum í ellefu rússneskum borgum. Engin bein áætlunarflug eru á milli Íslands og Rússlands en þó er Icelandair í samstarfi við rússneska flugfélagið Aeroflot. Utanríkisráðuneytið hefur verið í viðræðum við rússnesk stjórnvöld að undanförnu um að endurskoða loftferðasamning ríkjanna til að greiða fyrir mögulegum flugsamgöngum á milli landanna. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundaði fyrr í dag með Antoni Vasiliev, sendiherra Rússlands. Þeir ræddu undirbúning HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi á næsta ári. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér farseðil til Rússlands í gær eftir 2-0 sigur á móti Kósóvó. Búist er við því að fjöldi Íslendinga muni leggja leið sína til Rússlands til að styðja landsliðið í keppninni. Á fundi Guðlaugs Þórs og Vasiliev kom fram að rússnesk stjórnvöld munu bjóða stuðningsmönnum sem ferðast til Rússlands sérstakt stuðningsmannaskírteini, eða „Fan ID“. Því er ekki þörf fyrir stuðningsmenn að fá vegabréfsáritun til að ferðast til Rússlands. Ákveðin skilyrði gilda þó um stuðningsmannaskírteinin. Þeir stuðningsmenn sem hyggjast leggja leið sína til Rússlands næsta sumar þurfa að skrá sig á þartilgerða heimasíðu, www.fan-id.ru. Einnig er smáforrit sem ber heitið „Welcome 2018“ fyrir þá sem ferðast til Rússlands vegna leikjanna. Utanríkisráðuneytið hvetur þá sem hyggjast ferðast til Rússlands að skoða reglurnar sem gilda fyrir stuðningsmannapassana gaumgæfilega og leita til sendiráðs Rússlands ef spurningar vakna.Rússar munu taka vel á móti Íslendingum Guðlaugur Þór segir að Rússar muni leggja mikið upp úr því að undirbúa kepnnina vel og að þeir hafi lofað Íslendingum allri aðstoð sem þörf er á. „Við munum einnig senda starfsfólk aukalega til Rússlands til að styðja við bakið á sendiráði okkar, því ljóst er að mikið mun mæða á því í aðdraganda keppninnar og meðan á henni stendur,“ segir Guðlaugur Þór í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. Þann 1. desember næstkomandi mun koma í ljós hvar Ísland mun leika í keppninni en keppt verður á tólf leikvöngum í ellefu rússneskum borgum. Engin bein áætlunarflug eru á milli Íslands og Rússlands en þó er Icelandair í samstarfi við rússneska flugfélagið Aeroflot. Utanríkisráðuneytið hefur verið í viðræðum við rússnesk stjórnvöld að undanförnu um að endurskoða loftferðasamning ríkjanna til að greiða fyrir mögulegum flugsamgöngum á milli landanna.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira