Gæti orðið um langan veg að fara fyrir stuðningsmenn á HM í Rússlandi Birgir Olgeirsson skrifar 10. október 2017 11:30 Luzhniki Stadium í Moskvu, þar sem opnunarleikur mótsins fer fram sem og úrslitaleikurinn. Vísir/Getty Eins og alþjóð veit verður íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi á næsta ári. Mun íslenska liðið skipa einn af átta riðlum mótsins sem dregið verður í 1. desember næstkomandi. Alls komast 32 lið í til Rússlands en heimaliðið skipar nú þegar A-riðil en fjögur lið verða í hverjum riðli. Riðlakeppnin mun fara fram í á tólf leikvöngum í ellefu borgum sem eru eftirfarandi:Ekaterinburg Arena í borginni EkaterinburgKaliningrad Stadium í borginni KaliningradKazan Arena í borginni KazanLuzhniki Stadium í höfuðborginni MoskvuSpartak Stadium í höfuðborginni MoskvuMizhny Novograd Stadium í borginni NIzhny NovogradRostov Arena í hafnarborginni Rostov on DonSaint Petersburg Stadium í Sankti PétursborgSamara Arena í borginni SamaraMordovia Arena í borginni SaranskFisht Stadium í borginni SochiVolgograd Arena í borginni VologradHér má sjá leikjaniðurröðunina.fifa.comÁ þessu heimsmeistaramóti verður fyrirkomulagið þannig að riðlarnir flakka á milli borga. Þannig munu leikir í A-riðli, sem heimamenn Rússa skipa, fara fram í sex borgum, Ekaterinburg, Moskvu, Rostov on Don, Sankti Pétursborg, Samara og Volgograd.Hér fyrir neðan má sjá Ekaterinburg Arena þar sem búið er að byggja áhorfendastúku utan við leikvanginn.Если ты чувствуешь себя одиноко, просто вспомни про трибуну стадиона в Екатеринбурге, которая будет стоять отдельно от всего стадиона pic.twitter.com/GjG7NWL8NF— Лентач (@oldLentach) September 28, 2017 Sjá einnig: Ísland gæti spilað á leikvangi á HM með áhorfendastúku fyrir utan völlinn Rússneska liðið mun leika opnunarleik mótsins á Luzhniki Stadium fimmtudaginn 14 júní, en mótinu lýkur með úrslitaleiknum sjálfum sunnudaginn 15. júlí á Luzhniki Stadium. Næsti leikur Rússlands fer fram fjórum dögum síðar í Sankti Pétursborg en þaðan fer liðið til Samara þar sem það leikur sinn síðasta leik í riðlinum 25. Júní. Vegalengdin frá Moskvu til Sankti Pétursborgar eru 712 kílómetrar en frá Sankti Pétursborgar til Samara eru 1.768 kílómetrar, en til samanburðar má nefna að hringvegur Íslands er 1.332 kílómetrar.Hér má sjá leikstaðina á korti.FIFA.COMRússland er ákaflega stórt og mikið land en skipuleggjendur mótsins ákváðu að einskorða mótið við vesturhluta Rússlands og sleppa þar með Síberíu og Kyrrahafsströndinni, líkt og kom fram í umfjöllun breska dagblaðsins The Guardian árið 2010 þegar tilkynnt var að Rússland myndi halda mótið. Var stungið upp á því að mótsstöðum yrði skipt upp eftir hólfum til að koma í veg fyrir löng ferðalög milli leikja, en við uppröðunina var þó aðeins stuðst við þessa hólf að litlu leyti. Tímabeltin Eitt sem vert er að taka fram og þeir sem ætla að fylgjast með mótinu ættu að hafa í huga. Rússland er ansi stórt land og státar ellefu tímabeltum. Skipuleggjendurnir ákváðu þess vegna að takmarka mótið við þrjú tímabelti. Eins og áður segir verður leikið í Moskvu sem er þremur tímum á undan Íslandi, í borginni Samara sem fjórum tímum á undan Íslandi og í borginni Kaliningrad sem er tveimur tímum á undan Reykjavík. Fréttin hefur verið uppfærð. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58 Íslensku strákarnir ekki þeir bestu í heimi, en þeir eru stórir og sterkir Mikið hefur verið rætt um árángur Íslands í gærkvöldi í heimsfjölmiðlunum. Ísland varð minnsta þjóðin í sögunni til þess að komast í lokakeppni Heimsmeistaramóts og heimurinn hreyfst með í víkingaklappinu sem ómaði á Laugardalsvelli. Fótboltasérfræðingar ESPN fjölluðu um árángur Íslands í spjallþætti sínum. 10. október 2017 14:45 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Eins og alþjóð veit verður íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi á næsta ári. Mun íslenska liðið skipa einn af átta riðlum mótsins sem dregið verður í 1. desember næstkomandi. Alls komast 32 lið í til Rússlands en heimaliðið skipar nú þegar A-riðil en fjögur lið verða í hverjum riðli. Riðlakeppnin mun fara fram í á tólf leikvöngum í ellefu borgum sem eru eftirfarandi:Ekaterinburg Arena í borginni EkaterinburgKaliningrad Stadium í borginni KaliningradKazan Arena í borginni KazanLuzhniki Stadium í höfuðborginni MoskvuSpartak Stadium í höfuðborginni MoskvuMizhny Novograd Stadium í borginni NIzhny NovogradRostov Arena í hafnarborginni Rostov on DonSaint Petersburg Stadium í Sankti PétursborgSamara Arena í borginni SamaraMordovia Arena í borginni SaranskFisht Stadium í borginni SochiVolgograd Arena í borginni VologradHér má sjá leikjaniðurröðunina.fifa.comÁ þessu heimsmeistaramóti verður fyrirkomulagið þannig að riðlarnir flakka á milli borga. Þannig munu leikir í A-riðli, sem heimamenn Rússa skipa, fara fram í sex borgum, Ekaterinburg, Moskvu, Rostov on Don, Sankti Pétursborg, Samara og Volgograd.Hér fyrir neðan má sjá Ekaterinburg Arena þar sem búið er að byggja áhorfendastúku utan við leikvanginn.Если ты чувствуешь себя одиноко, просто вспомни про трибуну стадиона в Екатеринбурге, которая будет стоять отдельно от всего стадиона pic.twitter.com/GjG7NWL8NF— Лентач (@oldLentach) September 28, 2017 Sjá einnig: Ísland gæti spilað á leikvangi á HM með áhorfendastúku fyrir utan völlinn Rússneska liðið mun leika opnunarleik mótsins á Luzhniki Stadium fimmtudaginn 14 júní, en mótinu lýkur með úrslitaleiknum sjálfum sunnudaginn 15. júlí á Luzhniki Stadium. Næsti leikur Rússlands fer fram fjórum dögum síðar í Sankti Pétursborg en þaðan fer liðið til Samara þar sem það leikur sinn síðasta leik í riðlinum 25. Júní. Vegalengdin frá Moskvu til Sankti Pétursborgar eru 712 kílómetrar en frá Sankti Pétursborgar til Samara eru 1.768 kílómetrar, en til samanburðar má nefna að hringvegur Íslands er 1.332 kílómetrar.Hér má sjá leikstaðina á korti.FIFA.COMRússland er ákaflega stórt og mikið land en skipuleggjendur mótsins ákváðu að einskorða mótið við vesturhluta Rússlands og sleppa þar með Síberíu og Kyrrahafsströndinni, líkt og kom fram í umfjöllun breska dagblaðsins The Guardian árið 2010 þegar tilkynnt var að Rússland myndi halda mótið. Var stungið upp á því að mótsstöðum yrði skipt upp eftir hólfum til að koma í veg fyrir löng ferðalög milli leikja, en við uppröðunina var þó aðeins stuðst við þessa hólf að litlu leyti. Tímabeltin Eitt sem vert er að taka fram og þeir sem ætla að fylgjast með mótinu ættu að hafa í huga. Rússland er ansi stórt land og státar ellefu tímabeltum. Skipuleggjendurnir ákváðu þess vegna að takmarka mótið við þrjú tímabelti. Eins og áður segir verður leikið í Moskvu sem er þremur tímum á undan Íslandi, í borginni Samara sem fjórum tímum á undan Íslandi og í borginni Kaliningrad sem er tveimur tímum á undan Reykjavík. Fréttin hefur verið uppfærð.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58 Íslensku strákarnir ekki þeir bestu í heimi, en þeir eru stórir og sterkir Mikið hefur verið rætt um árángur Íslands í gærkvöldi í heimsfjölmiðlunum. Ísland varð minnsta þjóðin í sögunni til þess að komast í lokakeppni Heimsmeistaramóts og heimurinn hreyfst með í víkingaklappinu sem ómaði á Laugardalsvelli. Fótboltasérfræðingar ESPN fjölluðu um árángur Íslands í spjallþætti sínum. 10. október 2017 14:45 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58
Íslensku strákarnir ekki þeir bestu í heimi, en þeir eru stórir og sterkir Mikið hefur verið rætt um árángur Íslands í gærkvöldi í heimsfjölmiðlunum. Ísland varð minnsta þjóðin í sögunni til þess að komast í lokakeppni Heimsmeistaramóts og heimurinn hreyfst með í víkingaklappinu sem ómaði á Laugardalsvelli. Fótboltasérfræðingar ESPN fjölluðu um árángur Íslands í spjallþætti sínum. 10. október 2017 14:45