Riðlakeppnin mun fara fram í á tólf leikvöngum í ellefu borgum sem eru eftirfarandi:
- Ekaterinburg Arena í borginni Ekaterinburg
- Kaliningrad Stadium í borginni Kaliningrad
- Kazan Arena í borginni Kazan
- Luzhniki Stadium í höfuðborginni Moskvu
- Spartak Stadium í höfuðborginni Moskvu
- Mizhny Novograd Stadium í borginni NIzhny Novograd
- Rostov Arena í hafnarborginni Rostov on Don
- Saint Petersburg Stadium í Sankti Pétursborg
- Samara Arena í borginni Samara
- Mordovia Arena í borginni Saransk
- Fisht Stadium í borginni Sochi
- Volgograd Arena í borginni Volograd

Hér fyrir neðan má sjá Ekaterinburg Arena þar sem búið er að byggja áhorfendastúku utan við leikvanginn.
Если ты чувствуешь себя одиноко, просто вспомни про трибуну стадиона в Екатеринбурге, которая будет стоять отдельно от всего стадиона pic.twitter.com/GjG7NWL8NF
— Лентач (@oldLentach) September 28, 2017
Rússneska liðið mun leika opnunarleik mótsins á Luzhniki Stadium fimmtudaginn 14 júní, en mótinu lýkur með úrslitaleiknum sjálfum sunnudaginn 15. júlí á Luzhniki Stadium. Næsti leikur Rússlands fer fram fjórum dögum síðar í Sankti Pétursborg en þaðan fer liðið til Samara þar sem það leikur sinn síðasta leik í riðlinum 25. Júní.
Vegalengdin frá Moskvu til Sankti Pétursborgar eru 712 kílómetrar en frá Sankti Pétursborgar til Samara eru 1.768 kílómetrar, en til samanburðar má nefna að hringvegur Íslands er 1.332 kílómetrar.

Tímabeltin
Eitt sem vert er að taka fram og þeir sem ætla að fylgjast með mótinu ættu að hafa í huga. Rússland er ansi stórt land og státar ellefu tímabeltum. Skipuleggjendurnir ákváðu þess vegna að takmarka mótið við þrjú tímabelti.
Eins og áður segir verður leikið í Moskvu sem er þremur tímum á undan Íslandi, í borginni Samara sem fjórum tímum á undan Íslandi og í borginni Kaliningrad sem er tveimur tímum á undan Reykjavík.
Fréttin hefur verið uppfærð.