Erlent

Tíu látnir í eldum í vínhéruðum Kaliforníu

Atli Ísleifsson skrifar
Spár næstu daga gera ráð fyrir frekari þurrkatíð.
Spár næstu daga gera ráð fyrir frekari þurrkatíð. Vísir/afp
Vínhéröð Kaliforníu í Bandaríkjunum eru mörg hver illa farin eftir mikla elda sem farið hafa um svæðið síðustu daga.

Að minnsta kosti tíu eru látnir og neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stóru svæði í norðurhluta ríkisins en um 1.500 byggingar hafa eyðilagst og rúmlega 20 þúsund manns í Napa, Sonoma og Yuba-sýslum hafa þurft að yfirgefa heimili sín.

Eldar sem þessir eru algengari í suðurhluta Kaliforníu en samspil mikilla þurrka og sterks vinds hafa magnað upp bálið í norðurhluta ríkisins.

Spár næstu daga gera ráð fyrir frekari þurrkatíð sem mun ekki auðvelda starf slökkviliðsmanna á svæðinu sem vinna nú hörðum höndum að því að ná tökum á eldunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×