Að segja rangt frá Þröstur Ólafsson skrifar 10. október 2017 07:00 Mig rak í rogastans þegar ég las grein í Fréttablaðinu 27. september sl. eftir Jón Sigurðsson, fv. formann Framsóknarflokksins. Það voru ekki skoðanir hans sem vöktu hjá mér athygli, enda skoðanir yfirleitt ekki mjög áhugaverðar, heldur meðferð Jóns á staðreyndum. Þegar veruleikinn er andsnúinn skoðunum einhvers er framreidd skæld frásögn og hún klædd í búning sannleikans. Þetta eru falskar frásagnir. Grein Jón fjallar um ESB og hve varhugavert sé að huga að endurvakningu umsóknar okkar um aðild. Jón hefur fullan rétt á því að hafa hvaða skoðun sem hann vill um ágæti eða ókosti aðildar. Hann virðist sjálfur vera bæði með og móti. Það er hans mál. Stundum virðist hann vera mikill þjóðernissinni sem með engu móti vill skerða fullveldi þjóðríkisins en harmar um leið ömurlegt hlutskipti landsins í brimróti gengisóróa. Því Jón fullyrðir að innganga okkar í bandalagið sé ekki á dagskrá lengur, þar sem forysta ESB hafi skellt í lás. Jón segir: „Forysta ESB hefur lýst því yfir að ekki verði tekið á móti aðildarumsóknum á næstu árum.“ Það er nú svo. Í ræðu sem Juncker hélt 13. sept sl. sagði kann orðrétt: „It is clear that there will be no further enlargement during the mandate of this Commission and this Parliament. No candidate is ready. But thereafter the European Union will be greater than 27 in number.“ Hann segir að enginn umsóknaraðili sé tilbúinn, þess vegna verði enginn tekinn inn í bráð, þ.e. á yfirstandandi kjörtímabili. Það er ekki ESB sem lokar dyrum heldur við sjálf. Þegar ríkisstjórn B+D sat að völdum og vandræðagangurinn vegna loka umsóknarferilsins stóð sem hæst, sagði þáverandi formaður framkvæmdastjórnar ESB að engar nýjar umsóknir yrðu afgreiddar. Þegar hann var spurðum um aðildarumsókn Íslands svaraði hann því til, að hvað ESB snerti væri hún enn í gildi þ.e. ekki þyrfti að senda inn nýja umsókn heldur vekja þá gömlu af svefni. Heimssýnarfólk vitnaði sífellt í fyrrihluta yfirlýsingar formannsins og gáfu vísvitandi ranga mynd af staðreyndunum. Leitt er að sjá Jón feta sama öngstigið.Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Mig rak í rogastans þegar ég las grein í Fréttablaðinu 27. september sl. eftir Jón Sigurðsson, fv. formann Framsóknarflokksins. Það voru ekki skoðanir hans sem vöktu hjá mér athygli, enda skoðanir yfirleitt ekki mjög áhugaverðar, heldur meðferð Jóns á staðreyndum. Þegar veruleikinn er andsnúinn skoðunum einhvers er framreidd skæld frásögn og hún klædd í búning sannleikans. Þetta eru falskar frásagnir. Grein Jón fjallar um ESB og hve varhugavert sé að huga að endurvakningu umsóknar okkar um aðild. Jón hefur fullan rétt á því að hafa hvaða skoðun sem hann vill um ágæti eða ókosti aðildar. Hann virðist sjálfur vera bæði með og móti. Það er hans mál. Stundum virðist hann vera mikill þjóðernissinni sem með engu móti vill skerða fullveldi þjóðríkisins en harmar um leið ömurlegt hlutskipti landsins í brimróti gengisóróa. Því Jón fullyrðir að innganga okkar í bandalagið sé ekki á dagskrá lengur, þar sem forysta ESB hafi skellt í lás. Jón segir: „Forysta ESB hefur lýst því yfir að ekki verði tekið á móti aðildarumsóknum á næstu árum.“ Það er nú svo. Í ræðu sem Juncker hélt 13. sept sl. sagði kann orðrétt: „It is clear that there will be no further enlargement during the mandate of this Commission and this Parliament. No candidate is ready. But thereafter the European Union will be greater than 27 in number.“ Hann segir að enginn umsóknaraðili sé tilbúinn, þess vegna verði enginn tekinn inn í bráð, þ.e. á yfirstandandi kjörtímabili. Það er ekki ESB sem lokar dyrum heldur við sjálf. Þegar ríkisstjórn B+D sat að völdum og vandræðagangurinn vegna loka umsóknarferilsins stóð sem hæst, sagði þáverandi formaður framkvæmdastjórnar ESB að engar nýjar umsóknir yrðu afgreiddar. Þegar hann var spurðum um aðildarumsókn Íslands svaraði hann því til, að hvað ESB snerti væri hún enn í gildi þ.e. ekki þyrfti að senda inn nýja umsókn heldur vekja þá gömlu af svefni. Heimssýnarfólk vitnaði sífellt í fyrrihluta yfirlýsingar formannsins og gáfu vísvitandi ranga mynd af staðreyndunum. Leitt er að sjá Jón feta sama öngstigið.Höfundur er hagfræðingur.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun