Hornfirðingar fá hitaveitu Kristján Már Unnarsson skrifar 15. október 2017 21:30 Úlfar Helgason, bóndi á Hoffelli 1. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hornfirðingar geta leyft sér að hlakka til; þeir fá hitaveitu. Fundist hefur heitt vatn í sveitinni sem dugar til að hita upp öll húsin í bænum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Hornfirðingar þurfa núna sennilega að endurskoða aðild sína að Samtökum sveitarfélaga á köldum svæðum. Við bæinn Hoffell í Hornafirði er búið að setja upp varúðarskilti svo menn brenni sig ekki á heita vatninu, sem streymir núna upp úr nýjustu borholunni. Dýpst í holunni mælist það 90 stiga heitt.Varúðarskilti hafa verið sett upp við bæinn Hoffell vegna heita vatnsins, sem streymir nú upp úr borholunni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og nú er byrjað að undirbúa lagningu hitaveitu til Hafnar, að sögn Tryggva Þórs Haraldssonar forstjóra RARIK, sem hefur hafið viðræður við bæjaryfirvöld um að leggja sautján kílómetra langa hitaveituæð frá Hoffelli. Tryggvi vonast til að fyrir árslok 2019, eftir rúm tvö ár, verði hitaveituvatnið komið í kranana hjá 1.700 íbúum á Höfn en einnig hjá 90 íbúum í Nesjahverfi. Óvíst er hversu marga sveitabæi verður hægt að tengja á leiðinni.Stefnt er að því að heita vatnið frá Hoffelli verði farið að verma húsin á Höfn í Hornafirði eftir rúm tvö ár.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Áratugur er liðinn frá því fyrst fannst heitt vatn að Hoffelli, en þó í litlum mæli, sem bóndinn á Hoffelli 2, Þrúðmar Þrúðmarsson, hóf fljótlega að nýta í ferðaþjónustu og til að kynda eigin hús. Hinn bóndinn, Úlfar Helgason á Hoffelli 1, sér nú einnig fram á að tengjast heita vatninu. „Jú, svona þegar þetta er allt um garð gengið þá eigum við að fá spena þarna frá þeim, sem er um samið,“ segir Úlfar. RARIK hefur látið bora fjórar djúpar holur í landi Hoffells og skila þær núna alls um 75 sekúndulítrum. Forstjórinn Tryggvi Þór segir að vatnið sé bæði meira og heitara en menn áttu von á. Áformað er að bora fimmtu holuna í vetur og segist Tryggvi bjartsýnn um að þá finnist meira.Heita vatnið á Hoffelli rennur núna út í næstu á. Leggja þarf sautján kílómetra lögn til að koma vatninu í húsin á Höfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.-Er þetta ekki bara eins og að detta í lukkupottinn og finna olíulind? „Ja, kannski,“ svarar Úlfar bóndi á Hoffelli og bætir við hlæjandi: „Það væri allt í lagi að fá olíu. Ég væri alveg sáttur við það.“ -En er samt ekki heita vatnið bara betra? „Nei, ég vildi nú frekar olíuna,“ svarar Úlfar og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Hittu á lofandi heitavatnsæðar Við rannsóknarboranir við Hoffell í Hornafirði fundust heitar vatnsæðar á miklu dýpi. Ekki útilokað að 25 ára leit skili nægu vatni fyrir hitaveitu á Höfn. Bæjarstjórinn segir ávinninginn augljósan ef allt gengur upp. 11. apríl 2016 07:00 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira
Hornfirðingar geta leyft sér að hlakka til; þeir fá hitaveitu. Fundist hefur heitt vatn í sveitinni sem dugar til að hita upp öll húsin í bænum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Hornfirðingar þurfa núna sennilega að endurskoða aðild sína að Samtökum sveitarfélaga á köldum svæðum. Við bæinn Hoffell í Hornafirði er búið að setja upp varúðarskilti svo menn brenni sig ekki á heita vatninu, sem streymir núna upp úr nýjustu borholunni. Dýpst í holunni mælist það 90 stiga heitt.Varúðarskilti hafa verið sett upp við bæinn Hoffell vegna heita vatnsins, sem streymir nú upp úr borholunni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og nú er byrjað að undirbúa lagningu hitaveitu til Hafnar, að sögn Tryggva Þórs Haraldssonar forstjóra RARIK, sem hefur hafið viðræður við bæjaryfirvöld um að leggja sautján kílómetra langa hitaveituæð frá Hoffelli. Tryggvi vonast til að fyrir árslok 2019, eftir rúm tvö ár, verði hitaveituvatnið komið í kranana hjá 1.700 íbúum á Höfn en einnig hjá 90 íbúum í Nesjahverfi. Óvíst er hversu marga sveitabæi verður hægt að tengja á leiðinni.Stefnt er að því að heita vatnið frá Hoffelli verði farið að verma húsin á Höfn í Hornafirði eftir rúm tvö ár.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Áratugur er liðinn frá því fyrst fannst heitt vatn að Hoffelli, en þó í litlum mæli, sem bóndinn á Hoffelli 2, Þrúðmar Þrúðmarsson, hóf fljótlega að nýta í ferðaþjónustu og til að kynda eigin hús. Hinn bóndinn, Úlfar Helgason á Hoffelli 1, sér nú einnig fram á að tengjast heita vatninu. „Jú, svona þegar þetta er allt um garð gengið þá eigum við að fá spena þarna frá þeim, sem er um samið,“ segir Úlfar. RARIK hefur látið bora fjórar djúpar holur í landi Hoffells og skila þær núna alls um 75 sekúndulítrum. Forstjórinn Tryggvi Þór segir að vatnið sé bæði meira og heitara en menn áttu von á. Áformað er að bora fimmtu holuna í vetur og segist Tryggvi bjartsýnn um að þá finnist meira.Heita vatnið á Hoffelli rennur núna út í næstu á. Leggja þarf sautján kílómetra lögn til að koma vatninu í húsin á Höfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.-Er þetta ekki bara eins og að detta í lukkupottinn og finna olíulind? „Ja, kannski,“ svarar Úlfar bóndi á Hoffelli og bætir við hlæjandi: „Það væri allt í lagi að fá olíu. Ég væri alveg sáttur við það.“ -En er samt ekki heita vatnið bara betra? „Nei, ég vildi nú frekar olíuna,“ svarar Úlfar og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Hittu á lofandi heitavatnsæðar Við rannsóknarboranir við Hoffell í Hornafirði fundust heitar vatnsæðar á miklu dýpi. Ekki útilokað að 25 ára leit skili nægu vatni fyrir hitaveitu á Höfn. Bæjarstjórinn segir ávinninginn augljósan ef allt gengur upp. 11. apríl 2016 07:00 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira
Hittu á lofandi heitavatnsæðar Við rannsóknarboranir við Hoffell í Hornafirði fundust heitar vatnsæðar á miklu dýpi. Ekki útilokað að 25 ára leit skili nægu vatni fyrir hitaveitu á Höfn. Bæjarstjórinn segir ávinninginn augljósan ef allt gengur upp. 11. apríl 2016 07:00